5 ráð til að styrkja líkamsímynd barnsins þíns

Ljósmynd/Pexels/Rene Asmussen

For­eldr­ar gegna lyk­il­hlut­verki í því að byggja upp lík­ams­ímynd barna þeirra. Nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Amelia R. Sherry birti grein á dög­un­um á vef Psychology Today þar sem hún út­skýrði mik­il­vægi for­eldra þegar kem­ur að lík­ams­ímynd barna og gaf les­end­um fimm góð ráð. 

„Fyr­ir nokkr­um árum kom ég að níu ára dótt­ur minni grát­andi fyr­ir fram­an fata­skáp­inn sinn,“ byrjaði Sherry pist­il­inn. „Ég hélt að hún hefði aft­ur týnt upp­á­halds boln­um sín­um eða gert gat á sokka­bux­urn­ar sín­ar. Það sem mætti mér var miklu verra – í gegn­um tár­in sagði hún: „Mér finnst ég vera feit“.“

1. Sýndu lík­ama þínum og annarra virðingu

„Ein leið til að gera þetta er með því að forðast að tala niður til eig­in lík­ama og út­lits, að tala um þyngd eða þyngd­artap, sem og að tala um lík­ama og þyngd annarra,“ skrif­ar Sherry.

2. Vertu með það á hreinu að megr­un er ekki heilsu­sam­leg

„Með því að leggja áherslu á þá staðreynd að megr­un sé skaðleg get­ur þú verndað barnið þitt frá því að taka þátt í megr­un,“ skrif­ar Sherry og ít­rek­ar mik­il­vægi þess að koma í veg fyr­ir að börn fari í megr­un, enda eyk­ur það hætt­una á að barn fái átrösk­un fimm­falt. 

Hér seg­ir Sherry einnig mik­il­vægt að for­eldr­ar setji gott for­dæmi og séu ekki stans­laust í megr­un sjálf­ir. 

3. Ein­blíndu á getu frek­ar en út­lit

„Það er eng­inn vafi á því að barnið þitt muni fá enda­laus skila­boð frá fjöl­miðlum, jafn­öldr­um og hugs­an­lega fjöl­skyldumeðlim­um, þjálf­ur­um eða kenn­ur­um um að lík­ami þess þurfi að vera grann­ur til að vera viður­kennd­ur eða „heil­brigður“,“ út­skýr­ir Sherry. 

„Til þess að vinna gegn þeim hug­mynd­um er mik­il­vægt að ein­blína á það já­kvæða sem lík­am­inn get­ur, til dæm­is að lík­am­inn geti gengið, hlaupið, hoppað, hlegið og hugsað.“

4. Ræddu vin­sæl­ar mynd­ir eða skila­boð við barnið þitt

„For­eldr­ar barna með já­kvæða lík­ams­ímynd eyða tíma í að tala op­in­skátt um óraun­hæf­ar mynd­ir og skila­boð, en þannig vinna þeir gegn eða ögra mynd­um í fjöl­miðlum eða á sam­fé­lags­miðlum og kenna börn­un­um sín­um að vera meðvitaðir neyt­end­ur,“ seg­ir Sherry. 

Sem dæmi get­ur þú rætt við barnið um að ýkt­ir lík­am­ar upp­á­hald­steikni­mynda­per­sóna þeirra séu raun­hæf­ar og jafn­vel óheil­brigðar í raun­veru­leik­an­um. 

5. Vertu vak­andi yfir skila­boðum um mat og hreyf­ingu

„For­eldr­ar sem forðast að miðla regl­um og þekk­ingu um mat og hreyf­ingu eiga börn sem líður bet­ur með lík­ama sinn,“ seg­ir Sherry. „Það að vara börn við því að ákveðin mat­væli séu óholl, muni valda þyngd­ar­aukn­ingu eða geti leitt til sjúk­dóma, skap­ar ótta og sekt­ar­kennd í kring­um mat.“

„Ef við tök­um dæmi um þá hug­mynd að sleppa eigi nán­ast öll­um kol­vetn­um vegna þess að þau geti valdið allt frá bólgu í lík­ama og syk­ur­sýki yfir í þyngd­ar­aukn­ingu. Börn sem hafa ekki verið alin upp við að ótt­ast eða tak­marka ákveðin mat­væli eru mun ólík­legri til að til­einka sér slík­ar hug­mynd­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda