Ný útgáfa af einum frægasta stól heims

Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans …
Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans tönn! Samsett mynd

Í til­efni af 110 ára af­mæli danska hús­gagna­hönnuðar­ins Hans J. Wegner hef­ur hús­gagna­fram­leiðand­inn Carl Han­sen & Søn af­hjúpað nýja út­gáfu af hinum geysi­vin­sæla CH24-stól, einnig þekkt­ur sem Wis­h­bo­ne-stóll­inn eða Y-stóll­inn, í minni stærð sem hent­ar framtíðar hönn­unar­unn­end­um. 

Wegner er einn fremsti og þekkt­asti hús­gagna­hönnuður heims og hannaði á ferli sín­um yfir 500 stóla sem marg­ir hverj­ir eru heimsþekkt­ir. Vin­sæl­asti stóll­inn er þó án efa CH24-stóll­inn sem kom fyrst á markað árið 1950 og hef­ur verið óslitið í fram­leiðslu síðan þá. 

Að mati margra er CH24-stóll­inn einn feg­ursti stóll heims. Hann hef­ur heillað ófáa Íslend­inga upp úr skón­um í gegn­um tíðina, en árið 2023 var hann mest seldi stóll­inn í hönn­un­ar­versl­un­inni Epal. 

Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com

Lengi verið draum­ur að hanna minni út­gáfu af Y-stóln­um

CH24-barna­stóll­inn hent­ar börn­um þriggja ára og eldri og kem­ur í sölu í apríl 2024. Hann mun án efa fegra ófá barna­her­bergi í framtíðinni, enda klass­ísk og tíma­laus hönn­un sem stenst tím­ans tönn.

„Okk­ur hef­ur dreymt um að búa til barna­stærð af hinum goðsagna­kennda Wis­h­bo­ne-stól í mörg ár og erum ánægð með út­kom­una. Þessi minni út­gáfa af stóln­um pass­ar full­kom­lega við önn­ur hús­gögn á heim­il­inu og er til­val­in gjafa­hug­mynd fyr­ir framtíðar­hönn­unar­unn­end­ur,“ seg­ir Knud Erik Han­sen, for­stjóri Carl Han­sen & Søn í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com
Ljós­mynd/​Car­lhan­sen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda