Molnar undan orðaforða og félagshæfni barna

„Við þurfum að vera meira saman og búa til sameiginlegar …
„Við þurfum að vera meira saman og búa til sameiginlegar minningar,“ segir Jón Pétur. Ljósmynd/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

„Við verðum að taka félagsfærnihlutverkinu alvarlega en svo er hitt að hlúa vel að tungumálinu okkar. Án félagsfærni og hæfni í íslensku mun tækifærum okkar fækka til muna.“

Þetta segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, í Skólablaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Þar tekur hann fram að íslenskan sé nú eitt brýnasta málið í skólasamfélaginu.

„Þannig að ég lít svo á að meginhlutverk okkar sé að börnin verði vel læs, hafi mikinn orðaforða og hugtakaskilning, geti komið hugsunum sínum í orð ásamt því að vera félagslega hæf. Það eru heilmikil verðmæti fólgin í þessu tvennu. Því miður hefur verið að molna undan þessu undanfarin ár sem er áhyggjuefni,“ segir Jón Pétur.

Engir tveir að gera það sama

„Við þurfum að vera meira saman og búa til sameiginlegar minningar. Á mörgum heimilum er það þannig að engir tveir gera það sama eða upplifa það sama. Einn er á YouTube, annar á TikTok, sá þriðji að horfa á mynd á Netflix og svo framvegis og allt á ensku.

Ég veit að það er kannski svolítil forræðishyggja en línuleg dagskrá þar sem allir horfa saman á eitthvað og geta rætt efnið eftir á er að mörgu leyti betri. Þá er fjölskyldan að upplifa eitthvað sameiginlegt og umræður skapast á íslensku sem eru mikilvægar fyrir málþroska og orðaforða að ekki sé talað um félagslega þáttinn.“

Eiga erfiðara með að tjá sig

Mannleg samskipti segir Jón Pétur aldrei hafa verið eins mikilvæg og einmitt núna, með tilkomu allra snjalltækjanna og umbúða- og samanburðarmenningarinnar sem sé allsráðandi.

„Það getur verið eins og vin í eyðimörkinni fyrir börn og ungmenni að komast í skugga úr sólinni og svala sálarþorsta sínum, sólin er þá samlíking fyrir samfélagsmiðlaheiminn sem getur verið krefjandi umhverfi. Það er mikið í gangi og ýmislegt sem þessir einstaklingar eru að pæla í og glíma við,“ segir hann.

„Með tilkomu snjalltækjanna virðist félagsfærni hafa minnkað, það sýna tölur. Börn, ungmenni og fullorðnir eiga erfiðara með að tjá sig beint við næstu manneskju og við það tapast ákveðinn vettvangur og tækifæri til að tjá tilfinningar sínar.

Tjáning yfir skjá getur auðveldlega misskilist eða rangtúlkast. Þörfin fyrir raunsamskipti er samofin mennsku okkar. Best er náttúrlega að börnin leiti til foreldranna en á unglingsaldri eru þau oft að reyna að slíta tengslin og þá getur góður kennari, námsráðgjafi, stjórnandi, stuðningsfulltrúi eða skólaliði verið mikilvægur.“

Nán­ar er rætt við Jón Pétur í Skólablaði Morgunblaðsins í dag.

María Stefánsdóttir stjórnmálafræðingur og markþjálfi prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins.
María Stefánsdóttir stjórnmálafræðingur og markþjálfi prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda