Nýjustu barnabækurnar bjóða upp alls kyns ævintýri

Það finna allir eitthvað fyrir sig.
Það finna allir eitthvað fyrir sig. Samsett mynd

Jóla­bók­sal­an fer á fullt á kom­andi vik­um og eru nýj­ustu titl­arn­ir þegar farn­ir að streyma inn í bóka­búðir. Marg­ar skemmti­leg­ar og spenn­andi barna­bæk­ur eru þar á meðal og inni­halda þær fjöl­marga skraut­lega karakt­era sem lenda í alls kon­ar óvænt­um æv­in­týr­um. 

Fjöl­skyldu­vef­ur­inn tók sam­an nokkr­ar barna­bæk­ur í til­efni vetr­ar­frís grunn­skól­anna. 

Skóla­slit 2: Dauð viðvör­un

Bók­in Skóla­slit 2: Dauð viðvör­un eft­ir Ævar Þór Bene­dikts­son er sjálf­stætt fram­hald met­sölu­bók­ar­inn­ar Skóla­slita. All­ir krakk­ar munu hafa gam­an af þess­ari stór­skemmti­legu og ógn­væn­legu sögu. 

Skjá­skot/​For­lagið

Furðufjall: Stjörnu­ljós

Verðlauna­rit­höf­und­ur­inn Gunn­ar Theo­dór Eggerts­son hef­ur gefið út þriðju og síðustu bók­ina í þess­um æsispenn­andi og ríku­lega myndskreytta bóka­flokki um Ímu og Andreas. Í þetta sinn er Andreasi rænt af álf­un­um en verra er að erkióvin­ur hans, prins­inn, hef­ur fundið Hul­ins­eyju og hygg­ur á hefnd­ir.

Skjá­skot/​For­lagið

13 hæða trjá­húsið

13 hæða trjá­húsið þeirra Adda og Tedda er stór­kost­leg­asta trjá­hús í heimi. Það er með keilu­höll, gegn­særri gler­sund­laug, laug með mannætu­hákörl­um, leyni­legri neðanj­arðar­rann­sókn­ar­stofu og syk­ur­púðavél sem elt­ir þig um allt og skýt­ur sjálf­krafa syk­ur­púðum upp í þig, hvenær sem þú finn­ur til svengd­ar. Þetta er stór­skemmti­leg bók eft­ir Andy Griffiths og í þýðingu Gunn­ars Kr. Sig­ur­jóns­son­ar. 

Skjá­skot/​Bóka­út­gáf­an Hól­ar

Mér líst ekk­ert á þetta

Bók­in Mér líst ekk­ert á þetta eft­ir Al­exöndru Dögg Steinþórs­dótt­ur fjall­ar um fyr­ir­fram­gefn­ar hug­mynd­ir og skoðanir, ímynd­un­ar­aflið og vinátt­una. Bók­in er fal­lega myndskreytt og hent­ar yngri les­end­um. 

Skjá­skot/​Bóka­beit­an

Skrímslavina­fé­lagið

All­ir vita að bestu leynd­ar­mál­in eru geymd í leyni­fé­lög­um. Þess vegna stofna Pét­ur og Stef­an­ía Skrímslavina­fé­lagið. Þegar þau finna dul­ar­fullt svart duft í skól­an­um sín­um fara leik­ar að æs­ast. Tóm­as Zoëga og Sól­rún Ylfa Ingimars­dótt­ir eiga heiður­inn af þess­ari fyndnu og fjör­ugu sögu sem á án efa eft­ir að kitla hlát­urtaug­ar les­enda á aldr­in­um 6 til 10 ára.

Skjá­skot/​For­lagið

Les­um um fugla 

Þessi bráðfal­lega bók eft­ir Árna Árna­son Hafstað er hugsuð fyr­ir börn sem far­in eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynnt­ar í stuttu máli um 70 teg­und­ir al­gengra fugla í ís­lenskri nátt­úru. Þetta er til­val­in bók fyr­ir börn og for­eldra til að lesa og eða skoða sam­an. 

Skjá­skot/​Bóka­út­gáf­an Hól­ar

Mömmu­skipti

Mömmu­skipti er önn­ur bók­in sem verðlauna­höf­und­arn­ir Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir og Hulda Sigrún Bjarna­dótt­ir skrifa sam­an. Bók­in fjall­ar um hana Lindu sem veit ekki al­veg hvernig hún á að vinna úr óvæntri sam­fé­lags­miðla­frægð sinni. Bók­in er stór­skemmti­leg og fjall­ar um eitt­hvað sem krakk­ar tengja án efa vel við. 

Skjá­skot/​For­lagið

Veik­inda­dag­ur

Veik­inda­dag­ur er æsispenn­andi hroll­vekja eft­ir þau Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur og Sig­mund Breiðfjörð. Sög­ur þeirra og magnaðar teikn­ing­ar hafa heillað les­end­ur um ára­bil en í þess­ari blóðugu bók halda þau á nýj­ar og hræðileg­ar slóðir. 

Skjá­skot/​Bóka­beit­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda