Öllu tjaldað til á eins árs afmælinu

Dóttir Molly-Mae Hague og Tommy Fury er orðin eins árs!
Dóttir Molly-Mae Hague og Tommy Fury er orðin eins árs! Samsett mynd

Eitt ár er liðið frá því Love Is­land-stjörn­urn­ar Molly-Mae Hague og Tommy Fury urðu for­eldr­ar, en dótt­ir þeirra Bambi fagnaði eins árs af­mæli sínu síðastliðinn þriðju­dag. 

Hague og Fury kynnt­ust í raun­veru­leikaþátt­un­um Love Is­land árið 2019 og eru í dag trú­lofuð, en þau hafa notið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að þau snéru heim frá ástareyj­unni. 

Stíl­hreint skraut í ljós­um tón­um

Hague og Fury eru þekkt fyr­ir að fara alla leið þegar kem­ur að skreyt­ing­um, en þau virðast kjósa stíl­hreint skraut í hvít­um og ljós­um tón­um eins og sést á mynd­un­um. Sama þema var einnig í steypi­boðinu sem haldið var fyr­ir Hague í des­em­ber 2022 og hafa þau þar að auki inn­réttað barna­her­bergið í svipuðum stíl. 

Á af­mæl­is­dag­inn var heim­ili fjöl­skyld­unn­ar skreytt hátt og lágt, meðal ann­ars með hvít­um og glær­um blöðrum, brúðarslöri í ljós­um vös­um og glæsi­leg­um kræs­ing­um í hvít­um og kremuðum lit­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollym­ae)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda