Fór í „herraklippingu“ eftir tvíburafæðinguna

Ofurfyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Erving.
Ofurfyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Erving. Skjáskot/Instagram

Íslands­vin­kon­an og of­ur­fyr­ir­sæt­an, Ashley Gra­ham, seg­ir eig­in­mann sinn, Just­in Ervin, hafa farið í ófrjó­sem­isaðgerð eft­ir að tví­bura­syn­ir þeirra komu í heim­inn hinn 7. janú­ar síðastliðinn. 

Tví­bur­arn­ir voru annað og þriðja barn for­eldra sinna sem deila einnig syn­in­um Isaac sem er tveggja ára gam­all.

Seg­ir aðgerðina „auðvelda“ fyr­ir karl­menn

Fyr­ir­sæt­an greindi frá ófrjó­sem­isaðgerð Ervin í hlaðvarpsþætt­in­um Milk Drunk: The Podcast á dög­un­um. Hún út­skýrði að aðgerðin væri „svo auðveld“ fyr­ir karl­menn og að eig­inmaður henn­ar hafi verið í góðu standi eft­ir aðgerðina. 

„Ervin fór að versla með mér strax á eft­ir,“ sagði Gra­ham í gríni og út­skýrði að hann hafi ekki verið fast­ur í rúm­inu eft­ir aðgerðina, en að hann hafi passað að kæla svæðið vel. 

Gra­ham lýsti ánægju sinni yfir því að þurfa ekki að vera á getnaðar­vörn eft­ir aðgerðina. „Ég þarf ekki að vera á pill­unni leng­ur. Guði sé lof.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda