Innanhússafþreying fyrir fjölskyldur á rigningardegi

Pexels/Gustavo Fring

Höf­um við ekki öll hlakkað til að eyða tíma með fjöl­skyld­unni yfir helg­ina? Mögu­lega var búið að skipu­leggja skemmti­lega úti­veru en þegar þú vakn­ar á laug­ar­dags­morgni rign­ir eldi og brenni­steini. Það er þó óþarfi að ör­vænta því það er nóg í boði að gera inn­an­dyra. 

Hér eru nokkr­ar hug­mynd­ir að inn­an­hússafþrey­ingu fyr­ir fjöl­skyld­una þegar ekki er stemn­ing fyr­ir því að fara út í rign­ing­una.

  • Sögu­stund: Gamla, góða sögu­stund­in klikk­ar aldrei. Ef börn­in eru orðin nógu göm­ul geta þau skipst á að lesa.

  • Fara í gegn­um göm­ul leik­föng: Leik­her­bergið verður mun skipu­lagðara fyr­ir vikið. Auk þess gætuð þið fundið leik­föng sem hægt er að setja í geymslu eða gefa.

  • Ferð á bóka­safnið: Þegar þú vilt koma öll­um út úr húsi án þess að þurfa að punga út háum fjár­hæðum, er til­valið að kíkja á bóka­safnið. Þar er hægt að gleyma sér inn­an um hinar ýmsu æv­in­týra­per­són­ur, auk þess sem það eyk­ur lestr­ar­getu barn­anna. Fyr­ir þau yngstu er þetta gott tæki­færi til að kynn­ast nýj­um per­són­um í gegn­um myndskreytt­ar bæk­ur. Á flest­um bóka­söfn­um eru sér­stak­ar barna­deild­ir og á mörg­um þeirra er jafn­vel boðið upp á leik­svæði.

  • Baka smá­kök­ur: Skellið svunt­unni á ykk­ur og leyfðu börn­un­um að hjálpa til við bakst­ur­inn. Þau geta meðal ann­ars hjálpað til við að blanda hrá­efn­um sam­an, fletja út deigið og skreytt kök­urn­ar. Hafið bara í huga hvað hent­ar aldri barns­ins.

  • Spila borðspil: Ótal­mörg borðspil eru til fyr­ir börn á öll­um aldri. Finnið ykk­ur spil sem öll fjöl­skyld­an get­ur spilað sam­an.

  • Útbúðu fjár­sjóðsleit: Ef börn­in eru of ung til að klóra sig í gegn­um vís­bend­ing­arn­ar í fjár­sjóðsleit er um að gera að gefa þeim ein­fald­lega lista yfir hluti á heim­il­inu sem þau verða að finna og safna.

  • Safna­ferð: Söfn sem bjóða upp á gagn­virka miðlun og starf­semi sem gríp­ur áhuga barn­anna eru frá­bær leið til að eyða tím­an­um á rign­ing­ar­degi. Einnig get­ur verið gam­an að fara á lista­söfn, þá sér­stak­lega fyr­ir þau sem eru eldri.

  • Farið í bíó, heima: Eins gam­an og það get­ur verið að fara í bíó, þá get­ur það kostað sitt. Auðvelt er þó að mynda bíó­stemmn­ingu heima fyr­ir. Slökkvið ljós­in, dragið fyr­ir og komið ykk­ur þægi­lega fyr­ir í sóf­an­um með nóg af poppi og drykkj­um.

  • Dan­spartý í stof­unni: Þetta er frá­bær leið til að fá börn­in, sem og full­orðna, til að hreyfa sig inn­an­dyra. Fjöl­skyldumeðlim­ir geta til dæm­is skipst á að spila upp­á­halds­lög­in sín. Einnig er hægt að nýta sér dans­leiki í leikja­tölv­um eða fara bara á Youtu­be og finna dans­kennslu þar.

  • Laut­ar­ferð inn­an­dyra: Þið þurfið ekki að vera úti til að fara í laut­ar­ferð. Pakkaðu nesti niður í körfu, skelltu teppi á gólfið inn í stofu og njótið mat­ar­ins.

  • Leysa gát­ur: Gát­ur er frá­bær dægra­stytt­ing og einnig frá­bær leið til að þjálfa börn­in í smá heila­leik­fimi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda