5 algengar mýtur um getnað

Ljósmynd/Unsplash/Ignacio Campo

Umræðan um frjó­semi og getnað hef­ur auk­ist gríðarlega síðustu ár, en frjó­semi hef­ur aldrei verið minni á Íslandi en árið 2022 þar sem kon­ur eign­ast nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á æv­inni en áður.

Sam­hliða auk­inni umræðu hafa fjöl­marg­ar mýt­ur farið á flug um frjó­semi og getnað, en ný­verið deildi frjó­sem­is­lækn­ir fimm al­geng­ustu mýt­un­um um getnað með les­end­um Daily Mail

1. Þú get­ur aðeins orðið ófrísk tvo daga í mánuði

Það er al­geng­ur mis­skiln­ing­ur að kon­ur geti aðeins orðið ófrísk­ar tvo daga í mánuði, en hann bygg­ist lík­lega á þeirri staðreynd að kon­ur eru frjó­ast­ar í tvo daga í hverj­um tíðahring.

Kon­ur eru hins veg­ar frjó­ar í um það bil sex daga – þar af eru fimm dag­ar sem leiða til egg­loss og dag­inn sem egg­los á sér stað.

2. Streita get­ur komið í veg fyr­ir að þú verðir ófrísk

„Streitu­horm­ónið kort­isól hef­ur mörg nei­kvæð áhrif á lík­amann og gæti vel haft nei­kvæð áhrif á getnað. Hins veg­ar eru eng­ar góðar sann­an­ir fyr­ir því,“ seg­ir Tim Bracewell-Mil­nes.

Mik­il streita get­ur samt sem áður valdið því að blæðing­ar stöðvist eða að tíðahring­ur­inn verði lengri eða styttri. „Hins veg­ar, ef þú ert stressuð en ert samt með reglu­leg­an tíðahring, þá ætt­ir þú samt að eiga góða mögu­leika á að verða þunguð,“ bætti Bracewell-Mil­nes við.

3. Kon­ur geta ekki orðið ófrísk­ar með barn á brjósti

Brjósta­gjöf get­ur stöðvað egg­los sem verður að eiga sér stað til að kon­ur verði þungaðar. Rann­sókn­ir benda til þess að brjósta­gjöf geti í sum­um til­fell­um virkað sem getnaðar­vörn ef ný­bökuð móðir er með barn á brjósti að minnsta kosti á fjög­urra klukku­stunda fresti yfir dag­inn og á sex klukku­stunda fresti yfir nótt­ina, er ekki með blæðing­ar og barnið er yngra en sex mánaða.

Sér­fræðing­ar hvetja fólk hins veg­ar til þess að treysta ekki á brjósta­gjöf sem getnaðar­vörn.

4. Kon­ur ættu að liggja flat­ar eft­ir kyn­líf

Það gæti hljóm­ar rök­rétt að vera liggj­andi eft­ir kyn­líf til að hjálpa sæðis­frumu í átt að leg­hálsi. Sér­fræðing­ar eru hins veg­ar ekki viss­ir um að það skili áætluðum ár­angri.

„Þó að sum­ar rann­sókn­ir bendi til þess að það að liggja flatur í 15 mín­út­ur geti aukið lík­urn­ar á þung­un eru aðrar rann­sókn­ir sem benda til þess að það skipti engu máli,“ seg­ir San­dy Christian­sen. „Að liggja flatur mun ekki skaða þig, en það mun ekki endi­lega hjálpa held­ur. Svo það er í raun und­ir þér komið.“

5. Full­næg­ing eyk­ur lík­urn­ar á getnaði

Full­næg­ing mun klár­lega ekki draga úr lík­un­um á getnaði, en sér­fræðing­ar segja full­næg­ingu ekki auka lík­urn­ar held­ur. 

„Það eru eng­ar vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir sem styðja þessa full­yrðingu. Sum­ir sér­fræðing­ar segja að það sé rök­rétt að sam­drætt­irn­ir sem verða í leg­inu þegar þú færð full­næg­ingu geti hjálpað til við að færa sæðið áfram að egg­inu. En það er ótrú­lega erfitt að rann­saka þetta, svo það er fátt sem sann­ar að það sé raun­in,“ seg­ir Christian­sen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda