Fór í „herraklippingu“ eftir tvíburafæðinguna

Ofurfyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Erving.
Ofurfyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Erving. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinkonan og ofurfyrirsætan, Ashley Graham, segir eiginmann sinn, Justin Ervin, hafa farið í ófrjósemisaðgerð eftir að tvíburasynir þeirra komu í heiminn hinn 7. janúar síðastliðinn. 

Tvíburarnir voru annað og þriðja barn foreldra sinna sem deila einnig syninum Isaac sem er tveggja ára gamall.

Segir aðgerðina „auðvelda“ fyrir karlmenn

Fyrirsætan greindi frá ófrjósemisaðgerð Ervin í hlaðvarpsþættinum Milk Drunk: The Podcast á dögunum. Hún útskýrði að aðgerðin væri „svo auðveld“ fyrir karlmenn og að eiginmaður hennar hafi verið í góðu standi eftir aðgerðina. 

„Ervin fór að versla með mér strax á eftir,“ sagði Graham í gríni og útskýrði að hann hafi ekki verið fastur í rúminu eftir aðgerðina, en að hann hafi passað að kæla svæðið vel. 

Graham lýsti ánægju sinni yfir því að þurfa ekki að vera á getnaðarvörn eftir aðgerðina. „Ég þarf ekki að vera á pillunni lengur. Guði sé lof.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda