Snjallvagninn fræðir nemendur um netöryggi og kannar netnotkun þeirra

Lalli töframaður sér um að miðla fræðsluefni Snjallvagnsins til ungmenna …
Lalli töframaður sér um að miðla fræðsluefni Snjallvagnsins til ungmenna landsins.

Snjall­vagn­inn er fræðslu­verk­efni sem ferðast á milli grunn­skóla út um allt land til að vekja nem­end­ur til um­hugs­un­ar um hegðun sína og líðan á net­inu. Síðan 2020 hef­ur Snjall­vagn­inn heim­sótt skóla í Kópa­vogs­bæ, Ak­ur­eyri, Sauðár­króki, Ísaf­irði, Mos­fells­bæ og Reykja­vík. Í ár hafa sex skól­ar og yfir 700 nem­end­ur tekið þátt í verk­efn­inu og staldraði Snjall­vagn­inn fyrst við á Ísaf­irði. 

Fræðslu­efni Snjall­vagns­ins er kynnt af Lalla töframanni, sem nýt­ir sér bæði töfra og grín til að varpa ljósi á mik­il­væg mál­efni. Einnig nota hann mynd­ir og ýms­ar staðreynd­ir til að opna umræðuna við ungt fólk um tæki­fær­in sem sta­f­rænt um­hverfi býður upp á, hvernig á að hafa sam­skipti á net­inu og leiðir til að tak­ast á við áhætt­ur sem fylgja net­notk­un.

Verk­efnið er knúið af Huawei á Íslandi og unnið í sam­starfi við Heim­ili og skóla og SAFT, vakn­ingar­átak um ör­ugga og já­kvæða tölvu- og nýmiðlanotk­un barna og ung­menna á Íslandi.

Meira en 700 nemendur hafa hlustað á fræðslu Snjallvagnsins árið …
Meira en 700 nem­end­ur hafa hlustað á fræðslu Snjall­vagns­ins árið 2023.

Niður­stöður könn­un­ar á sta­f­rænni hæfni barna gefa margt já­kvætt til kynna

Auk fræðslunn­ar er gerð könn­un með það að mark­miði að kanna stöðu barna hvað varðar miðlanotk­un og sta­f­ræna hæfni þeirra. Þegar könn­un­inni er lokið fá þátt­tak­end­ur sér­sniðið ábend­inga­blað sem veit­ir gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um áhættu­hegðun og verk­færi til að nota netið með ábyrg­ari hætti. Einnig fá kenn­ar­ar upp­lýs­ing­ar um fjöl­miðlavenj­ur nem­enda sinna, ásamt hand­bók sem hægt er að nota til að rifja upp það efni sem rætt var um í fræðslunni.

Sam­kvæmt niður­stöðum nýj­ustu könn­un­ar­inn­ar, sem svarað var af 547 nem­end­um, nýta flest börn á aldr­in­um 10 til 16 ára netið til að horfa á mynd­bönd, hlusta á tónlist og til að spila tölvu­leiki. Nem­end­urn­ir virt­ust nokkuð vel að sér þegar kom að ör­ygg­is­mál­um á net­inu, þar sem 62% svar­enda forðast að deila lyk­il­orðum, 59% skoða tengla áður en ýtt er á þá og 65% vita að þeir þurfa leyfi til þess að deila mynd­um af öðrum en per­sónu­upp­lýs­ing­um annarra. Hins veg­ar sögðust 27% svar­enda vera með ólæst­an reikn­ing á sam­fé­lags­miðlum og 27% sögðust samþykkja vina­beiðnir frá ókunn­ug­um ef þeir ættu sam­eig­in­lega vini.

Nýjustu könnun Snjallvagnsins var svarað af 547 nemendum.
Nýj­ustu könn­un Snjall­vagns­ins var svarað af 547 nem­end­um. Ljós­mynd/​Nicolas Li­ber­salle

„Niður­stöður Snjallsvagns­ins eru mjög dýr­mæt­ar í umræðuna um netör­yggi barna og ung­menna. Hvernig börn nota og hegða sér á net­inu er orðið stærsta mál­efnið sem for­eldr­ar í dag, um all­an heim, eiga við. Það er ljóst að við sem sam­fé­lag þurf­um að bæta okk­ur til að gera netið að ör­ugg­um stað fyr­ir börn og ung­menni og til það ná því mark­miði þurf­um við öll að taka hönd­um sam­an. Börn, for­eldr­ar, mennta­yf­ir­völd, tæknifyr­ir­tæki og stjórn­völd,“ seg­ir Sig­urður Sig­urðsson, sér­fræðing­ur í miðlanotk­un barna hjá SAFT og Heim­ili og skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda