„Að lifa lífi sínu í „beinni“ útsendingu tekur á“

Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla sendir foreldrum reglulega tölvupósta …
Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla sendir foreldrum reglulega tölvupósta með uppbyggilegum hugleiðingum. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Jón Pét­ur Zimsen aðstoðarskóla­stjóri í Rétt­ar­holts­skóla seg­ir að það taki mikla orku frá ung­ling­um að lifa lífi sínu í beinni út­send­ingu. Í pistli sem hann sendi á for­eldra kem­ur hann með til­lög­ur að því hvernig for­eldr­ar geti stutt við þá sem þau elska mest - börn­in sín. 

Nú eru ferðalög­in í 9. og 10. bekk búin, án snjallsíma, í þéttri og skemmti­legri dag­skrá. Fyr­ir alla er það kær­komið frelsi frá stans­lausu áreiti snjall­tækja sem hafa það að oft mark­miði að safna upp­lýs­ing­um um okk­ur og selja hæst­bjóðanda.

Það er nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust að ung­ling­arn­ir koma heim úr síma­laus­um ferðum og lýsa yfir ánægju með að geta ekki farið í sím­ann, það er um­hugs­un­ar­vert.

Að auki trufla þessi tæki oft svefn, bæði barna, ung­linga og full­orðinna og því afar mik­il­vægt að stjórna tækj­un­um en láta þau ekki stjórna okk­ur. Þreytt mann­eskja er ólík­legri að ár­angri og líður al­mennt verr. Að lifa lífi sínu í „beinni“ út­send­ingu tek­ur á og eyk­ur lík­ur á margskon­ar nei­kvæðum fylgi­fisk­um.

Allskon­ar at­b­urðir koma upp í skól­an­um og við finn­um að í því betri tengsl­um við eru í við nem­end­ur/​for­eldra því bet­ur geng­ur okk­ur bet­ur að leysa mál­in. Við vinn­um í því mark­visst að kynn­ast ung­ling­un­um og mynda tengsl við þá. Þannig auk­um við lík­ur á bættri vel­ferð og auk­um lík­ur á lífs­gæðum þeirra.

Á unglings­ár­um þrosk­ast krakk­arn­ir okk­ar frá því að vera börn yfir í ung­menni og svo unga full­orðna ein­stak­linga. Oft eru marg­ar áskor­an­ir á leiðinni og margskon­ar freist­inga og þá skipt­ir miklu máli að tengsl­in ykk­ar við ung­linga ykk­ar séu góð þannig að þeim finn­ist gott og ör­uggt að leita til ykk­ar.

Góð tengsl verða ekki sjálf­krafa til, það kost­ar vinnu að mynda og viðhalda þeim:

  • Talið við ung­ling­ana ykk­ar.
  • Verið inn í áhuga­mál­um þeirra.
  • Þekkið vini/​vin­kon­ur þeirra.
  • Hrósið þeim þegar þeir treysta ykk­ur fyr­ir per­sónu­leg­um mál­um.
  • Ekki bregðast við að hörku við mis­tök­um þeirra.
  • Ekki láta allt eft­ir þeim, setjið þeim mörk.
  • Ekki vera snjóplóg­ur, leyfið þeim með ykk­ar aðstoð, að tak­ast á við minni­hátt­ar nún­ing. Það ferli þrosk­ar alla og þjálf­ar fólk í að setja sig í spor annarra.
  • Ræðið við þau hvaða sögu þau vilja skrifa um sig sjálf á þess­um mót­un­ar­ár­um.
  • Spyrjið hvort þau hafi áhyggj­ur af ein­hverju og ræðið. Ekki stimpla áhyggj­ur/​kvíða sem smá­mál, í þeirra huga er þetta stór­mál. Ræðið lausn­ir.


Ef við erum í góðum tengsl­um við ung­ling­ana okk­ar græða all­ir. Hvað er meira virði en góð sam­skipti og tengsl við þau sem maður elsk­ar mest?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda