Getur mataræði dregið úr einkennum ADHD?

Ljósmynd/Pexels/cottonbro studio

Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar benda til þess að neysla ákveðinna mat­væla geti dregið úr sum­um ein­kenn­um hjá börn­um með ADHD. Niður­stöðurn­ar hafa vakið at­hygli en rann­sókn­in var gerð í fylk­is­háskól­an­um í Ohio í Banda­ríkj­un­um og birt­ist í Journal of the American Aca­demy of Child and Ado­lescent Psychia­try. Science Daily fjallaði um rann­sókn­ina á dög­un­um. 

Eins og flest­um er kunn­ugt gegn­ir góð nær­ing lyk­il­hlut­verki í heil­brigðri lík­ams­starf­semi og hef­ur gefið góða raun sem hluti af meðferð við hinum ýmsu kvill­um, bæði lík­am­leg­um og and­leg­um, sam­hliða öðrum meðferðarúr­ræðum, til dæm­is lyfja- og/​eða sál­fræðimeðferð. 

Rann­sókn­ir á tengsl­um mataræðis og hegðunarrask­ana barna eru ekki nýj­ar af nál­inni, en fyrsta rann­sókn­in á tengsl­um mataræðis barna og ADHD var gerð á þriðja ára­tug síðustu ald­ar. Síðan þá hafa orðið mikl­ar fram­far­ir í þekk­ingu og vís­ind­um, en ný­leg­ar rann­sókn­ir benda til þess að heil­næmt mataræði sé mik­il­vægt fyr­ir börn með ADHD. 

Ljós­mynd/​Pex­els/​Alleks­ana

Gæti dregið úr ein­kenn­um 

Irene Hatsu, meðhöf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar og dós­ent í nær­ing­ar­fræði við Ohio State Uni­versity, seg­ir rann­sókn­ina draga upp þá mynd að heilsu­sam­legt mataræði, sem veit­ir börn­um öll þau nær­ing­ar­efni sem þau þurfa, gæti hjálpað til við að draga úr ein­kenn­um ADHD. 

Í rann­sókn­inni voru for­eldr­ar 134 barna með ADHD á aldr­in­um 6 til 12 ára beðnir um að svara tveim­ur spurn­ingalist­um, ann­ars veg­ar ít­ar­leg­um spurn­ingalista um dæmi­gert mataræði síðustu 90 daga, og hins veg­ar spurn­ingalista þar sem ein­kenni at­hygl­is­brests barn­anna voru met­in. Niður­stöður sýndu að börn sem neyttu meira af ávöxt­um og græn­meti sýndu væg­ari ein­kenni at­hygl­is­brests.

Vert að kanna mataræði barna með ADHD

Þá vöru sömu gögn einnig notuð í tvær aðrar rann­sókn­ir sem skoðuðu ann­ars veg­ar inn­töku barn­anna á víta­mín­um og steinefn­um, og hins veg­ar fæðuóör­yggi. „Rann­sókn­ir okk­ar benda til þess að það sé þess virði að kanna aðgengi barna að mat sem og gæði mataræðis þeirra til að sjá hvort það geti haft áhrif á al­var­leika ein­kenna ADHD.

Vís­inda­menn telja að ADHD teng­ist skorti á sum­um tauga­boðefn­um í heil­an­um, en víta­mín og steinefni gegna lyk­il­hlut­verki í að hjálpa lík­am­an­um að búa þessi tauga­boðefni til sem og í heild­ar­starf­semi heil­ans,“ sagði Hatsu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda