Eignuðust þrjú börn á innan við þremur árum

Ragnhildur og Andri Þór eru í skýjunum með lífið og …
Ragnhildur og Andri Þór eru í skýjunum með lífið og tilveruna. Samsett mynd

Líf Ragn­hild­ar Sig­urðardótt­ur hef­ur tekið mikl­um stakka­skipt­um frá því hún kynnt­ist sam­býl­is­manni sín­um, Andra Þór Guðjóns­syni, fyr­ir ör­fá­um árum. Eft­ir nokk­urra mánaða sam­band til­kynntu þau að þau ættu von á barni, en fyrsta barn pars­ins, Henrý Þór, kom í heim­inn í nóv­em­ber 2021.

Þegar son­ur pars­ins var rétt rúm­lega árs gam­all komst Ragn­hild­ur að því að hún ætti aft­ur von á sér og gengi nú með tví­bura. Ragn­hildi og Andra Þór fædd­ust tví­bura­stúlk­ur í byrj­un árs, þann 10. janú­ar. 

„Sag­an okk­ar er dá­lítið skond­in,“ seg­ir Ragn­hild­ur. „Við eignuðumst þrjú börn á þrem­ur árum, nán­ar til­tekið þá eignuðumst við þrjú börn á tveim­ur árum og tíu mánuðum,“ út­skýr­ir hún og ít­rek­ar að parið hafi held­ur bet­ur nýtt tíma sinn vel. 

Ólétt­urn­ar komu skemmti­lega á óvart

Aðspurð seg­ir Ragn­hild­ur að ólétt­urn­ar hafi komið par­inu á óvart, skemmti­lega á óvart. „Ég og Andri Þór vor­um ný­byrjuð sam­an og á fullu að kynn­ast hvort öðru þegar við kom­umst að því að ég væri ófrísk að Henrý Þór. Þau gleðitíðindi komu okk­ur veru­lega á óvart, en það fyndna er, er að við erum bæði mjög skipu­lögð að eðlis­fari og vilj­um hafa hlut­ina á hreinu,“ út­skýr­ir Ragn­hild­ur. „Það er eins og ein­hver sagði ein­hvern tím­ann: Börn koma þegar þau vilja koma.“

Ragnhildur og Andri Þór tilkynntu að þau ættu von á …
Ragn­hild­ur og Andri Þór til­kynntu að þau ættu von á sínu barni eft­ir nokk­urra mánaða sam­band. Ljós­mynd/​Aðsend

Ragn­hild­ur seg­ir parið hafa sett upp undr­un­ar­svip þegar það upp­götvaði að það ætti aft­ur von á barni, en Ragn­hild­ur og Andri Þór upp­lifðu já­kvætt sjokk þegar þau fengu að vita að þau ættu von á tví­bur­um. „Við viss­um að við vild­um ekki láta líða of langt á milli barna en átt­um alls ekki von á því að verða ófrísk þetta hratt og hvað þá af tví­bur­um.“

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú vær­ir ófrísk í fyrra skiptið?

„Ég upp­lifði all­an til­finn­ingaskalann. Þetta var al­gjör rúss­íbani. Við vor­um ný­byrjuð sam­an og allt var svo nýtt og spenn­andi. Í stað þess að gera það sem flest pör gera í upp­hafi sam­bands þá dembd­um við okk­ur beint út í al­vör­una, en full til­hlökk­un­ar yfir kom­andi tím­um. Við vor­um svo spennt að stofna fjöl­skyldu. 

Mögu­lega var það ald­ur­inn,“ seg­ir Ragn­hild­ur. „Mér leið vel þegar ég komst að því að ég væri ófrísk og var einnig veru­lega þakk­lát, vit­andi að það er ekki sjálf­gefið.“

Ragnhildur eignaðist tvíburastúlkur þann 10. janúar.
Ragn­hild­ur eignaðist tví­bura­stúlk­ur þann 10. janú­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þau eru tvö“

Meðgöng­ur Ragn­hild­ar voru mjög ólík­ar en á fyrstu meðgöngu var hún við góða heilsu og náði að hreyfa sig mikið að eig­in sögn. „Þegar ég horfi til baka og hugsa um fyrstu meðgöng­una þá get ég ekki lýst henni öðru­vísi en sem sann­kallaðri draumameðgöngu.

Ég var heilsu­hraust all­an tím­ann og marg­ir í kring­um mig vissu ekki að ég væri ófrísk fyrr en ég var kom­in í kring­um 20 vik­ur á leið. Ég fann fyr­ir ógleði í byrj­un en náði að stunda hreyf­ingu og bara gera allt sem mig langaði til. 

Ragnhildur og Andri Þór komust að því að von væri …
Ragn­hild­ur og Andri Þór komust að því að von væri á tví­bur­um í snemm­són­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Seinni meðgang­an, með tví­bur­ana, var mun meira krefj­andi og þá sér­stak­lega í byrj­un og und­ir lok meðgöng­unn­ar,“ út­skýr­ir Ragn­hild­ur. „Ég hafði aldrei fundið fyr­ir eins mik­illi þreytu og þess­ar fyrstu vik­ur seinni meðgöng­unn­ar. Allt var bara ýkt­ara,“ seg­ir hún.

„Fyrstu 12 vik­urn­ar var ég slöpp og þreytt. Ég end­ur­heimti ork­una fljót­lega þar á eft­ir og skellti mér meira að segja í fjög­urra daga fjall­göngu, geng­in 14 vik­ur á leið með tví­bura.“

Ragnhildur fór í fjögurra daga fjallgöngu þegar hún var gengin …
Ragn­hild­ur fór í fjög­urra daga fjall­göngu þegar hún var geng­in 14 vik­ur á leið með tví­bur­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Parið komst að því að von væri á tví­bur­um í snemm­són­ar. „Ja hérna hér, það er al­deil­is...þau eru tvö,“ sagði lækn­ir­inn skæl­bros­andi. „Ég bara trúði ekki mín­um eig­in eyr­um þegar ég áttaði mig á því hvað væri í gangi,“ seg­ir Ragn­hild­ur. „Mér var litið á kær­ast­ann minn, sem var í jafn­miklu sjokki, ef ekki meira en ég. Hann var snjó­hvít­ur í fram­an og við það að falla í yf­irlið.“

Hvernig leið ykk­ur þegar kom í ljós að þið ættuð ekki bara von á einu barni held­ur tveim­ur?

„Það er erfitt að lýsa til­finn­ing­unni. Þetta var mikið sjokk fyrst, af því að þetta var nátt­úru­lega eitt­hvað sem kom mér og okk­ur mikið á óvart. Þegar við vor­um búin að melta frétt­irn­ar þá vor­um við al­sæl og full eft­ir­vænt­ing­ar,“ seg­ir Ragn­hild­ur en hún viður­kenn­ir að hafa fundið fyr­ir kvíða vit­andi að fjöl­bur­ameðganga er áhættu­meiri en þegar um ein­bur­ameðgöngu er að ræða.  

Dásamlegar stúlkur!
Dá­sam­leg­ar stúlk­ur! Ljós­mynd/​Kris­sý Ljós­mynda­stúd­íó

Fór beint úr vinnu upp á fæðinga­deild

Ragn­hild­ur var ró­legri og yf­ir­vegaðri á seinni meðgöng­unni enda reynsl­unni rík­ari eft­ir að hafa gengið með og fætt barn. „Ég hafði ein­hverja hug­mynd um hvað væri í gangi og fram und­an. 

Hvernig eru fæðing­ar­sög­ur þínar?

„Fæðing­ar­sög­ur mín­ar eru góðar. Báðar fæðing­arn­ar voru fyr­ir­burafæðing­ar og keis­ara­sk­urðir. Ég átti á fæðing­ar­deild Land­spít­al­ans í bæði skipt­in og var ró­leg enda í traust­um hönd­um fag­fólks.

Ég var geng­in 35 vik­ur og sex daga með son okk­ar þegar hann fædd­ist. Henrý Þór var sko al­veg til­bú­inn til að koma í heim­inn,“ seg­ir Ragn­hild­ur. „Ég fór beint úr vinn­unni upp á fæðing­ar­deild þar sem ég var óvænt kom­in af stað, nokkr­um vik­um fyr­ir tím­ann. Það eina sem ég gat hugsað um var að ekk­ert var klárt á heim­il­inu enda hafði ekki hvarflað að mér að ég gæti átt fyr­ir áætlaðan fæðing­ar­dag barns­ins og hvað þá endað í keis­ara­sk­urði. Við eignuðumst heil­brigðan og hraust­an dreng og áhyggj­ur mín­ar af heim­il­inu, sam­fell­um og barna­her­berg­inu hurfu eins og dögg fyr­ir sólu.

Dásamlegt þríeyki!
Dá­sam­legt þríeyki! Ljós­mynd/​Kris­sý Ljós­mynda­stúd­íó

Í seinna skiptið var meiri yf­ir­veg­un yfir öllu. Ég vissi fyr­ir fram að leiðandi tví­buri væri í sitj­andi stöðu og átti að gang­ast und­ir keis­ara­sk­urð geng­in 37 vik­ur og tvo daga. Þau plön breytt­ust. Ég fékk meðgöngu­eitrun und­ir lok meðgöng­unn­ar sem lýsti sér meðal ann­ars í háum blóðþrýst­ingi, höfuðverk, svima og bjúg­mynd­un. Ég var lögð inn á spít­ala og í kjöl­farið var ákveðið að flýta fæðing­unni um eina viku. Tví­bura­stúlk­urn­ar komu í heim­inn á 36. viku, hraust­ar og fín­ar.

Litla fjölskyldan beið spennt eftir tvíburunum.
Litla fjöl­skyld­an beið spennt eft­ir tví­burun­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Lífið fær al­veg nýj­an til­gang“

Það er staðreynd að lífið breyt­ist þegar þú verður for­eldri og er Ragn­hild­ur held­ur bet­ur sam­mála. „Þegar þú eign­ast barn/​börn þá breyt­ist allt, lífið fær al­veg nýj­an til­gang. Líf mitt breytt­ist svo sann­ar­lega til hins betra eft­ir að ég varð mamma,“ út­skýr­ir hún.

Hvað kom þér helst á óvart varðandi móður­hlut­verkið?

„Ætli það sé ekki bara magnið af dóti sem fylg­ir manni, það er hálf ótrú­legt. Það kom mér einnig á óvart hversu lang­an tíma það get­ur tekið okk­ur að kom­ast út úr húsi.“

Hvernig móðir ertu?

„Ég vil fyrst og fremst vera góð móðir. Ég vil gefa börn­un­um mín­um alla þá ást og um­hyggju sem ég get gefið þeim.“

Ragnhildur leggur mikla áherslu á kærleiksríkt heimilislíf.
Ragn­hild­ur legg­ur mikla áherslu á kær­leiks­ríkt heim­il­is­líf. Ljós­mynd/​Kris­sý Ljós­mynda­stúd­íó

Aðspurð seg­ir Ragn­hild­ur að hún leggi áherslu á kær­leiks­ríkt upp­eldi og aga. „Ég vil leggja áherslu á að kenna börn­un­um mín­um að vera góðar mann­eskj­ur sem beri virðingu fyr­ir öðrum og um­hverfi sínu. Eins finnst mér mjög mik­il­vægt að leggja áherslu á að börn­in hafi trú á sjálf­um sér og að þau verði sjálf­stæðir ein­stak­ling­ar.“

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir verðandi mæður ?

„Það er að treysta inn­sæ­inu og muna að maður þekk­ir börn­in sín best og veit hvað hent­ar þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda