Lúxusinn fólst í að geyma fjölskylduna á almenningsfarrými

Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis.
Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis. Samsett mynd

TikT­ok-færsla breskr­ar móður hef­ur vakið hörð viðbrögð meðal net­verja og þá sér­stak­lega for­eldra. Mynd­skeiðið sýn­ir brota­brot frá 11 klukku­stunda flug­ferð Ell­is Cochlin og fjöl­skyldu henn­ar er þau ferðuðust frá Par­ís til Los Ang­eles. Cochlin flaug á fyrsta far­rými á meðan sam­býl­ismaður henn­ar og tíu mánaða göm­ul dótt­ir pars­ins eyddu flug­inu á al­menn­ings­far­rými flug­vél­ar­inn­ar.

Cochlin lýsti flugupp­lif­un­inni á sam­fé­lags­miðlin­um og sagði hana hreint út sagt unaðslega. Hún út­skýrði einnig að sam­býl­ismaður sinn, Rob, hefði boðist til að sinna dótt­ur þeirra í flug­inu og var það víst hluti af „push“ gjöf­inni henn­ar, að upp­lifa barn­lausa flug­ferð. 

Skipt­ar skoðanir meðal net­verja

„Er ég hræðileg mann­eskja fyr­ir að fljúga á fyrsta far­rými?“, spurði Cochlin í upp­hafi mynd­skeiðsins. Hún hélt áfram og út­skýrði ástæðuna, sem var sú að sam­býl­ismaður henn­ar og unga­barn sætu á al­menn­ings­far­rými. 

Mikl­ar umræður sköpuðust í at­huga­semd­ar­kerf­inu og voru frek­ar skipt­ar skoðanir meðal net­verja. Flest­ir voru sam­mála um að ákvörðun Cochlin hafi verið ósann­gjörn og sjálfs­elsk en hún fékk þó stuðning frá nokkr­um mæðrum.

TikT­ok-færsl­an sýn­ir einnig frá öll­um lúxusn­um sem Cochlin fékk að njóta á þess­um 11 klukku­stund­um á fyrsta far­rými.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda