Brúðkaup og jákvætt þungunarpróf sömu helgi

Stóri bróðirinn Arnar Máni er ánægður með systur sínar rétt …
Stóri bróðirinn Arnar Máni er ánægður með systur sínar rétt eins og foreldrarnir Sara og Jón. Ljósmynd/Eygló Lilja

Sara Hlín Hilm­ars­dótt­ir á tví­bura dæt­urn­ar Ka­ritas Mó­eyju og Re­bekku Míu með eig­in­manni sín­um Jóni Inga Benteins­syni. Sara eignaðist sitt fyrsta barn 22 ára. Hún seg­ir að tví­bur­ameðgang­an hafi verið auðveld­ari en þegar hún gekk með frumb­urðinn Arn­ar Mána Ara­son.

„Þegar ég gekk með Arn­ar Mána var ég bara 22 ára krakki og vissi ekk­ert hvað ég var að fara út í. Einnig var ég ekki í góðu sam­bandi og varð mjög þung­lynd á meðgöng­unni og fannst í raun öm­ur­legt að vera ólétt. Í þetta sinn var ég tíu árum eldri og vitr­ari og á svo góðum stað í líf­inu og naut mín í botn að vera ólétt. Að öðru leyti er helsti mun­ur­inn að maður er í mun þétt­ara eft­ir­liti enda er tví­bur­ameðganga tal­in áhættumeðganga. Í kring­um 30. viku töldu lækn­arn­ir að stelp­urn­ar væru veru­lega vaxt­ar­skert­ar, sér­stak­lega tví­buri A (Ka­ritas), og var ég þá sett í enn þétt­ara eft­ir­lit. Svo ég fékk ótrú­lega góða þjón­ustu alla meðgöng­una og fannst gott að hafa svona mikið ut­an­um­hald, sem maður hafði ekki á fyrri meðgöngu.“

Gat ekki hugsað sér að missa einu sinni enn

Þegar Sara varð ólétt að frumb­urðinum Arn­ari Mána hætti hún á pill­unni og son­ur­inn kom und­ir í næsta hring og allt gekk vel. Hún bjóst ekki endi­lega við öðru en annað kom á dag­inn.

„Frá því að ég hætti á pill­unni og þangað til ég verð ólétt að stelp­un­um þá leið tæpt ár. En ég missti tvisvar áður en ég verð ólétt að stelp­un­um. Það tók mikið á sál­ina og ferlið var sér­stak­lega erfitt því ég var greind með en­dómetríósu og það eina sem hélt niðri ein­kenn­un­um hjá mér var að vera á pill­unni. Svo í tæpt ár var ég kval­in af endó­verkj­um nán­ast dag­lega og þurfti nokkr­um sinn­um að leita á bráðamót­tök­una í verkj­astill­ingu.

Ég var sem bet­ur fer hjá ofboðslega góðum kven­sjúk­dóma­lækni sem studdi okk­ur í einu og öllu í þessu ferli og vildi allt fyr­ir okk­ur gera. Und­ir það síðasta var ég samt al­veg við það að gef­ast upp, enda langþreytt á því að vera enda­laust verkjuð og gat ekki hugsað mér að missa enn einu sinni. Í apríl 2022 ætluðum við að gifta okk­ur svo við ákváðum að fókusa frek­ar á það held­ur en að reyna að verða ólétt. Við gift­um okk­ur á föstu­degi og þegar við kom­um heim á sunnu­degi þá ákveð ég að taka próf og það er já­kvætt! Ég hef strax sam­band við kven­sjúk­dóma­lækn­inn minn til að kom­ast í blóðprufu og staðfesta þung­un­ina. Blóðpruf­urn­ar komu vel út, gild­in héldu áfram að hækka og allt leit út fyr­ir að vera að ganga upp. Ég þorði samt ekki að taka neina sénsa á því að missa aft­ur svo ég óskaði eft­ir því að vera sett á stera og prógesterónstíla en ég hafði heyrt að það gæti hjálpað til við að halda. Einnig tók ég hjarta­magnyl og fólín­sýru og ég vil meina að allt þetta hafi gert það að verk­um að ég náði loks­ins að halda þung­un­inni.“

Tvíburasysturnar Karitas Móey og Rebekka Mía eru krútt
Tví­bura­syst­urn­ar Ka­ritas Móey og Re­bekka Mía eru krútt Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig leið ykk­ur þegar kom í ljós að þið ættuð ekki bara von á einu barni held­ur tveim­ur?

„Þegar ég var að reyna að verða ólétt þá hafði lækn­ir­inn minn sett mig á lyf sem heit­ir Letrozole sem hjálp­ar til við að fram­kalla egg­los. Hann varaði mig við að það gæti ýtt und­ir mögu­leik­ann á fjöl­bur­um en ég í raun pældi ekk­ert í því. Við mæt­um svo í snemm­són­ar og þá sjást tveir sekk­ir. Það eina sem við gát­um sagt þegar við kom­um út bíl eft­ir són­ar­inn var fokk. Það var vissu­lega sjokk en við vönd­umst fljótt til­hugs­un­inni og sjokkið breytt­ist í spennu.“ 

Leið ótrú­lega vel í fæðing­unni

Sara var sett af stað á 35. viku vegna þess að tví­bur­arn­ir voru tald­ir veru­lega vaxt­ar­skert­ir.

„Ég mætti upp á Land­spít­ala um morg­un­inn 7. des­em­ber en ég mátti ekki eiga ann­ars staðar en þar þar sem ég var í áhættumeðgöngu. Lítið gerðist þann dag­inn, næsta morg­un var belg­ur­inn hjá tví­bura A sprengd­ur og þá fór allt á fullt. Ég lendi í blóðþrýst­ings­falli eft­ir það og það var í eina skipti í fæðing­unni sem mér leið illa. Lækn­arn­ir fóru þá strax á fullt í að dæla í mig vökva og fleira og fljót­lega leið mér mun bet­ur. Það er mælt með því að kon­ur fái mænu­deyf­ingu í tví­burafæðingu svo ég var mjög vel verkj­astillt all­an tím­ann. Ég náði líka að anda mig vel í gegn­um verk­ina og Jón var mín stoð og stytta á kant­in­um. Mér leið ótrú­lega vel, fannst ég vera 100% við stjórn all­an tím­ann og fannst allt ferlið í raun bara ótrú­lega vald­efl­andi.

Ka­ritas fæðist síðan rétt fyr­ir klukk­an níu um kvöld 8. des­em­ber. Strax í kjöl­farið fæ ég tvo fæðing­ar­lækna upp í rúm til mín sem halda við kúl­una til að reyna að koma í veg fyr­ir að tví­buri B myndi snúa sér, en það vill oft ger­ast í kjöl­farið á fæðingu A þegar B er kom­inn með meira pláss. En allt kom fyr­ir ekki, tví­buri B snýr sér í sitj­andi stöðu og ekk­ert gekk að snúa hon­um. Ég fæði því Re­bekku í sitj­andi stöðu fimm mín­út­ur yfir níu. Þar sem þær voru svo smá­ar þá áttu þær erfitt með að halda blóðsykr­in­um uppi og skipt­ust því á að eyða tíma uppi á vöku­deild. En þær voru ótrú­lega sterk­ar og voru fljót­ar að bragg­ast og við feng­um því að fara heim eft­ir að hafa aðeins verið þrjá daga uppi á deild.“

Systurnar glænýjar.
Syst­urn­ar glæ­nýj­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru eins tví­eggja og þær ger­ast

Hvað er skemmti­leg­ast við að eiga tví­bura?

„Það er svo ynd­is­legt að sjá þeirra sam­band mynd­ast og styrkj­ast. Það eru því­lík for­rétt­indi fyr­ir tví­bura að eiga ávallt leik­fé­laga og vin í gegn­um lífið. Það er líka aldrei dauð stund á okk­ar heim­ili og ég elska það.“

En hver er helsta áskor­un­in?

„Maður er alltaf með sam­visku­bit yfir því að maður sé ekki að sinna öll­um börn­un­um nóg, að hvert og eitt fái ekki jafn mik­inn gæðatíma með manni. Það er líka ótrú­lega erfitt ef þær eru báðar grát­andi, til dæm­is þegar þær eru veik­ar, og maður nær ekki að hugga báðar í einu. Sem bet­ur hafa þær verið ótrú­lega þægi­leg ung­börn og gráta ekki mikið.“

Sjái þið mun á dætr­un­um?

„Við segj­um oft að þær séu eins tví­eggja og þær ger­ast, að þær gætu í besta falli verið fjar­skyld­ar frænk­ur. Ka­ritas er mun drama­tísk­ari og há­vær­ari. Hún er sátt svo lengi sem hún hef­ur alla manns at­hygli, alltaf, sem er svo­lítið erfitt þegar maður er tví­buri. Re­bekka er hins veg­ar mun yf­ir­vegaðri og ró­legri. Hún get­ur dundað sér enda­laust og oft veit maður ekki af henni. Hún ber samt nafn með rentu og get­ur verið al­gjör Mía litla með skemmti­leg­um prakk­ara­skap.“

Hjónin Sara Hlín Hilmarsdóttir og Jóni Ingi Benteinsson þurftu að …
Hjón­in Sara Hlín Hilm­ars­dótt­ir og Jóni Ingi Benteins­son þurftu að hafa fyr­ir því að eign­ast þær Ka­ritas Mó­eyju og Re­bekku Míu. Ljós­mynd/​Eygló Lilja

Hef­ur kjark til að standa með sjálfri sér

Hvernig geng­ur að sinna stóra bróður og tveim­ur litl­um börn­um?

„Það hjálp­ar vissu­lega að hann sé orðinn tíu ára og sýn­ir því aðstæðum bet­ur skiln­ing. Hann er ótrú­lega góður með þær og dug­leg­ur að hjálpa til, enda sjá þær ekki sól­ina fyr­ir bróður sín­um. En við reyn­um að gera eitt­hvað með hon­um á meðan þær taka lúr og einnig á kvöld­in þegar þær eru sofnaðar fyr­ir nótt­ina. Síðan sit ég alltaf inni hjá hon­um þegar hann fer að sofa og þá eig­um við góða stund bara við tvö að spjalla um dag­inn og veg­inn fyr­ir svefn­inn. Það er svona okk­ar kós­í­stund. Svo reyn­um við Jón að fara öðru hverju eitt­hvað sam­an bara með hann og fá þá pöss­un fyr­ir stelp­urn­ar. Þá för­um við í bíó, keilu eða eitt­hvað annað skemmti­legt svo hann fái að eiga tíma bara með okk­ur.“

Hef­ur þú þrosk­ast sem for­eldri síðan þú eignaðist þitt fyrsta barn?

„Það er al­veg tvennt ólíkt að eiga barn 22 ára og 32 ára. Fyr­ir utan það að maður auðvitað veit meira hverju maður á að bú­ast við í seinna skiptið og er því bet­ur und­ir­bú­inn að þá hef­ur maður líka bara meira bein í nef­inu og er óhrædd­ari við að segja sína skoðun, sér­stak­lega við lækna og ljós­mæður. Ég var til dæm­is harðákveðin að gefa ekki brjóst í þetta sinn og var óhrædd við að tjá öll­um það og láta skrá það í mæðraskrána mína. Ég mjólkaði aldrei al­menni­lega með strák­inn og vesenaðist með brjósta­gjöf­ina í sex mánuði áður en ég gafst upp. Ef ég hefði þorað að standa upp fyr­ir sjálfri mér hefði ég hætt þessu miklu fyrr.
Maður hef­ur líka meiri þol­in­mæði eft­ir því sem maður verður eldri og gild­in manns breyt­ast. Maður kann mun bet­ur að meta gæðastund­irn­ar með fjöl­skyld­unni og alla þessa litlu hluti sem gefa líf­inu lit,“ seg­ir Sara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda