Yfir milljón horft á fæðingarsöguna

Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly-Mae Hague.
Íslandsvinkonan og Love Island-stjarnan, Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur Love Island-stjörnunnar Molly-Mae Hague hafa beðið óþreyjufullir eftir að heyra fæðingarsögu hennar, en hún og kærasti hennar, Tommy Fury, eignuðust sitt fyrsta barn saman í síðasta mánuði. 

Á dögunum setti Hague rúmlega 36 mínútna langt myndskeið á youtuberás sína þar sem hún fór í gegnum fæðingarsögu dóttur sinnar, Bambi, aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Myndskeiðið gerði allt vitlaust og á aðeins 17 klukkustundum hafði það fengið yfir milljón áhorf og sat á toppi vinsældalista Youtube. 

Var stressuð að taka myndskeiðið upp

Í myndskeiðinu talar Hague opinskátt um upplifun sína af fæðingunni, en hún byrjaði myndskeiðið á að útskýra fyrir áhorfendum sínum að hún gréti endalaust og væri afar tilfinningasöm. Þá sagðist hún stressuð fyrir að setjast niður og taka upp myndskeiðið. 

Hague var gengin 37 og hálfa viku á leið þegar hún fór í skoðun til ljósmóður sinnar og útskýrði verkina sem hún upplifði, sem hún lýsti eins og hún gengi með múrstein milli fótanna. Þá var ákveðið að Hague færi í gangsetningu og parinu sagt að koma aftur á sjúkrahúsið í Lundúnum nokkrum dögum síðar. 

Átti að fara í keisara

Þau voru mætt á spítalann klukkan 7.00, en þá var henni gefið gel til að hjálpa leginu að undirbúa sig fyrir fæðingu. Hún segir gelið hins vegar hafa valdið sér ógurlegum sársauka næstu fimm klukkustundirnar. Þá segist hún hafa fengið mænudeyfingu sem hafi í fyrstu ekki virkað, svo hún hafi endað á að fá „nokkra skammta“.

Hague sagði að sér hefði verið sagt að hún gæti þurft að fara í keisara þar sem hjartsláttur og hreyfingar dóttur þeirra væru ekki eins og læknarnir vildu, en þá var hún með þrjá sentímetra í útvíkkun. 

Hins vegar hefðu læknarnir skoðað Hague áður en hún lagði af stað niður á skurðstofu og komist að því að hún væri komin með sjö í útvíkkun á aðeins 20 mínútum. Því var ákveðið að hún færi ekki í keisara, en við fæðinguna var sogklukka notuð á meðan hún fór í gegnum átta stóra rembinga áður en dóttirin kom í heiminn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda