Erfitt að fara á fyrstu æfingarnar eftir fæðingu

Handboltakonan Unnur Ómarsdóttir ásamt dóttur sinni, Móeiði.
Handboltakonan Unnur Ómarsdóttir ásamt dóttur sinni, Móeiði.

Fyr­ir rúm­um fjór­um árum síðan tók Unn­ur Ómars­dótt­ir, landsliðskona í hand­bolta, á móti sínu fyrsta barni, Móeiði, með eig­in­manni sín­um, Ein­ari Rafni Eiðssyni. Lík­am­lega gekk Unni vel að koma sér aft­ur af stað í hand­bolt­an­um eft­ir fæðing­una, en hún upp­lifði þó mik­inn aðskilnaðarkvíða á æf­ing­um til að byrja með.

Unn­ur hef­ur æft hand­bolta frá 12 ára aldri og leikið á þriðja tug lands­leikja fyr­ir Íslands hönd. Í dag spil­ar hún hjá upp­eld­is­fé­lagi sínu, KA/Þ​ór á Ak­ur­eyri, en lék áður með Gróttu, Fram og norska liðinu Skrim. Sam­hliða hand­bolt­an­um starfar Unn­ur sem inn­kaupa­stjóri hjá fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sínu, máln­ing­ar­versl­un­inni Sér­efni. 

Við feng­um að skyggn­ast inn í fjöl­skyldu­lífið hjá Unni sem sagði okk­ur meðal ann­ars frá því hvernig var að snúa aft­ur á völl­inn eft­ir fæðingu. 

Einar og Unnur gengu í hjónaband sumarið 2022. Hér eru …
Ein­ar og Unn­ur gengu í hjóna­band sum­arið 2022. Hér eru þau ásamt dótt­ur sinni á góðri stundu. Ljós­mynd/​HK­Bmoments

„Höf­um gist sam­an all­ar næt­ur síðan“

Unn­ur er með BS gráðu í rekstr­ar­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík, en þau Ein­ar kynnt­ust á pró­floka­djammi niður í bæ í des­em­ber árið 2011. „Við fór­um sam­an heim og höf­um gist sam­an all­ar næt­ur síðan,“ seg­ir Unn­ur og hlær. 

Þegar Unn­ur komst að því að hún væri ófrísk af sínu fyrsta barni upp­lifði hún mikla gleði og spennu. „Þetta var eitt­hvað sem okk­ur langaði mikið í. Aft­ur á móti var erfitt að spila áfram hand­bolta á meðan eng­inn vissi að ég væri ófrísk og maður var hrædd­ur við það að detta eða meiða sig og barnið,“ út­skýr­ir Unn­ur. 

Erfitt að geta ekki deilt gleðifrétt­un­um

Aðspurð seg­ir Unn­ur meðgöng­una hafa gengið vel, en hún æfði hand­bolta fyrstu þrjá mánuðina áður en hún færði sig yfir í mömm­ujóga hjá Auði. „Það var mjög gott fyr­ir önd­un­aræf­ing­ar en erfitt að vera í ró­legri æf­ing­um, sem er eitt­hvað sem ég var óvön. Ég var ekki með morgunógleði og ældi aldrei, en mér leið samt alltaf eins og ég væri smá þunn og fann fyr­ir mik­illi þreytu fyrstu mánuðina,“ seg­ir Unn­ur. 

„Mér fannst erfiðast að geta ekki sagt nein­um frá ólétt­unni fyrstu mánuðina, sér­stak­lega tengt hand­bolt­an­um því ég hætti að spila eft­ir níu vik­ur og við tóku þrjár vik­ur þar sem ég gerði mér upp meiðsli,“ bæt­ir hún við. 

„Það var erfitt að geta ekki deilt gleðifréttunum því maður …
„Það var erfitt að geta ekki deilt gleðifrétt­un­um því maður var stressaður um að þetta myndi síðan ekki ganga upp.“

Var í sex klukku­stund­ir í baði með fransk­ar og snicker-súkkulaði

Unn­ur var geng­in 41 viku á leið þegar hún missti legvatnið, en þá hafði dótt­ir henn­ar ekki skorðað sig og því var hringt á sjúkra­bíl sem fór með hana bein­ustu leið upp á fæðing­ar­deild. 

„Þegar ég var síðan skoðuð þá var hún búin að skorða sig og ég því send heim. Ég var held ég heima í sex klukku­stund­ir, með fransk­ar og snickers-súkkulaði ofan í baði þar til verk­irn­ir voru orðnir frek­ar mikl­ir og stutt á milli hríða. Þegar ég mætti svo upp á spít­ala fékk ég her­bergi þar sem ég prufaði glaðloft en ég ældi bara út um allt við það,“ seg­ir Unn­ur. 

„Þegar ég var kom­in að mig minn­ir með sex sm í út­víkk­un fékk ég mænu­deyf­ingu. Það gekk rosa­lega illa að stinga nál­inni inn og það var ótrú­lega vont, en eft­ir nokkr­ar stung­ur náði lækn­ir­inn því loks­ins og ég fékk að slaka á. Þegar kom svo að því að rembast þá var ég að í tvo tíma þar til ynd­is­lega ljós­móðirin mín, Stein­unn, náði í sog­klukku og við það kom dótt­ir mín strax. Ég rifnaði mjög lítið og var því frek­ar fljót að jafna mig,“ bæt­ir hún við. 

Upp­lifði mikið óör­yggi fyrstu dag­ana

Unn­ur seg­ir það hafa verið langþráðan draum að verða mamma, en hún upp­lifði þó mikið óör­yggi fyrstu dag­ana. „Það kom ekki mik­il mjólk til að byrja með og ég gat ekki sofið því ég þurfti alltaf að vera að at­huga hvort hún væri ekki pottþétt að anda. Eft­ir nokkra mánuði þá varð ég ör­ugg­ari en maður er alltaf að læra eitt­hvað nýtt,“ út­skýr­ir hún. 

Það sem kom Unni mest á óvart var hve and­lega erfitt móður­hlut­verkið get­ur verið. „Þú breyt­ist lík­am­lega og and­lega á svo mikl­um hraða. Mér fannst einnig mjög krefj­andi að vera með barn á brjósti sem tók ekki pela,“ seg­ir hún. 

Eft­ir fæðingu gekk Unni vel að koma sér aft­ur af stað í hreyf­ingu, en hún var byrjuð að æfa hand­bolta aft­ur þegar Móeiður var tveggja mánaða göm­ul. „Ég byrjaði að lyfta létt­um lóðum tveim­ur til þrem­ur vik­um eft­ir fæðingu og fór svo að hlaupa aft­ur fimm vik­um eft­ir fæðingu, en ég fór mjög ró­lega af stað og hlustaði vel á lík­amann,“ seg­ir Unn­ur. 

„Ég fékk ekk­ert bak­slag lík­am­lega en ég fattaði seinna að ég var lík­leg­ast með mik­inn aðskilnaðarkvíða. Ég æfði alltaf með Apple-úr á mér svo ég fengi upp­lýs­ing­ar strax ef eitt­hvað kæmi upp á,“ bæt­ir hún við. 

„Ég tók hana líka oft með á æfingu og mamma …
„Ég tók hana líka oft með á æf­ingu og mamma var með hana á hliðarlín­unni, en þá leið mér best.“

Var með aðskilnaðarkvíða á æf­ing­um til að byrja með

Unn­ur seg­ir það hafa verið krefj­andi að stilla brjósta­gjöf­ina og hand­boltaæf­ing­arn­ar. „Ég vildi stilla brjósta­gjöf­ina þannig að ég gæfi henni rétt fyr­ir æf­ingu, en all­ur dag­ur­inn snér­ist um klukk­an hvað æf­ing­in væri og hvenær ég ætti að gefa henni. Næst ætla ég að vera aðeins ró­legri yfir því að koma mér aft­ur á völl­inn og setja minni pressu á mig,“ seg­ir Unn­ur. 

Unnur á æfingu að gefa dóttur sinni.
Unn­ur á æf­ingu að gefa dótt­ur sinni.

Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart í þessu ferli seg­ir Unn­ur það hafa komið sér veru­lega á óvart hve erfitt henni fannst að fara frá dótt­ur sinni til að fara á æf­ingu. „Ég áttaði mig ekki á því að ég var með aðskilnaðarkvíða. Núna, fjór­um árum seinna, þá finn ég hvað ég nýt þess að fara á æf­ing­ar. Þegar hún var lít­il fann ég hins veg­ar oft fyr­ir mikl­um kvíða fyr­ir að fara frá henni og hugsaði ekki um annað en hana á æf­ing­um. Mögu­lega gerði það mér gott í leikj­um því ég var ekki að stressa mig á frammistöðunni minni og var bara að tékka á henni í stúk­unni,“ út­skýr­ir hún. 

Unn­ur seg­ir það hafa gengið furðu vel að sam­tvinna hand­bolt­ann og móður­hlut­verkið, en fjöl­skyld­an eyðir mikl­um tíma á hand­bolta­vell­in­um þar sem bæði Unn­ur og Ein­ar eru í hand­bolta. „Dótt­ir okk­ar er meira og minna að hanga með okk­ur á æf­ing­um og leika sér á hliðarlín­unni. Eft­ir að við flutt­um til Ak­ur­eyr­ar þá erum við í sama liðinu og æfum á sama stað, en það hef­ur verið rosa­lega þægi­legt og því höf­um við ekki þurft eins mik­inn stuðning og við gerðum í Reykja­vík,“ seg­ir Unn­ur. 

Unnur og Einar eru bæði í handbolta og því er …
Unn­ur og Ein­ar eru bæði í hand­bolta og því er fjöl­skyld­an mikið uppi í íþrótta­húsi sam­an.

„Í Reykja­vík æfðum við á sama tíma en á sitt hvor­um staðnum og þurft­um alltaf að stilla vik­una af til að vita hver yrði með barnið á sama tíma og við æfðum. Núna, þegar hún er fjög­urra ára, þá þurf­um við ekki neinn til að passa. Hún er bara með okk­ur í KA heim­il­inu að leika við aðra krakka,“ seg­ir Unn­ur. 

Mik­il­væg­ast að fara ró­lega af stað og hlusta á lík­amann

Í upp­eld­inu leggja Unn­ur og Ein­ar al­mennt mikla áherslu á hreyf­ingu, hvort sem það er hand­bolti, fót­bolti eða skíði. „Við erum einnig mikl­ar fé­lags­ver­ur og erum dug­leg að kíkja í heim­sókn á aðra vini með börn á svipuðum aldri,“ út­skýr­ir hún.

Í uppeldinu leggja Unnur og Einar áherslu á fjölbreytta og …
Í upp­eld­inu leggja Unn­ur og Ein­ar áherslu á fjöl­breytta og skemmti­lega hreyf­ingu.

Unn­ur seg­ir besta ráðið fyr­ir mæður sem eru að koma sér aft­ur af stað í hreyf­ingu eft­ir fæðingu vera að byrja ró­lega, hlusta á lík­amann  og finna eitt­hvað sem þeim þykir skemmti­legt. „Mér hef­ur alltaf fund­ist leiðin­legt að fara í rækt­ina ein og því var gam­an að fara í mömmu­leik­fimi þar sem börn­in eru tek­in með. Það er gott að blanda þessu sam­an og kom­ast út úr hús­inu,“ seg­ir hún. 

Feðginin saman á vellinum.
Feðgin­in sam­an á vell­in­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda