Skilnaður, börn & jólahátíðin

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf seg­ir að fólk þurfi að hugsa hvað sé skilnaðarbörn­um fyr­ir bestu þegar kem­ur að jól­um. Hún seg­ir að hátíðirn­ar séu gjarn­an tími kær­leika og friðar sem marg­ir bíða eft­ir í eft­ir­vænt­ingu. Í kjöl­far skilnaðar get­ur þessi tími verið erfiður fyr­ir mörg börn og jafn­vel kvíðvæn­leg­ur vegna allra þeirra breyt­inga sem hafa átt sér stað. 

Börn upp­lifa oft og tíðum ýms­ar til­finn­ing­ar og jafn­vel til­finn­ing­ar sem þau hafa ekki fundið fyr­ir áður þegar skilnaður á sér stað. Viðbrögð for­eldra geta haft mik­il áhrif á úr­vinnslu til­finn­inga og upp­lif­un barn­anna. Að tala við þau og hlusta á það sem þau hafa að segja er eitt það mik­il­væg­asta sem for­eldr­ar geta gert. Ekki neyða þau þó til að tjá sig held­ur spyrja reglu­lega hvernig þeim líður og vera til­bú­in til þess að ljá þeim eyra.

Ef börn­in eru fleiri en eitt er mik­il­vægt að skapa þannig aðstæður við og við að for­eldrið og hvert barn fái tæki­færi til þess að vera sam­an og þannig skap­ast betri aðstæður fyr­ir barnið að tjá sína líðan. Mik­il­vægt er að dæma ekki það sem börn­in hafa að segja hverju sinni, held­ur leggja sig fram um að veita þeim virka hlust­un með ör­yggi og bregðast við á skiln­ings­rík­an og gæti­leg­an hátt, forðast alla reiði, sama hvað það get­ur verið erfitt að heyra það sem þau hafa að segja.

Hvernig skuli haga hátíðunum er ekk­ert annað en sam­komu­lag á milli for­eldr­anna, það er ekk­ert rétt eða rangt í þess­um efn­um. Mik­il­væg­ast af öllu er að for­eldr­ar geri sam­komu­lag sín á milli um það hvernig haga eigi þess­um tíma þannig að börn­in geti notið hátíðanna sem best og viti hvað fram und­an er. Að jóla­hátíðirn­ar skilji eft­ir sig fal­leg­ar og nota­leg­ar minn­ing­ar hjá börn­un­um okk­ar er held ég það sem all­ir for­eldr­ar óska og þrá með hag barn­anna sinna fyr­ir brjósti. Einnig myndi ég mæla með því að hafa börn­in með í ráðum með fyr­ir­komu­lagið, spyrja þau hvaða vænt­ing­ar þau hafa til hátíðar­inn­ar og fyr­ir­komu­lags­ins.

Því miður er það svo að sum­ir for­eldr­ar eiga í erfiðleik­um með sam­skipti sín á milli og þá er mik­il­vægt að leita sér fag­legr­ar aðstoðar til að bæta sam­skipt­in. Einnig gæti verið gott að virkja aðra í kring­um barnið (ætt­ingja/​vini) til að aðstoða við það að koma börn­un­um á milli staða ef for­eldr­arn­ir treysta sér ekki til þess sjálf án þess að fara að munn­höggv­ast hvort við annað eða detta í nei­kvæð sam­skipti. Þegar fyr­ir­komu­lag hátíðanna er skipu­lagt er það oft svo að for­eldr­ar gætu þurft að setja til­finn­ing­ar sín­ar til hliðar og bera fyrst og fremst hag barns­ins fyr­ir brjósti.

Des­em­ber er oft anna­sam­ur mánuður hjá fjöl­skyld­um, sem get­ur leitt til þess að streitu­ein­kenni gera vart við sig. Gott er að hafa í huga að hátíðirn­ar standa ein­ung­is yfir í nokkra daga og all­ir þurfa á hvíld að halda, einnig börn­in. Þess vegna gæti verið áhuga­vert að spyrja sig hvort það sé nauðsyn­legt að öll sam­vera með ætt­ingj­um/​vin­um þurfi að eiga sér stað á nokkr­um hátíðis­dög­um. En eng­inn get­ur verið á tveim­ur stöðum í einu. Sveigj­an­leiki og aðlög­un­ar­hæfni geta komið að góðum not­um þarna og gott að minna sig á að það eru 365 dag­ar í ár­inu.

Jól og ára­mót ættu að vera tími sam­veru­stunda og góðra minn­inga. Að börn upp­lifi gleði, ör­yggi og kær­leika og geti síðar yljað sér við góðar minn­ing­ar ætti að vera efst í huga for­eldra þegar fyr­ir­komu­lag hátíðis­daga er skipu­lagt fyr­ir öll börn, hvort sem þau eiga tvö heim­ili eða ekki.

Með von um gleðileg jól!

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda