„Kokteill“ fyrir mæður með barn á brjósti

Helga Gabríela Sigurðardóttir deildi á dögunum uppskrift af frábærum drykk …
Helga Gabríela Sigurðardóttir deildi á dögunum uppskrift af frábærum drykk fyrir mæður með barn á brjósti. Samsett mynd

Helga Gabríela Sigurðardóttir kokkur deildi á dögunum uppskrift af frábærum „kokteil“ fyrir mæður með barn á brjósti. Helga Gabríela eignaðist sitt þriðja barn í júlí síðastliðnum.

„Extra góður kokteill fyrir mæður með barn á brjósti, og líka bara snilldar „pick me up“ drykkur á daginn í staðinn fyrir að fá sér kaffibolla,“ skrifaði Helga Gabríela við myndskeið þar sem hún sýndi uppskriftina. 

Drykkurinn kallast „adrenal-kokteil“ og á að vera góður fyrir nýrnahetturnar og koma jafnvægi á sölt í líkamanum. Í honum eru tvö helstu steinefnasöltin (e. electrolytes) sem halda meðal annars vökvajafnvægi líkamans í jafnvægi. 

Adrenal-kokteill að hætti Helgu Gabríelu

Hráefni fyrir einn drykk:

230 ml kókosvatn

1/4 tsk gott salt 

Safi úr 1/2-1 sítrónu (eða öðrum sítrus ávexti)

Aðferð:

  1. Settu klaka í glas (valkvætt)
  2. Bættu kókosvatninu og safa úr sítrus ávexti út í glasið
  3. Settu nokkrar klípur af salti út í glasið
  4. Öllu er hrært saman með röri eða skeið og svo bara njóta!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda