Eignaðist fimm börn á þremur árum

Hjónin Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi eignuðust fimm börn á …
Hjónin Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi eignuðust fimm börn á þremur árum. Samsett mynd

Eft­ir að hafa glímt við frjó­sem­is­vanda eignuðust dönsku hjón­in Michelle Meier-Morsi og Mark Morsi fimm börn á þrem­ur árum, tví­bura­stúlk­ur og þríbura­drengi. Það er því óhætt að segja að hjón­in hafi nóg að gera, en þau hafa vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum að und­an­förnu þar sem þau hafa gefið fylgj­end­um sín­um inn­sýn í fjöl­skyldu­líf sitt.

Árið 2018 tóku hjón­in á móti tví­bura­stúlk­um, en þegar Michelle varð ófrísk höfðu þau verið í tækni­frjóvg­un­ar­meðferð í rúmt ár. Stúlk­urn­ar komu í heim­inn eft­ir 37 vikna meðgöngu með keis­ara­sk­urði. 

Þrem­ur árum síðar eignuðust þau þríbura­drengi og eiga því fimm börn í dag. Á seinni meðgöng­unni vakti Michelle gríðarlega at­hygli á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún var dug­leg að deila mynd­um og mynd­skeiðum af lík­ams­breyt­ing­un­um sem fylgdu þríbur­ameðgöng­unni, en eitt af mynd­skeiðum henn­ar hef­ur fengið yfir 231 millj­ón áhorfa.

18 cm bil milli kviðvöðvanna

Meðgöng­urn­ar hafa tekið sinn toll á lík­ama Michelle, en hún hef­ur átt erfitt með að sætta sig við lík­ams­breyt­ing­arn­ar sem fylgdu meðgöng­unni, bæði lík­am­lega og and­lega. Kviðvöðvar henn­ar klofnuðu mikið á seinni meðgöng­unni, en hún deildi færslu nokkr­um mánuðum eft­ir fæðing­una og sagði bilið á milli kviðvöðva henn­ar vera hvorki meira né minna en 18 cm. 

„Mikið klofn­ir kviðvöðvarn­ir þýða að ég geng um með stöðuga verki í baki, maga, mjöðmum og neðri hluta kviðar. Og það er þreyt­andi að vera stans­laust með sárs­auka, það tek­ur svo mikla orku,“ skrifaði hún við eina af færsl­um sín­um á In­sta­gram. 

Þá seg­ir hún lík­ams­breyt­ing­arn­ar einnig hafa tekið mik­inn toll á lík­ams­ímynd og sjálfs­traust sitt. „Svo þoli ég ekki hvernig ég lít út. Ég lít niður eft­ir sturtu svo ég geti forðast að líta í speg­il. Ég geng ekki um nak­in leng­ur. Og mér þykir vand­ræðal­egt þegar Mark eða dæt­ur mín­ar horfa á nak­inn lík­ama minn eða snerta mag­ann minn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda