Óska eftir einstaklingum með köngulóafælni

Hægt er að leggja inn umsókn á heimasíðu Háskóla Íslands.
Hægt er að leggja inn umsókn á heimasíðu Háskóla Íslands. Samsett mynd

Sál­fræðiráðgjöf há­skóla­nema við Há­skóla Íslands býður nem­end­um og börn­um þeirra upp á sál­fræðiþjón­ustu á veg­um meist­ara­nema í sál­fræði. Nú í upp­hafi haust­miss­er­is fer fram þjálf­un meist­ara­nema í meðferð við ein­faldri fælni, og þá sér­stak­lega köngu­lóa­fælni, og er því óskað sér­sak­lega eft­ir nem­end­um við Há­skóla Íslands eða börn­um nem­enda með köngu­lóa­fælni. 

Á vefsíðu há­skól­ans kem­ur fram að boðið sé upp á einn­ar lotu meðferð við sér­tækri fælni sem sam­an­standi af u.þ.b. 40 mín­útna matsviðtali og meðferð sem stend­ur yfir í 90-180 mín­út­ur í einni lotu. Alls eru 20 laus pláss í meðferðina. 

Fimm ein­kenni köngu­lóa­fælni:

  1. Mik­ill kvíði eða hræðsla við köngu­lær
  2. Köngu­lær vekja oft­ast sam­stund­is kvíða eða hræðslu
  3. Forðast oft­ast köngu­lær
  4. Kvíðinn eða hræðslan er meiri en köngu­lær gefa til­efni til
  5. Hræðslan hef­ur verið til staðar í meira en 6 mánuði
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda