Eva Mendes í gestahlutverki í Blæju

Eva Mendes mun radda karakter í komandi þáttaröð af Blæju.
Eva Mendes mun radda karakter í komandi þáttaröð af Blæju. Samsett mynd

Hollywood-leik­kon­an Eva Mendes mun fara með gesta­hlut­verk í hinum vin­sælu og marg­verðlaunuðu barnaþátt­um Blæju (e. Blu­ey) í kom­andi þáttaröð. Leik­kon­an mun radda karakt­er jóga­kenn­ara í þætti sem ber heitið „Born Yester­day“. Þriðja þáttaröðin af Blæju fer í loftið í lok nóv­em­ber. 

Mendes er víst mik­ill aðdá­andi Blæju og hef­ur lýst aðdáun sinni á barna­efn­inu í viðtöl­um, en hún seg­ir þetta upp­á­haldsþátt sinn til þess að horfa á með eig­in­manni sín­um, leik­ar­an­um Ryan Gosl­ing, og dætr­um þeirra, Es­mer­öldu og Amödu. 

„Við elsk­um Blæju! Þátt­ur­inn skipt­ir miklu máli á okk­ar heim­ili,“ sagði Mendes í viðtali við ástr­alska fréttamiðil­inn Now To Love, en Blæja er ein­mitt áströlsk teikni­myndaþáttaröð sem hóf göngu sína árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda