Yfir milljón horft á fæðingarsöguna

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly-Mae Hague.
Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Aðdá­end­ur Love Is­land-stjörn­unn­ar Molly-Mae Hague hafa beðið óþreyju­full­ir eft­ir að heyra fæðing­ar­sögu henn­ar, en hún og kær­asti henn­ar, Tommy Fury, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an í síðasta mánuði. 

Á dög­un­um setti Hague rúm­lega 36 mín­útna langt mynd­skeið á youtu­ber­ás sína þar sem hún fór í gegn­um fæðing­ar­sögu dótt­ur sinn­ar, Bambi, aðdá­end­um sín­um til mik­ill­ar ánægju. Mynd­skeiðið gerði allt vit­laust og á aðeins 17 klukku­stund­um hafði það fengið yfir millj­ón áhorf og sat á toppi vin­sældal­ista Youtu­be. 

Var stressuð að taka mynd­skeiðið upp

Í mynd­skeiðinu tal­ar Hague op­in­skátt um upp­lif­un sína af fæðing­unni, en hún byrjaði mynd­skeiðið á að út­skýra fyr­ir áhorf­end­um sín­um að hún gréti enda­laust og væri afar til­finn­inga­söm. Þá sagðist hún stressuð fyr­ir að setj­ast niður og taka upp mynd­skeiðið. 

Hague var geng­in 37 og hálfa viku á leið þegar hún fór í skoðun til ljós­móður sinn­ar og út­skýrði verk­ina sem hún upp­lifði, sem hún lýsti eins og hún gengi með múr­stein milli fót­anna. Þá var ákveðið að Hague færi í gang­setn­ingu og par­inu sagt að koma aft­ur á sjúkra­húsið í Lund­ún­um nokkr­um dög­um síðar. 

Átti að fara í keis­ara

Þau voru mætt á spít­al­ann klukk­an 7.00, en þá var henni gefið gel til að hjálpa leg­inu að und­ir­búa sig fyr­ir fæðingu. Hún seg­ir gelið hins veg­ar hafa valdið sér ógur­leg­um sárs­auka næstu fimm klukku­stund­irn­ar. Þá seg­ist hún hafa fengið mænu­deyf­ingu sem hafi í fyrstu ekki virkað, svo hún hafi endað á að fá „nokkra skammta“.

Hague sagði að sér hefði verið sagt að hún gæti þurft að fara í keis­ara þar sem hjart­slátt­ur og hreyf­ing­ar dótt­ur þeirra væru ekki eins og lækn­arn­ir vildu, en þá var hún með þrjá sentí­metra í út­víkk­un. 

Hins veg­ar hefðu lækn­arn­ir skoðað Hague áður en hún lagði af stað niður á skurðstofu og kom­ist að því að hún væri kom­in með sjö í út­víkk­un á aðeins 20 mín­út­um. Því var ákveðið að hún færi ekki í keis­ara, en við fæðing­una var sog­klukka notuð á meðan hún fór í gegn­um átta stóra remb­inga áður en dótt­ir­in kom í heim­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda