Áttburarnir orðnir 14 ára

Nadya Suleman ásamt áttburunum.
Nadya Suleman ásamt áttburunum. Skjáskot/Instagram

Nadya Su­lem­an, bet­ur þekkt sem Octomon eða átt­bur­amamm­an, fagnaði því á dög­un­um að 14 ár væru liðin frá því hún tók á móti átt­burun­um sín­um. Hún komst fyrst í heims­frétt­irn­ar þegar átt­bur­arn­ir fædd­ust, en síðan þá hef­ur fjöl­skyld­an oft ratað í fjöl­miðla. 

Hinn 26. janú­ar árið 2009 fæddi Su­lem­an átt­bur­anna og varð því 14 barna móðir, en fyr­ir átti hún sex börn. Í heim­inn komu sex dreng­ir og tvær stúlk­ur, þau Noah, Maliyah, Isaiah, Nariyah, Jonah, Makai, Josiah og Jerem­iah.

Seg­ir erfiðleik­ana hafa styrkt fjöl­skyld­una

Nú eru átt­bur­arn­ir orðnir 14 ára og í til­efni þess deildi Su­lem­an fal­legri færslu og mynd af átt­burun­um sem voru í góðu yf­ir­læti með veg­an kleinu­hringi. 

„Þið eruð ein­hverj­ar ást­rík­ustu, hug­ul­söm­ustu, sam­visku­söm­ustu og auðmjúk­ustu mann­eskj­ur sem ég hef kynnst. Erfiðleik­arn­ir sem við höf­um gengið í gegn­um hafa styrkt tengsl okk­ar hvert við annað. Með því að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir á kom­andi árum vona ég að við mun­um halda áfram að þrosk­ast sem fjöl­skylda,“ skrifaði Su­lem­an við mynd­ina. 

Ein­stæð með 14 börn

Þegar Su­lem­an varð ófrísk af átt­burun­um átti hún sex börn, þau Ameerah, Ca­lyssa, Elijah, Jonah, Josuah og Ai­dan. Hún varð ófrísk eft­ir að hafa farið í tækni­frjóvg­un, en hún þurfti að þola mikið um­tal og gagn­rýni á sín­um tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda