Fögnuðu eins árs afmæli frumburðarins

A$AP Rocky og Rihanna ásamt frumburði sínum, RZA Athelston Mayers.
A$AP Rocky og Rihanna ásamt frumburði sínum, RZA Athelston Mayers. Skjáskot/Instagram

Tón­listarparið A$AP Rocky og Ri­hanna fögnuðu eins árs af­mæli frumb­urðar­ins síðastliðna helgi, en son­ur þeirra kom í heim­inn hinn 13. maí 2022.

Í síðustu viku greindu Rocky og Ri­hanna loks­ins frá nafni son­ar síns, en þau höfðu haldið því leyndu í tæp­lega ár. Son­inn nefndu þau RZA At­hel­st­on Mayers eft­ir fram­leiðand­an­um og rapp­ar­an­um RZA, leiðtoga hljóm­sveit­ar­inn­ar Wu-Tang Clan.

Rocky deildi fal­legri myndaröð af fjöl­skyld­unni í til­efni dags­ins, en þar fá aðdá­end­ur inn­sýn í líf fjöl­skyld­unn­ar sem mun stækka í ár þar sem Ri­hanna er ófrísk af öðru barni þeirra. Hún kom öll­um á óvart þegar hún til­kynnti ólétt­una í beinni í hálfleik Of­ur­skál­ar NFL-deild­ar­inn­ar í fe­brú­ar síðastliðnum.

View this post on In­sta­gram

A post shared by A$AP ROCKY (@asaprocky)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda