5 algengar mýtur um getnað

Ljósmynd/Unsplash/Ignacio Campo

Umræðan um frjósemi og getnað hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi en árið 2022 þar sem konur eignast nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

Samhliða aukinni umræðu hafa fjölmargar mýtur farið á flug um frjósemi og getnað, en nýverið deildi frjósemislæknir fimm algengustu mýtunum um getnað með lesendum Daily Mail

1. Þú getur aðeins orðið ófrísk tvo daga í mánuði

Það er algengur misskilningur að konur geti aðeins orðið ófrískar tvo daga í mánuði, en hann byggist líklega á þeirri staðreynd að konur eru frjóastar í tvo daga í hverjum tíðahring.

Konur eru hins vegar frjóar í um það bil sex daga – þar af eru fimm dagar sem leiða til eggloss og daginn sem egglos á sér stað.

2. Streita getur komið í veg fyrir að þú verðir ófrísk

„Streituhormónið kortisól hefur mörg neikvæð áhrif á líkamann og gæti vel haft neikvæð áhrif á getnað. Hins vegar eru engar góðar sannanir fyrir því,“ segir Tim Bracewell-Milnes.

Mikil streita getur samt sem áður valdið því að blæðingar stöðvist eða að tíðahringurinn verði lengri eða styttri. „Hins vegar, ef þú ert stressuð en ert samt með reglulegan tíðahring, þá ættir þú samt að eiga góða möguleika á að verða þunguð,“ bætti Bracewell-Milnes við.

3. Konur geta ekki orðið ófrískar með barn á brjósti

Brjóstagjöf getur stöðvað egglos sem verður að eiga sér stað til að konur verði þungaðar. Rannsóknir benda til þess að brjóstagjöf geti í sumum tilfellum virkað sem getnaðarvörn ef nýbökuð móðir er með barn á brjósti að minnsta kosti á fjögurra klukkustunda fresti yfir daginn og á sex klukkustunda fresti yfir nóttina, er ekki með blæðingar og barnið er yngra en sex mánaða.

Sérfræðingar hvetja fólk hins vegar til þess að treysta ekki á brjóstagjöf sem getnaðarvörn.

4. Konur ættu að liggja flatar eftir kynlíf

Það gæti hljómar rökrétt að vera liggjandi eftir kynlíf til að hjálpa sæðisfrumu í átt að leghálsi. Sérfræðingar eru hins vegar ekki vissir um að það skili áætluðum árangri.

„Þó að sumar rannsóknir bendi til þess að það að liggja flatur í 15 mínútur geti aukið líkurnar á þungun eru aðrar rannsóknir sem benda til þess að það skipti engu máli,“ segir Sandy Christiansen. „Að liggja flatur mun ekki skaða þig, en það mun ekki endilega hjálpa heldur. Svo það er í raun undir þér komið.“

5. Fullnæging eykur líkurnar á getnaði

Fullnæging mun klárlega ekki draga úr líkunum á getnaði, en sérfræðingar segja fullnægingu ekki auka líkurnar heldur. 

„Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem styðja þessa fullyrðingu. Sumir sérfræðingar segja að það sé rökrétt að samdrættirnir sem verða í leginu þegar þú færð fullnægingu geti hjálpað til við að færa sæðið áfram að egginu. En það er ótrúlega erfitt að rannsaka þetta, svo það er fátt sem sannar að það sé raunin,“ segir Christiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda