Nýttu gömul efni í íslenska barnafatalínu

Íslensk hönnun sem slær í gegn hjá yngstu kynslóðinni.
Íslensk hönnun sem slær í gegn hjá yngstu kynslóðinni.

Sum­arið er komið og land­inn far­inn að huga að létt­ari klæðnaði, enda sól­rík­ir dag­ar í kort­un­um þótt göt­urn­ar hafi verið snæviþakt­ar í vik­unni. Íslenska barnafata­merkið As We Grow hef­ur gefið út nýja sum­ar­línu sem ætti að koma öll­um í sum­arskap.

Efn­isaf­gang­ar síðasta árs voru nýtt­ir á nýj­an hátt í sum­ar­lín­una. Úr þeim urðu til fal­leg­ar hönn­un­ar­flík­ur úr gömlu efni og garni eins og hör, bóm­ull og ull sem nýtt var á skemmti­leg­an máta í lín­una.

Í lín­unni er að finna stíl­hrein­an og létt­an su­mar­klæðnað sem er fram­leidd­ur úr nátt­úru­leg­um efn­um sem eru bæði þægi­leg og góð fyr­ir húðina. Lín­an er hönnuð og fram­leidd í anda As We Grow með til­vís­un í gamla tíma þegar föt­in voru gerð úr sterk­um og end­ing­argóðum efn­um, lát­in duga lengi og gengu á milli kyn­slóða.

Jarðlit­ir eru áber­andi í lín­unni og minna óneit­an­lega á ís­lenskt sum­ar. Fal­leg­ir blá­ir tón­ar, mosa­grænn, brúnn, hvít­ur, ljós­bleik­ur og kremlitaður lit­ur ein­kenna lín­una. 

Flík­urn­ar eru tíma­laus­ar og klass­ísk­ar, en það er til­valið að gefa þeim nýtt líf þegar börn­in vaxa upp úr þeim og halda þannig í gömlu tím­ana um leið og hugað er að um­hverf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda