Ráð við gerð mataráætlunar fyrir fjölskylduna

Pexels/Tima Miroshnichenko

Þegar þú ert með stóra fjöl­skyldu er það ekki bara góð hug­mynd að gera áætl­un fyr­ir mat­ar­inn­kaup­in, það er í raun nauðsyn. Án þess að vera með áætl­un að kvöld­mat á hverju kvöldi get­ur auðveld­lega skap­ast ringul­reið þegar komið er að kvöld­mat og eng­inn veit hvað á að hafa í mat­inn.

Þegar gerð er viku­áætlun fyr­ir máltíðir er mik­il­vægt að skipu­leggja hana með þeim hætti að hún spari þér ekki bara and­lega orku held­ur spari þér einnig pen­inga. Ávinn­ing­ur­inn af því að gera mataráætl­un er að slíkt hjálp­ar til við að hafa stjórn á út­gjöld­um, ásamt því að geta í raun aukið úr­val máltíða og snarls sem boðið er upp á.

Hér eru nokk­ur ráð til að hjálpa þér að út­búa mataráætl­un fyr­ir stóra fjöl­skyldu.

Taktu frá tíma til að gera mataráætl­un

Tím­inn sem notaður er í að skipu­leggja máltíðir er tími sem spar­ast í mat­vöru­versl­un­um. Rétt eins og þú gæt­ir haft ákveðna rútínu þegar kem­ur að inn­kaup­un­um, þá er mik­il­vægt að koma upp rútína hvað varðar skipu­lagn­ing­una máltíðanna sjálfra.

Taktu frá klukku­tíma eða svo um helgi eða kvöld þegar þú get­ur ein­beitt þér. Marg­ar mis­mun­andi aðferðir eru til. Þú gæt­ir til dæm­is fundið mataráætl­un­ar­for­rit í snjallsím­ann þinn sem hent­ar. Svo er gamli góði penn­inn og blað eitt­hvað sem hentaði þér. Hvaða aðferð sem þú kýst þá mun það bera ár­ang­ur.

Skipu­leggðu meira en bara kvöld­mat

Ef með því að skipu­leggja kvöld­mat­inn spar­ar þér pen­inga er ansi lík­legt að það sama eigi við um morg­un­verð og há­deg­is­verð. Þetta eru eng­in geim­vís­indi. Þetta hljóm­ar kannski eins og óþarfa vinna en þegar fjöl­skyld­an er stór er það ekki óraun­hæft að skipu­leggja þrjár máltíðir á dag.

Ef metta þarf marga munna áður en farið er í skóla eða til vinnu, get­ur fyr­ir fram skipu­lagður morg­un­mat­ur dregið úr ringul­reiðinni á morgn­ana. Þegar kem­ur að há­deg­is­matn­um snýst þetta um að hafa áætl­un fyr­ir það sem þarf að pakka í nesti fyr­ir skól­ann eða vinn­una.

Skoðaðu búrið reglu­lega

Áður en þú sest niður til að gera viku­áætlun­ina er mik­il­vægt að at­huga hvað er til nú þegar. Kíktu í skáp­ana, ís­skáp­inn og fryst­inn áður en þú út­býrð inn­kaupal­ist­ann.

Með þessu munt þú draga úr mat­ar­sóun því þú munt ekki óvart kaupa hrá­efni sem þú hafðir þegar við hönd­ina. Þetta get­ur einnig gefið þér inn­blást­ur að þeim máltíðum sem þú vilt hafa á mataráætl­un­inni.

Skoðaðu til­boðsaug­lýs­ing­ar mat­vöru­versl­ana

Það er skyn­sam­legt að skoða aug­lýs­ing­ar versl­ana áður en máltíð er skipu­lögð. Eins auðvelt og það er að sleppa þessu skrefi, sér­stak­lega þegar þú ert að flýta þér, þá skaltu forðast það eins og heit­an eld­inn.

Ef þú færð ekki aug­lýs­ing­ar send­ar heim til þín í pósti er ekk­ert mál að fletta upp til­boðum á vefsíðum mat­vöru­versl­ana. Notaðu þetta til að skipu­leggja máltíðirn­ar og í leiðinni spara nokkr­ar krón­urn­ar. Einnig er þetta gott tæki­færi til að fylla á fryst­inn ef hann er orðinn tóm­leg­ur.

Íhugaðu að vera með þema­daga

Til eru kjöt­laus mánu­dag­ur og taco-þriðju­dag­ur. Hvers vegna ekki hafa þá súpu­laug­ar­daga eða sal­atsunnu­daga? Þema alla daga vik­unn­ar með fyr­ir fram ákveðnum máltíðum hjálp­ar til við að draga úr vanga­velt­un­um um hvað á að vera í mat­inn. Þetta get­ur líka dregið úr út­gjöld­um ef þú birg­ir þig upp af al­geng­um hrá­efn­um.

Heimagert pasta er auðveldara en þú heldur í framkvæmd.
Heima­gert pasta er auðveld­ara en þú held­ur í fram­kvæmd. mbl.is/​Colour­box

Nýttu mat­inn í fleiri en eina máltíð

Orðið af­gang­ur ber með sér ákveðna bagga. Því er betra að not­ast við hug­takið að nýta mat­inn í fleiri en eina máltíð. Það þýðir þó ekki að borða þurfi sömu máltíðina marga daga í röð held­ur að hægt sé að nýta hluta af einni máltíð og end­ur­nýta í aðra máltíð.

Þetta fyr­ir­komu­lag gef­ur þér ekki aðeins for­skot á und­ir­bún­ing máltíðanna fyr­ir vik­una. Það ger­ir þér einnig kleift að kaupa hrá­efni í stærra magni, sem dreg­ur vana­lega úr út­gjöld­um.

Veldu máltíðir sem sam­an­standa af ein­um rétti

Hvað eiga pasta, pot­trétt­ir og bök­ur sam­eig­in­legt? Allt eru þetta ein­stak­ir rétt­ir sem geta þjónað sem heil máltið, þar sem þess­ir rétt­ir inni­halda sterkju, prótein og græn­meti.

Með því að elda slík­ar máltíðir þarf ekki að eyða pen­ing­um í viðbót­ar­hrá­efni til að bragðbæta marga aðskilda rétti. Auk þess spar­ar þú tíma við að vaska upp, fríðindi sem all­ir kunna að meta.

Verywell Family

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda