Allt varð vitlaust í Kringlunni

Bjarni er hér á miðri myndinni en gríðarlegur mannfjöldi safnaðist …
Bjarni er hér á miðri myndinni en gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Kringlunni. Samsett mynd

Allt varð vit­laust í Kringl­unni á fimmtu­dag­inn þegar rit­höf­und­ur­inn Bjarni Fritz­son fagnaði út­gáfu nýj­ustu Orra Óstöðvandi bók­ar­inn­ar, Jól­in eru að koma. Bóka­flokk­ur­inn um Orra hef­ur verið einn vin­sæl­asti bóka­flokk­ur lands­ins um ára­bil og unnið bóka­verðlaun barn­anna í fjög­ur ár. 

Kringl­an var við það að springa þegar Bjarni heilsaði börn­um og for­ráðamönn­um þeirra. Viðtök­urn­ar komu hon­um á óvart. 

„Ég í sann­leika sagt, trúði vart mín­um eig­in aug­um þegar ég sá allt mann­hafið og fann bara fyr­ir svaka­legu þakk­læti og gleði. Gam­an að fá það beint í æð hversu spennt krakk­arn­ir eru fyr­ir bók­un­um,“ seg­ir Bjarni um viðtök­urn­ar í sam­tali við mbl.is. 

Boðið var upp á Orra óstöðvandi kök­ur þar sem krakk­arn­ir smökkuðu á upp­á­hald­skáp­unni sinni, svo var hægt að slá metið henn­ar Möggu Messi að halda á lofti, ásamt jóla­happ­drætti auk þess sem höf­und­ur­inn ljóstraði upp öll­um helstu leynd­ar­dóm­um um þau Orra og Möggu.

Boðið var upp á kökur með myndum af Orra óstöðvandi.
Boðið var upp á kök­ur með mynd­um af Orra óstöðvandi. Ljós­mynd/​Aðsend
Bjarni áritaði bækur og talaði við unga aðdáendur.
Bjarni áritaði bæk­ur og talaði við unga aðdá­end­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
Ótrúlega mörg börn mættu í Kringluna.
Ótrú­lega mörg börn mættu í Kringl­una. Ljós­mynd/​Aðsend
Foreldrar mættu með börnin sín.
For­eldr­ar mættu með börn­in sín. Ljós­mynd/​Aðsend
Bjarni var þakklátur fyrir hversu margir mættu.
Bjarni var þakk­lát­ur fyr­ir hversu marg­ir mættu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda