Sonurinn pissar undir - hvað er til ráða?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf.

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá móður sem velt­ir fyr­ir sér hvað sé best að gera því son­ur henn­ar piss­ar oft und­ir á nótt­unni. 

Sæl

Son­ur minn piss­ar oft und­ir á nótt­un­um, en hann er að verða 7 ára gam­all. Þetta er orðið ansi þreyt­andi fyr­ir okk­ur for­eldr­ana og einnig hvim­leitt fyr­ir hann sjálf­an og eig­um við það til að bregðast við með pirr­ingi þegar þetta kem­ur fyr­ir. Hvernig er best að vinna með svona?

Kveðja, 

Mamma  

Sæl

Já, þetta er hvim­leitt til lengd­ar. En það sem þið getið gert er að reyna að tak­marka vökvainn­töku hjá hon­um fyr­ir svefn­inn, sjá til þess að hann fari alltaf að pissa áður en hann fer að sofa og einnig gæti verið ár­ang­urs­ríkt að vekja hann rétt áður en þið farið að sofa til þess að láta hann pissa aft­ur.

Einnig er mik­il­vægt að þið bregðist ekki þannig við þegar hann piss­ar und­ir að það að pissa und­ir verði hon­um kvíðvæn­legt og hann fari að upp­lifa van­líðan vegna þessa.

Alls ekki að refsa hon­um þegar hann piss­ar und­ir og reyna eft­ir ykk­ar bestu getu að bregðast við á ró­leg­an og yf­ir­vegaðan hátt. En ekki skamma hann eða bregðast við með reiði eða pirr­ingi.

Gera frek­ar það sem þarf að gera, skipta um á rúm­inu, hjálpa hon­um að skipta um föt og láta hann fara að sofa aft­ur, en alls ekki gera mikið mál úr því sem gerst hef­ur. Þá er það mjög mik­il­vægt að þið hrósið hon­um óspart þegar hann piss­ar ekki und­ir yfir nótt og veitið því at­hygli. Ef þessi ráð duga ekki til og hann er enn að pissa und­ir þegar hann hef­ur náð 8 ára aldri þá myndi ég mæla með því að þið leitið til heim­il­is­lækn­is sem gæti verið með önn­ur úrræði fyr­ir ykk­ur. Gæti einnig verið sniðugt fyr­ir ykk­ur að leita til heim­il­is­lækn­is sem fyrst til að heyra hans álit og úti­loka allt lík­am­legt. 

Gangi ykk­ur vel!

Kveðja, Tinna Rut sál­fræðing­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda