Óttast að missa barnið frá sér vegna ofbeldis fyrrverandi

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir því fyr­ir sér hvort hún þurfi að lifa í of­beld­is­sam­bandi við fyrri maka þangað til barn þeirra verður full­orðið. 

Sæl,

hvernig set­ur maður mörk gegn nars­is­ista? Nú deili ég barni (for­sjá og um­gengni) með ein­um slík­um og of­beld­is­hegðunin í gegn­um árin gagn­vart mér og mínu fólki virðist ein­hvern veg­inn aldrei ætla hætta.

Ég hef áhyggj­ur hvaða áhrif þetta mun hafa á nú­ver­andi hjóna­band og barnið mitt sem finn­ur það al­veg að for­eldr­ar eru ekki vin­ir. Grun­ar mig að það sé talað mjög illa um mig og mína þeim meg­in miðað við hegðun­ina og orðin sem viðkom­andi leyf­ir sér að segja og ger­ir í skrifuðum skila­boðum beint til okk­ar.

Er ég að lifa í of­beld­is­sam­bandi þar til barnið mitt er komið á full­orðins­ár ef ég ætla ekki að eiga í hættu að missa barnið frá mér?

Kveðja,

L.

Þarf foreldri að sætta sig við yfirgang fyrrverandi maka til …
Þarf for­eldri að sætta sig við yf­ir­gang fyrr­ver­andi maka til þess að halda friðinn? Vika Straw­berrika/​Unsplash

Sæl/​l L

Takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Það mik­il­væg­asta sem þú get­ur gert er að setja fyrr­ver­andi maka þínum skýr mörk. Hafa öll sam­skipti í lág­marki og ein­ung­is svara því sem skipt­ir máli og viðkem­ur barn­inu ykk­ar. Það er því miður lítið sem þú get­ur gert til þess að hafa áhrif á hvað fyrr­ver­andi maki þinn ger­ir og/​eða seg­ir. En ef þú tel­ur að orð hans og gjörðir hafi skaðleg áhrif á barnið ykk­ar (nei­kvætt tal um þig í eyru barns­ins) þá get­ur þú leitað til barna­vernd­ar, fengið ráð þaðan með hags­muni barns­ins ykk­ar að leiðarljósi.

Ég mæli með því að þú leit­ir til til dæm­is Bjarka­hlíðar, í þeirri von um að fá bjargráð í hend­urn­ar, en þar er um að ræða lágþrösk­uldaþjón­ustu og þarf því ekki til­vís­un frá öðrum aðilum til þess að fá viðtal. Bjark­ar­hlíð sinn­ir ein­stak­ling­um sem hafa sætt of­beldi og vilja vinna með af­leiðing­ar þess. Birt­ing­ar­mynd­ir of­beld­is eru af ýms­um toga og all­ir sem telja sig hafa upp­lifað of­beldi á einn eða ann­an hátt geta sótt sér þjón­ustu í Bjark­ar­hlíð.

Birt­inga­mynd­ir of­beld­is geta verið ýmis kon­ar:

  • And­legt of­beldi
  • Lík­am­legt of­beldi
  • Kyn­ferðis­legt of­beldi
  • Elti­hrell­ir
  • Fjár­hags­legt of­beldi
  • Van­ræksla viðkvæmra hópa
  • Sta­f­rænt of­beldi
  • Man­sal
  • Beint/​óbeint of­beldi gegn börn­um
  • Of­beldi sem fel­ur í sér mis­mun­un.

Bjark­ar­hlíð 

Einnig lang­ar mig að benda þér á vef­inn sam­vinna­eft­ir­skilnad.is en þar er um að ræða nám­skeið sem for­eldr­ar geta sótt með það að mark­miði að bæta sam­skipti sín á milli með hag barns­ins í fyr­ir­rúmi. En auðvitað þurfa báðir for­eldr­ar að vera í nokkuð góðu and­legu jafn­vægi og fara á þetta nám­skeið með opin hug.

Vona að þetta hafi eitt­hvað hjálpað þér. Með inni­legri von um betri tíð og bætt sam­skipti ykk­ar á milli.

Gangi þér vel! 

Bestu kveðjur, Tinna 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda