Gagnrýnir karlmenn og íhugar að eignast barn ein

Fyrirsætan Emily Ratajkowski íhugar að eignast barn ein.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski íhugar að eignast barn ein. AFP

Fyr­ir­sæt­an Em­ily Rataj­kowski sparaði ekki stóru orðin þegar hún svaraði spurn­ing­um aðdá­enda sinna á nýrri áskrift­arsíðu á dög­un­um. Hún gagn­rýndi karl­menn harðlega og af­hjúpaði áform sín um að eign­ast annað barn ein. 

Daily Mail greindi frá því að fyr­ir­sæt­an hafi meðal ann­ars verið spurð út í barneign­ir á áskrift­arsíðunni. „Ég held að ég vilji ör­ugg­lega eign­ast fleiri börn – ég virki­lega elska að vera mamma. Ég er ekki viss um að ég eigi eft­ir að finna ein­hvern sem ég vil ala upp barn með,“ út­skýrði hún. 

„Mér þykir leitt að segja þetta – karl­menn hugsa með typp­inu sínu. Og þeir eru bara ekki svo þróaðir.“

Óhrædd við að vera ein­stæð

Rataj­kowski seg­ist ætla að fara í egg­heimtu og láta frysta úr sér egg í von um að geta gefið Sylvester, syni sín­um, systkini í framtíðinni. Hún seg­ist ekki hræðast það að verða ófrísk og fæða barn sem ein­stæð kona.

Fyr­ir­sæt­an eignaðist Sylvester með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Sebastian Bear-McCl­ard. Þau skildu síðasta sum­ar eft­ir orðróm um fram­hjá­hald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda