Þetta þurfa gæludýraeigendur að varast um páskana

Vissir þú að páskaliljur og aðrar liljur eru eitraðar fyrir …
Vissir þú að páskaliljur og aðrar liljur eru eitraðar fyrir ketti og hunda? Ljósmynd/Unsplash/Piotr Musiol

Pásk­arn­ir eru fram und­an og þá er vin­sælt að skreyta heim­ilið með páska­legu skrauti, blóm­um og auðvitað nóg af súkkulaði. Hins veg­ar geta páska­skreyt­ing­ar verið hættu­leg­ar fyr­ir fjór­fætl­ing­ana á heim­il­inu.

Katta­rækt­ar­fé­lag Íslands, Kynja­kett­ir, birtu fróðlega grein þar sem farið var yfir hvað þarf að var­ast á katt­ar­heim­ili yfir pásk­ana, en þetta má einnig yf­ir­færa yfir á hunda­heim­ili. 

Skrautið

„Sem bet­ur fer er nú ekki allt skraut hættu­legt kött­um en hafið var­ann á þegar það er sett upp, reynið að koma því fyr­ir þar sem kött­ur­inn nær ekki til. Það sem ber ef­laust mest að var­ast er allt sem hang­ir á spotta. Kött­ur sem inn­byrðir spotta get­ur átt hættu á því að spott­inn vefj­ist í görn­um og þarf á aðgerð að halda til að ná hon­um út.

Litlu páskaung­arn­ir sem koma frá súkkulaðieggj­un­um eru auðvitað ótrú­lega skemmti­legt leik­fang, en ung­inn er gerður úr fín­um þræðum, sem einnig geta valdið óró­leika í maga.

Marg­ir setja birkigrein­ar í vatn og skreyta um pásk­ana. Birkigrein­arn­ar eru alls ekki eitraðar en þær geta valdið smá óþæg­ind­um í melt­ing­ar­vegi katta.“

Ljós­mynd/​Unsplash/​Kaja Reich­ar­dt

Blóm­in

„Páskalilj­ur sem og aðrar lilj­ur eru eitraðar fyr­ir ketti. Þær valda nýrna­bil­un og dauða. All­ir hlut­ar blóms­ins eru eitraðir, það þarf ekki nema eitt lauf eða smá nart í blómið sem veld­ur al­var­legri eitrun. Eft­ir að hafa nartað í blómið ælir kött­ur­inn venju­lega og verður síðan mjög þung­ur á sér á inn­an við tveim­ur klukku­stund­um. Upp­köst­in geta haldið áfram en kött­ur­inn mun ekki éta neitt og held­ur áfram að verða mjög þung­lynd­ur.

Hafðu sam­band við dýra­lækni strax ef þig grun­ar að kött­ur­inn hafi kom­ist í snert­ingu við blómið. Dýra­lækn­ir­inn mun hefja meðferð strax því hreinsa þarf mag­ann og þarm­ana. Hann gef­ur lík­lega eitt­hvað til að fá kött­inn til að æla eða örv­ar þarm­ana fyr­ir hægðir en einnig þarf kött­ur­inn að fá vökva í æð. Kött­inn verður að meðhöndla inn­an 18 klukku­stunda frá því hann inn­byrðir plönt­una því ann­ars eru nýrna­skemmd­irn­ar orðnar það mikl­ar að kött­ur­inn mun deyja.“

Ljós­mynd/​Unsplash/​Micheile Hend­er­son

Súkkulaðið

„Súkkulaði er mjög eitrað fyr­ir ketti. Var­ist að hafa það á borðum ef eng­inn er til að passa upp á að kött­ur­inn kom­ist ekki í það. Súkkulaði inni­held­ur efni sem kall­ast theo­brom­ine og er það til staðar í kakóbaun­inni. Því dekkra sem súkkulaðið er, því eitraðra er það fyr­ir kött­inn. Kött­ur sem hef­ur inn­byrt súkkulaði get­ur átt von á önd­un­ar­erfiðleik­um, vöðva­skjálfta og krampa og ætti að leita strax til dýra­lækn­is.“

Ljós­mynd/​Unsplash/​Leeloo The First
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda