Íslensk börn fá frían aðgang að Orðalykli

Orðalykill verður aðgengilegur fyrir íslensk börn.
Orðalykill verður aðgengilegur fyrir íslensk börn. Unsplash/Brooke Cagle

Íslenska lestr­ar- og málörvun­ar­for­ritið Orðalyk­ill verður á næst­unni aðgengi­legt ókeyp­is í helstu snjall­tækj­um til að nota heima og í skól­um lands­ins.

Jón Gunn­ar Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri Mussila, seg­ir að fyr­ir­tækið hafi fengið styrk frá fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­inu til þess að láta það verða að veru­leika. Hag­kaup, A4 og Mjólk­ur­sam­sal­an styrkja einnig for­ritið.

„Við í Mussila erum þess­um fyr­ir­tækj­um æv­in­lega þakk­lát. Svona styrk­ur ger­ir sam­fé­lagið okk­ar betra og mér finnst frá­bært að fyr­ir­tæk­in sjái hag sinn í að styrkja þetta mik­il­væga verk­efni. Orðaforðinn, lesskiln­ing­ur og hljóðkerfis­vit­und er grunn­ur­inn að lestri. Með því að veita þjóðinni op­inn aðgang að Orðalykl­in­um er verið að tak­ast á við vanda­málið með því að koma með lausn,“ seg­ir Jón Gunn­ar í frétta­til­kynn­ingu frá Mussila.

Lestr­ar- og málörvun­ar­for­ritið Orðalyk­ill kenn­ir und­ir­stöðuþætti lest­urs og læsis. Mussila nýt­ir sér kjarna­lausn­ir ís­lensku mál­tækni­áætl­un­ar­inn­ar til að þróa Orðalyk­il­inn.

Höf­und­ar Orðalyk­ils­ins eru tal­meina­fræðing­arn­ir Ásthild­ur Bj. Snorra­dótt­ir og Bjart­ey Sig­urðardótt­ir ásamt Mussila ehf. Sam­an hef­ur teymið ára­tuga­langa reynslu í að út­búa kennslu­efni fyr­ir börn og hef­ur teymið áður þróað Orðagull, Mussila Music og Mussila Wor­dPlay. Mussila teymið hef­ur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyr­ir mennta­lausn­ir sín­ar, nú síðast Bett verðlaun­in í Lund­ún­um fyr­ir Bestu alþjóðlegu mennta­lausn­ina.

Var­an mun nýt­ast öll­um börn­um til að læra að lesa og skilja ís­lensku. Aðflutt­um og Íslend­ing­um með er­lend­an upp­runa, ís­lensk­um börn­um sem búa er­lend­is og öll­um öðrum sem vilja læra okk­ar ástkæra og yl­hýra tungu­mál. Um er að ræða gagn­virka kennslu­lausn sem ýtir und­ir snemm­tæka íhlut­un, málörvun og læsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda