Molnar undan orðaforða og félagshæfni barna

„Við þurfum að vera meira saman og búa til sameiginlegar …
„Við þurfum að vera meira saman og búa til sameiginlegar minningar,“ segir Jón Pétur. Ljósmynd/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

„Við verðum að taka fé­lags­færni­hlut­verk­inu al­var­lega en svo er hitt að hlúa vel að tungu­mál­inu okk­ar. Án fé­lags­færni og hæfni í ís­lensku mun tæki­fær­um okk­ar fækka til muna.“

Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, aðstoðarskóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla, í Skóla­blaðinu sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.

Þar tek­ur hann fram að ís­lensk­an sé nú eitt brýn­asta málið í skóla­sam­fé­lag­inu.

„Þannig að ég lít svo á að meg­in­hlut­verk okk­ar sé að börn­in verði vel læs, hafi mik­inn orðaforða og hug­taka­skiln­ing, geti komið hugs­un­um sín­um í orð ásamt því að vera fé­lags­lega hæf. Það eru heil­mik­il verðmæti fólg­in í þessu tvennu. Því miður hef­ur verið að molna und­an þessu und­an­far­in ár sem er áhyggju­efni,“ seg­ir Jón Pét­ur.

Eng­ir tveir að gera það sama

„Við þurf­um að vera meira sam­an og búa til sam­eig­in­leg­ar minn­ing­ar. Á mörg­um heim­il­um er það þannig að eng­ir tveir gera það sama eða upp­lifa það sama. Einn er á YouTu­be, ann­ar á TikT­ok, sá þriðji að horfa á mynd á Net­flix og svo fram­veg­is og allt á ensku.

Ég veit að það er kannski svo­lít­il for­ræðis­hyggja en línu­leg dag­skrá þar sem all­ir horfa sam­an á eitt­hvað og geta rætt efnið eft­ir á er að mörgu leyti betri. Þá er fjöl­skyld­an að upp­lifa eitt­hvað sam­eig­in­legt og umræður skap­ast á ís­lensku sem eru mik­il­væg­ar fyr­ir málþroska og orðaforða að ekki sé talað um fé­lags­lega þátt­inn.“

Eiga erfiðara með að tjá sig

Mann­leg sam­skipti seg­ir Jón Pét­ur aldrei hafa verið eins mik­il­væg og ein­mitt núna, með til­komu allra snjall­tækj­anna og umbúða- og sam­an­b­urðar­menn­ing­ar­inn­ar sem sé alls­ráðandi.

„Það get­ur verið eins og vin í eyðimörk­inni fyr­ir börn og ung­menni að kom­ast í skugga úr sól­inni og svala sál­arþorsta sín­um, sól­in er þá sam­lík­ing fyr­ir sam­fé­lags­miðlaheim­inn sem get­ur verið krefj­andi um­hverfi. Það er mikið í gangi og ým­is­legt sem þess­ir ein­stak­ling­ar eru að pæla í og glíma við,“ seg­ir hann.

„Með til­komu snjall­tækj­anna virðist fé­lags­færni hafa minnkað, það sýna töl­ur. Börn, ung­menni og full­orðnir eiga erfiðara með að tjá sig beint við næstu mann­eskju og við það tap­ast ákveðinn vett­vang­ur og tæki­færi til að tjá til­finn­ing­ar sín­ar.

Tján­ing yfir skjá get­ur auðveld­lega mis­skil­ist eða rangtúlkast. Þörf­in fyr­ir raun­sam­skipti er samof­in mennsku okk­ar. Best er nátt­úr­lega að börn­in leiti til for­eldr­anna en á ung­lings­aldri eru þau oft að reyna að slíta tengsl­in og þá get­ur góður kenn­ari, náms­ráðgjafi, stjórn­andi, stuðnings­full­trúi eða skólaliði verið mik­il­væg­ur.“

Nán­ar er rætt við Jón Pét­ur í Skóla­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

María Stefánsdóttir stjórnmálafræðingur og markþjálfi prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins.
María Stef­áns­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur og markþjálfi prýðir forsíðu Skóla­blaðs Morg­un­blaðsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda