5 ára dóttirin með 5,8 milljóna Rolex-úr

Stormi Webster, fimm ára dóttir Kylie Jenner, á 5,8 milljóna …
Stormi Webster, fimm ára dóttir Kylie Jenner, á 5,8 milljóna króna Rolex-úr. Samsett mynd

Hin fimm ára gamla Stormi Web­ster, dótt­ir raun­veru­leika­stjörn­unn­ar Kylie Jenner, virðist vera með ansi dýr­an smekk. Jenner deildi á dög­un­um mynd­skeiði þar sem hún sýndi 5,8 millj­óna króna Rol­ex-úr dótt­ur sinn­ar. 

Jenner deildi mynd­skeiði á dög­un­um á TikT­ok þar sem hún sýndi fylgj­end­um sín­um allt sem hún er með í glæsi­legri Bottega Veneta tösku sinni sem kost­ar 4.500 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 636 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag. 

Úr tösk­unni dreg­ur Jenner upp ýms­ar vör­ur, þar á meðal glæsi­legt úr dótt­ur sinn­ar. „Ég er með litla úrið henn­ar Stormi hérna. Þetta var í raun úrið mitt, en hún var með það. Sjáið hvað úlnliður­inn henn­ar er lít­ill! Hún var með það í af­mæl­is­veislu og vildi ekki vera með það leng­ur,“ sagði raun­veru­leika­stjarn­an. 

Úrið virðist vera gyllt Day-Date úr að and­virði 41.500 banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur rúm­lega 5,8 millj­ón­um króna á gengi dags­ins í dag.

Úrið er hið glæsilegasta.
Úrið er hið glæsi­leg­asta. Ljós­mynd/​Chrono24.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda