Virkar stoðmjólk jafn vel og brjóstamjólk?

Móðir sendir inn spurningu og spyr hvort það sé í …
Móðir sendir inn spurningu og spyr hvort það sé í lagi að gefa barninu stoðmjólk einstaka sinnum. Dave Clubb/Unsplash

Helga Reyn­is­dótt­ir er ljós­móðir hjá Ljósu og ann­ar stofn­andi. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda mbl.is um allt sem teng­ist meðgöngu og fæðingu. 

Sæl­ar.

Mig langaði til þess að kanna brjósta­gjöf hjá 1árs +. Barnið fær brjóst kvölds og morgna og hef­ur verið að fá brjóstamjólk í pela ef móðir er ekki heima. Það tek­ur tíma að pumpa sig og best er að eiga þá í frysti fyr­ir óvænta pöss­un til dæm­is. Væri betra að fara að íhuga að stoðmjólk að kvöldi ef for­eldri er óvænt úti?

Kveðja, 

HG.

Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda.
Helga Reyn­is­dótt­ir ljós­móðir svar­ar spurn­ing­um les­enda. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Heil og sæl.

Það er í góðu lagi að barn á þess­um aldri fái stoðmjólk endr­um og eins en eins og þú seg­ir tek­ur það smá und­ir­bún­ing að pumpa sig til að eiga brjóstamjólk í frysti. 

Það er þó gott að prófa fyrst hvort barnið vilji ekki ör­ugg­lega drekka þá mjólk en sum börn eru með mjög sér­tæk­an smekk!

Ef þú ferð í burtu í lengri tíma þarftu að hand­mjólka þig eða pumpa til að viðhalda fram­leiðslu.

Gangi þér vel með þetta.

Kær kveðja,

Helga Reyn­is.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Helgu og ljós­mæðrun­um hjá Ljósu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda