Óvænt uppgötvun á Taílandi eftir föðurmissi

Hárprúð dóttir Salvarar kom í heiminn í ágúst.
Hárprúð dóttir Salvarar kom í heiminn í ágúst. Samsett mynd

Sal­vör Eyþórs­dótt­ir eignaðist sitt fyrsta barn ný­verið með sam­býl­is­manni sín­um Óla Ólafs­syni, en þau höfðu reynt að eign­ast barn í rúm­lega tvö ár. Parið flaug til Taí­lands und­ir lok síðasta árs í kær­komið frí eft­ir frá­fall föður Sal­var­ar og var það hinn 1. des­em­ber í fyrra sem þau komust að því að lít­ill leynif­arþegi var með í för. Hár­prúð stúlka fædd­ist par­inu í síðasta mánuði og er Sal­vör á fullu að læra á lífið sem móðir enda nýr raun­veru­leiki tek­inn við. 

Ásamt því að sinna móður­hlut­verk­inu að mik­illi natni er hin 27 ára gamla Sal­vör að bæta við mennt­un sína sem íþrótta­fræðing­ur, en hún hef­ur verið að sér­hæfa sig í þjálf­un kvenna á meðgöngu og eft­ir fæðingu enda jókst áhugi henn­ar á kven­lík­am­an­um og hreysti á meðgöng­unni. 

„Mér datt ekki í hug að ég væri ófrísk“

Ólétt­an reynd­ist Sal­vöru óvænt en ynd­is­leg gjöf en hún hafði ný­verið misst föður sinn og var þetta því erfiður tími í lífi henn­ar og fjöl­skyld­unn­ar. Faðir Sal­var­ar, Eyþór Bald­urs­son flug­stjóri, var bráðkvadd­ur hinn 10. októ­ber 2022. Hún seg­ir það sér­staka upp­lif­un að hafa kom­ist að því að hún væri barns­haf­andi en að það hafi komið sér mjög svo á óvart. 

„Þetta var ólýs­an­leg og ógleym­an­leg stund,“ seg­ir Sal­vör um augna­blikið þegar hún komst að því að væri barns­haf­andi. „Og það skemmti­lega er að ég tók upp eig­in viðbrögð þegar ég komst að þessu þar sem ég fann á mér að eitt­hvað væri í gangi.“ Sal­vör deildi hjart­næma augna­blik­inu með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram.

„Ég var stödd í fríi ásamt kær­ast­an­um mín­um í Taílandi, en þangað héld­um við stuttu eft­ir að faðir minn lést til þess að kom­ast í annað um­hverfi og reyna að slappa aðeins af,“ út­skýr­ir hún. 

„Við höfðum reynst að eign­ast barn í rúm­lega tvö ár en það gekk mjög brös­ug­lega og tók sinn toll á okk­ur. Það var svo hinn 1. des­em­ber í fyrra, um­vaf­in feg­urð Taí­lands, að ég vakna um morg­un­inn og byrja að leggja sam­an tvo og tvo. Ég var búin að upp­lifa ýmis ein­kenni síðastliðna daga án þess að átta mig al­menni­lega á þeim,“ seg­ir Sal­vör. 

Salvör var dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlum frá meðgöngunni …
Sal­vör var dug­leg að birta mynd­ir á sam­fé­lags­miðlum frá meðgöng­unni enda ynd­is­leg­ur tími. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

„Í flug­inu frá Dan­mörku til Bang­kok, sem tók heil­ar 13 klukku­stund­ir, þurfti ég mjög reglu­lega að nota sal­ernið og mun oft­ar en ég er vön. Ég sat í glugga­sæti, Óli í miðju­sæt­inu og mjög þreytt kona við gang­inn sem ég þurfti því miður að vekja oft­ar en einu sinni, tvisvar og þris­var þar sem ég þurfti enda­laust að kom­ast á sal­ernið. Þetta urðu það marg­ar kló­sett­ferðir að við enduðum á því að skipta um sæti svo hún fengi svefnfrið fyr­ir „lát­un­um“ í mér,“ seg­ir Sal­vör. En hún upp­lifði einnig mikla svengd á næt­urn­ar og þegar skötu­hjú­in keyrðu um hol­ótt­ar göt­ur Taí­lands fannst henni hún finna óþarf­lega mikið til í brjóst­un­um. 

„Já, mér datt ekki í hug að ég væri ófrísk þrátt fyr­ir að vera að upp­lifa ein­hver af al­geng­ustu ein­kenn­um sem kon­um finna fyr­ir í upp­hafi meðgöngu. 

Hvernig var að segja þínum nán­ustu gleðitíðind­in?

„Það var ynd­is­legt! Okk­ar nán­ustu voru að bíða eft­ir þess­um tíðind­um enda vor­um við mjög opin með að ræða þetta og svöruðum heiðarlega þegar og ef fólk spurði.

Fjöl­skyldu og vin­um datt samt ekki í hug að þetta myndi ger­ast á þess­um tíma­punkti þar sem ég var að ganga í gegn­um þenn­an mikla missi og sorg­ar­ferli,“ seg­ir Sal­vör.

Salvör komst að því að hún væri barnshafandi í Tælandi.
Sal­vör komst að því að hún væri barns­haf­andi í Tæl­andi. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

„Hugs­ar alltaf vel um sína konu“

Sal­vör og Óli hafa verið par í þrjú ár en þau hnutu um hvort annað á sam­fé­lags­miðlum. „Við höfðum vitað af hvort öðru í smá­tíma og fylgst með úr fjar­lægð. 

Parið átti góðar stundir í Tælandi.
Parið átti góðar stund­ir í Tæl­andi. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

Um leið og við byrjuðum að spjalla áttuðum við okk­ur fljót­lega á því að mæður okk­ar væru ná­grann­ar og höfðum við því reglu­lega rek­ist á hvort annað í gegn­um árin,“ seg­ir Sal­vör, en eft­ir þessa ánægju­lega upp­götv­un fór parið á stefnu­mót og skellti sér í róm­an­tísk­an göngu­túr í haust­blíðunni og hef­ur verið óaðskilj­an­legt frá þeim tíma. 

Hvernig var maki þinn á meðgöng­unni?

„Hann sýn­ir mér ávallt ómæld­an stuðning. Það skipt­ir engu máli hvort að ég sé barns­haf­andi eða ekki, hann hugs­ar alltaf vel um sína konu,“ seg­ir Sal­vör. „Ég þurfti mikið á hon­um að halda fyrstu vik­urn­ar þar sem ég var enn að átta mig á frá­fall­inu og upp­lifði mikla ógleði og upp­köst í tengsl­um við meðgöng­una. 

Það er ótrú­lega skrýtið að ganga í gegn­um eitt það versta sem lífið býður upp á og sömu­leiðis það besta sem þú get­ur hugsað þér og það á sama tíma. Mér þótti þar af leiðandi ómet­an­legt að hafa Óla mér við hlið, hann hjálpaði mér að ná aft­ur jafn­vægi og leyfði mér að finna gleðina,“ seg­ir Sal­vör. 

Salvör og Óli hafa verið par í þrjú ár.
Sal­vör og Óli hafa verið par í þrjú ár. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

Sérðu maka þinn með öðrum aug­um eft­ir barns­b­urð?

„Að sjá hann með dótt­ur okk­ar fyll­ir hjartað mitt af svo mik­illi ást og kær­leik. Hann þurfti að taka við móður­hlut­verk­inu fyrstu vik­urn­ar þar sem ég var lögð inn á sjúkra­hús, en ég fékk brjósta­bólgu og varð fár­veik. Óli sá því um næt­ur­gjaf­ir með pela og bleyju­skipti á meðan ég þurfti að pumpa mig til að losa um stífl­ur,“ seg­ir Sal­vör. 

Hreyf­ing skipt­ir máli á meðgöng­unni

Heilsa og hreyf­ing spila stór­an þátt í lífi Sal­var­ar sem set­ur heils­una, jafnt and­lega sem lík­am­lega, ávallt í for­gang. Hún er menntaður íþrótta­fræðing­ur og hef­ur getið sér gott orðspor sem bæði einkaþjálf­ari og hópa­tíma­kenn­ari. 

Sal­vör var iðin við að hreyfa sig á meðgöng­unni en fyrstu fjór­ir mánuðirn­ir reynd­ust henni erfiðir vegna meðgönguógleði. „Meðgang­an gekk vel, það er ef ég mínusa fyrstu 16 vik­urn­ar,“ seg­ir Sal­vör og hlær. 

„Ég er ein af þeim sem fékk rosa­lega meðgönguógleði og eyddi fyrstu mánuðunum rúm­liggj­andi, það reynd­ist mér virki­lega krefj­andi en ég sinnti vinnu og þörf­um viðskipta­vina eft­ir bestu getu. Ég deildi þó litla leynd­ar­mál­inu mínu með flest­um þeirra mjög snemma enda þurfti ég reglu­lega að bregða mér frá eða tylla mér vegna verkja eða ógleði. 

Þetta gekk eins og smurt eft­ir 16. viku og gat ég stundað reglu­lega hreyf­ingu al­veg fram að fæðing­ar­degi dótt­ur minn­ar. Dag­leg­ir göngu­túr­ar gerðu gæfumun­inn fyr­ir mig. Ég fór í 3-8 kíló­metra göngu­túra og viðraði bumb­una í sum­ar­blíðunni en þá daga sem ég fór í rækt­ina þá hélt ég mig við þægi­lega þyngd­ir og ein­blíndi á æf­ing­ar sem styrkja kviðsvæðið,“ seg­ir Sal­vör, en hún seg­ir dag­leg­ar æf­ing­ar hafa hjálpað sér að und­ir­búa lík­ama og sál fyr­ir fæðing­una. 

Salvör var með heilsuna í forgangi á meðgöngunni.
Sal­vör var með heils­una í for­gangi á meðgöng­unni. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

„Ég er nokkuð viss um að ef ég hefði ekki haldið mig við svipaða rútínu og hreyft mig eins og áður þá hefðu komið upp lík­am­leg­ir kvill­ar eins og grind­argliðnun, bak­verk­ir og þess hátt­ar. Ég var al­veg laus við alla lík­am­lega verki út meðgöng­una og er mjög þakk­lát fyr­ir það. Sömu­leiðis var ég fljót að jafna mig eft­ir fæðing­una,“ út­skýr­ir hún. 

„Fæðing­in var draumi lík­ast“

Um kvöld­mat­ar­leiti hinn 10. ág­úst síðastliðinn byrjaði Sal­vör að upp­lifa fæðing­ar­hríðir. „Sjálf fæðing­in var draumi lík­ast en það sama get ég ekki sagt um hríðirn­ar,“ seg­ir hún og hlær. „Ég var með sár­ar hríðir í 17 klukku­stund­ir áður en ég fékk að byrja að rembast en fæðing­in gekk eins og í sögu og tók aðeins 26 mín­út­ur.“

Salvör segir hríðirnar hafa verið ansi sárar og erfiðar að …
Sal­vör seg­ir hríðirn­ar hafa verið ansi sár­ar og erfiðar að kom­ast í gegn­um. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

„Það sem kom mér einna helst á óvart var hversu fal­leg stund þetta var. All­ir í kring­um þig vilja hjálpa og standa með þér. Sam­býl­ismaður minn og móðir mín voru viðstödd fæðing­una og án þeirra hefði ég aldrei kom­ist í gegn­um þetta. Þau voru með haus­inn rétt skrúfaðan og voru rétta teymið til þess að aðstoða mig enda ekk­ert grín að standa á hliðarlín­unni og horfa á mann­eskj­una sem þú elsk­ar mest í heim­in­um kvelj­ast,“ seg­ir Sal­vör sem er óend­an­lega þakk­lát fyr­ir fjöl­skyld­una sína. 

Fyrstu stund­irn­ar eft­ir fæðing­una liðu eins og í þoku. „Fyrstu klukku­tím­arn­ir voru stút­full­ir af til­finn­ing­um, góðum til­finn­ing­um og ein­hverju sem ég hafði aldrei upp­lifað fyrr. Ég var svo feg­in að sjá þessa hár­prúðu dömu og spennt að kynn­ast henni,“ seg­ir Sal­vör.

„Það sem þetta er fyrsta barn okk­ar Óla og ég ör­verpið í fjöl­skyld­unni minni þá vissi ég ekki beint hvað ég átti að gera. Ég hef ekki einu sinni skipt um bleyju fyrr,“ seg­ir hún og hlær. „Þetta kom þó um leið, nátt­úru­leg­ur hæfi­leiki,“ seg­ir hin nýbakaða móðir.

Sætar mæðgur.
Sæt­ar mæðgur. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

Hvað ætl­ar þú að leggja áherslu á í upp­eld­inu?

„Mig lang­ar að reyna að verða eins og for­eldr­ar mín­ir. Ég er virki­lega sátt með upp­eldið sem ég fékk og það rætt­ist bara ágæt­lega úr mér. Sjálf á ég ekk­ert nema góðar og fal­leg­ar minn­ing­ar frá mín­um yngri árum.

For­eldr­ar mín­ir voru dug­leg­ir að taka upp mynd­bönd á gömlu góðu upp­töku­vél­ina sem ég get horft á í dag og eig­um við yfir 30 VHS-spól­ur. Ég hef alltaf jafn gam­an af því að horfa á þær og rifja upp þess­ar minn­ing­ar, sér­stak­lega nú þegar pabbi er far­inn,“ seg­ir hún.

„Pabbi og mamma voru bæði mjög ró­leg og yf­ir­veguð. Ég átti mjög gott og traust sam­band við þau. Við vor­um bestu vin­ir alla tíð. Ég vil eiga þannig sam­band við dótt­ur mína, að hún geti leitað til mín og sagt mér allt sem henni dett­ur í hug án þess að verða gagn­rýnd. Ég vil hún að hún viti að ég sé ávallt til staðar fyr­ir hana og henn­ar stærsti stuðningsaðili,“ seg­ir Sal­vör.

„Hún ræður hér ríkj­um“

Aðspurð seg­ir Sal­vör fyrsta barn um­turna lífi manns á marga vegu. „Ég hef verið mamma í rétt rúm­ar fjór­ar vik­ur og get leyft mér að segja að það sem breytt­ist var bók­staf­lega allt. Í dag er ég ekki leng­ur að hugsa mig um held­ur snýst líf mitt og til­vera um aðra mann­eskju. Dag­arn­ir snú­ast um þessa litlu mann­veru sem við Óli sköpuðum og eng­an ann­an. Hún ræður hér ríkj­um og við for­eldr­arn­ir fylgj­um henn­ar,“ seg­ir hún.

Það að verða for­eldri er lær­dóms­ríkt enda margt sem nýbakaðir for­eldr­ar kom­ast að þegar þeir fá barnið í fangið. „Það sem kom mér á óvart var hvað fyrstu vik­urn­ar taka mikið á and­lega. Ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt en það er ómögu­legt að átta sig á því hversu erfitt þetta raun­veru­lega er.

Dóttir Salvarar og Óla.
Dótt­ir Sal­var­ar og Óla. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

Ég tel mig vera and­lega sterka mann­eskju með haus­inn rétt skrúfaðan á, en þegar þú ert að upp­lifa áhrif horm­óna í kjöl­far fæðing­ar og einnig að sinna korna­barni sem þér finnst þú ekki kunna að meðhöndla get­ur þetta orðið ansi yfirþyrm­andi svona í byrj­un,“ seg­ir Sal­vör. „Fyrstu dag­arn­ir og brjósta­gjöf­in taka mikið á. Ég hef rætt við marg­ar kon­ur sem upp­lifðu ná­kvæm­lega það sama og ég. Þetta er erfitt og það þarf að opna umræðuna,“ seg­ir hún.

40 stiga hiti og sýkla­lyf í æð

Brjósta­gjöf­in gekk erfiðlega í byrj­un hjá ný­bökuðu móður­inni og endaði hún á spít­ala. „Dótt­ir mín var held­ur löt á brjóst­inu og sofnaði í hvert sinn þegar ég var að gefa henni, sama hvað við reynd­um. Sog­kraft­ur­inn var sterk­ur en hún kaus að nota brjóstið sem snuddu og fannst bara kósí að leggja sig þar. Sjálfri fannst mér þetta held­ur und­ar­legt þar sem nær­ing­ar­forðinn henn­ar frá fylgj­unni var við það að klár­ast og hefði hún átt að vilja vera á brjósti og við í keðju­gjöf­um, en svo var ekki,“ seg­ir Sal­vör.

„Ég enda á að fá stálma þar sem ég var ekki að ná að losa mjólk­ina út, en ég reyndi hvað sem ég gat til að losa um stálm­ann og leigði mér mjalta­vél en ekk­ert gekk. Brjóst­in byrjuðu að harðna enn frek­ar og mér fór að líða mjög skringa­lega.

Ég rauk upp í 40 stiga hita og fékk roða í brjóst­in sem voru orðin gler­hörð,“ seg­ir hún, en Sal­vör var sett á sýkla­lyfjakúr en eft­ir þrjá daga á lyfj­um leið henni ekk­ert bet­ur og var hún því lögð inn á spít­ala þar sem hún fékk sýkla­lyf í æð og dvaldi í nokkra daga. „Ég var ómskoðuð til að sjá hvort að sýk­ing­in væri búin að smit­ast í brjósta­púðana en sem bet­ur fer var það ekki.

Per­sónu­lega datt mér ekki í hug að þetta myndi ger­ast og svona auðveld­lega en það eru víst meiri lík­ur á því að fá brjósta­bólg­ur ef þú ert með brjósta­púða, sem ég er með, enda er það aðskota­hlut­ur í lík­am­an­um sem tek­ur við öll­um bólg­um,“ seg­ir Sal­vör.

„Sjálf var ég var al­gjör­lega búin á því, bæði and­lega og lík­am­lega. Ég gerði fátt annað á spít­al­an­um en að gráta þar sem mér fannst ég hafa brugðist dótt­ur minni,“ seg­ir hún. „Mér finnst að mæðravernd eigi að ræða um brjósta­gjöf til að kynna nýj­ar og verðandi mæður fyr­ir þessu mikla verk­efni og öllu því sem get­ur gerst og einnig farið úr­skeiðis. Það væri til­valið að ræða um brjósta­púða og brjósta­gjöf þar sem það er al­gengt í dag að vera með brjósta­púða.“

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir verðandi mæður?

„Kynntu þér allt sem snýr að brjósta­gjöf og fyrstu vik­um eft­ir barns­b­urð. Gerðu sömu­leiðis ráð fyr­ir því að allt gangi ekki eins og smurð vél, en leggðu áherslu á fyrstu vik­urn­ar og brjósta­gjöf­ina. Fæðing­in tek­ur oft­ast nær einn dag, hugsaðu um það sem kem­ur á eft­ir og leggðu áherslu á það.

Ég hvet einnig verðandi mæður að hreyfa sig á meðgöng­unni og fyr­ir íþrótta­álf eins og mig þá er gott að minna á að þetta er ekki tím­inn til þess að slá met í lyft­ing­um eða öðrum íþrótt­um. Á meðgöng­unni er mik­il­vægt að aðlaga hreyf­ing­una til að vernda lík­ama þinn en ekki til að ýta á hann og auka álag,“ seg­ir Sal­vör.

Sjálf ætlar Salvör að stunda mömmuþjálfun á þessum fyrstu mánuðum …
Sjálf ætl­ar Sal­vör að stunda mömmuþjálf­un á þess­um fyrstu mánuðum eft­ir fæðingu. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

„Rosa­lega spennt að fara aft­ur á æf­ingu“

Fljót­lega eft­ir fæðing­una fann Sal­vör fyr­ir mik­illi löng­un til að mæta í rækt­ina, enda henn­ar heima­völl­ur. Íþrótta­fræðing­ur­inn veit þó að það þarf að fara var­lega af stað í hreyf­ingu eft­ir barns­b­urð en til­hlökk­un­in að kom­ast aft­ur í hreyf­ing­argír­inn er mik­il.

„Ég er rosa­lega spennt að fara aft­ur á æf­ing­ar og er aðeins byrjuð að taka létt­ar styrktaræf­ing­ar heima til að koma mér af stað,“ seg­ir Sal­vör, en það er oft­ast mælt með því að mæður byrji að hreyfa sig um það bil sex vik­um eft­ir barns­b­urð.

„Það er oft talað um þess­ar sex vik­ur en ég er á því að nýbakaðar mæður byrji að hreyfa sig um leið og þær finna sig til­bún­ar til, bæði lík­am­lega og and­lega. Það þarf bara að hafa í huga að ef ein­stak­ling­ur­inn æfir án þjálf­ara að fara ekki of geyst af stað. Það gæti valdið skaða eða van­starf­semi í kviðvöðvum, þvagleka, grind­ar­verkj­um, bak­verkj­um og þess hátt­ar,“ seg­ir hún.

Salvör hafa verið fljót að komast aftur í fyrra form …
Sal­vör hafa verið fljót að kom­ast aft­ur í fyrra form og seg­ir það dag­leg­um göngu­túr­um og létt­um æf­ing­um að þakka. Ljós­mynd/​Sal­vör Eyþórs­dótt­ir

Sal­vör hyggst stunda mömmuþjálf­un og hlakk­ar henni mikið til að kynn­ast þess hátt­ar æf­ing­um og þjálf­un­araðferðum. „Mömmuþjálf­un er eitt­hvað sem ég ætla að stunda og sér­stak­lega núna þegar ég er að læra að þjálfa kon­ur á meðgöngu og eft­ir meðgöngu. Það er ómet­an­legt að hafa þjálf­ara sem þekk­ir kven­lík­amann og get­ur aðstoðað þig.

Ekki skemm­ir fyr­ir að maður er að æfa sam­hliða öðrum kon­um sem hafa upp­lifað það sama og þú og eru þær all­ar stadd­ar á svipuðum slóðum,“ seg­ir hún. „Þetta er frá­bær leið til að halda góðri heilsu og jafn­vel eign­ast vin­kon­ur og það kalla ég „win win““,seg­ir Sal­vör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda