22 ár liðin frá fermingu fjórburanna

Fjórburasysturnar á fermingardaginn. Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og …
Fjórburasysturnar á fermingardaginn. Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og Elín Guðjónsdætur. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, fermdi. Ljósmynd/Aðsend

25. maí næstkomandi verða 22 ár liðin frá því að fjórburasysturnar Alexandra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur fermdust í Viðeyjarkirkju á sólbjörtum og fallegum degi. Stúlkurnar urðu landsþekktar í einni svipan, en fæðing þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma og allir vissu um fjórburana í Mosfellsbæ, dætur Margrétar Þóru Hlíðdal Baldursdóttur og Guðjóns Sveins Valgeirssonar.

Mar­grét Þóra, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri hjá Gagna­veitu Reykja­vík­ur, rifjaði upp ferm­ingu dætra sinna, sem eru nú orðnar fjöl­skyldu­kon­ur. Mar­grét Þóra er þrett­án barna amma og á því eft­ir að fara í marg­ar skemmti­leg­ar ferm­ing­ar­veisl­ur á kom­andi árum.

Margrét Þóra móðir stúlknanna.
Margrét Þóra móðir stúlknanna. Ljósmynd/Aðsend

Lífið breytt­ist 1. nóv­em­ber árið 1988

Syst­urn­ar voru fyrstu fjór­bur­arn­ir á land­inu þar sem all­ir lifðu. Mar­grét Þóra seg­ir frétt­irn­ar hafa verið mikið áfall fyr­ir hana og alla fjöl­skyld­una.

„Auðvitað var þetta sjokk, að upp­götva að ég gengi með fjór­bura,“ út­skýr­ir Mar­grét Þóra. Hún seg­ir meðgöng­una hafa gengið vel. „Ég var hraust og mjög hepp­in, en það var fylgst vel með mér í gegn­um meðgöngu­tíma­bilið. Auðólf­ur lækn­ir og aðrir heil­brigðis­starfs­menn höfðu vök­ul augu,“ seg­ir hún. Mar­grét Þóra fæddi fjór­ar heil­brigðar og fal­leg­ar stúlk­ur.

Systurnar á fjögurra ára afmælisdaginn.
Systurnar á fjögurra ára afmælisdaginn. Ljósmynd/Aðsend

Ekki sæti fyr­ir alla í kirkj­unni

Mar­grét Þóra man ágæt­lega vel eft­ir ferm­ing­ar­degi dætra sinna, enda hafa ekki marg­ir for­eldr­ar staðið í þeim spor­um að ferma fjög­ur börn í einu. Stúlk­urn­ar fermd­ust í Viðeyj­ar­kirkju, sem er næstelsta kirkja lands­ins.

„Þetta var fal­leg­ur dag­ur og veðrið var gott. Það var mjög heppi­legt. Viðeyj­ar­kirkja er lít­il og tek­ur þar af leiðandi ekki marga til sæt­is, en þó nokkr­ir ferm­ing­ar­gest­ir fylgd­ust með at­höfn­inni utan kirkju­dyr­anna. Að lok­inni at­höfn héldu all­ir í Viðeyj­ar­stofu. Þar var líf­leg veisla,“ seg­ir Mar­grét Þóra.

Alexandra ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Fannari Ásgeirssyni og börnum, Elísabetu …
Alexandra ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Fannari Ásgeirssyni og börnum, Elísabetu Margréti, Alexander Orra og Ásgeiri Pétri. Ljósmynd/Aðsend

Hverju klædd­ust stúlk­urn­ar á ferm­ing­ar­dag­inn?

„Ferm­ing­ar­ár þeirra var ár dragt­ar­inn­ar. Marg­ar stúlk­ur völdu að klæðast buxnadragt á ferm­ing­ar­dag­inn. Dæt­ur mín­ar voru meðal þeirra. All­ar völdu þær sér mis­mun­andi dragt­ir og í mis­mun­andi lit­um. Það sama má segja um ferm­ing­ar­greiðsluna. Gerð eft­ir höfði hverr­ar og einn­ar.“

Brynhildur ásamt eiginmanni sínum Jóni Vali Einarssyni og sonum, Erik …
Brynhildur ásamt eiginmanni sínum Jóni Vali Einarssyni og sonum, Erik Þór og Andra Vali. Ljósmynd/Aðsend

Hvað var já­kvætt við að klára þetta svona í ein­um spretti?

„Upp­lif­un­in var mjög já­kvæð. Það reynd­ist okk­ur þægi­legt að klára fjór­ar ferm­ing­ar á einu bretti. Auðvitað var þetta stór pakki, bæði fyr­ir okk­ur for­eldr­ana sem og ferm­ing­ar­gest­ina, bara það að gefa fjór­ar ferm­ing­ar­gjaf­ir á síma tíma.“

Diljá ásamt eiginmanni sínum Helga Guðmundssyni og börnum, Emmu Margréti …
Diljá ásamt eiginmanni sínum Helga Guðmundssyni og börnum, Emmu Margréti og Hrafni Guðmundi. Hjónin eignuðust nýverið sitt þriðja barn, stúlku. Ljósmynd/Aðsend

Hvað finnst þér hafa breyst frá því að þú varst ferm­ing­armamma?

„Kröf­urn­ar. Það eru gerðar mikl­ar kröf­ur þegar kem­ur að um­gjörð, veit­ing­um og gjöf­um. Það er ekki á allra færi að standa und­ir þessu.“

Syst­urn­ar verða 36 ára gaml­ar á ár­inu og eru bestu vin­kon­ur að sögn Mar­grét­ar Þóru. „Þær gengu mennta­veg­inn en fóru ólík­ar leiðir eft­ir út­skrift úr mennta­skóla. All­ar eiga þær maka og börn. Það er gam­an að segja frá því að son­ur Al­exöndru verður bráðlega fermd­ur, en hann er fædd­ur árið 2013. Í fram­haldi verða ár­leg­ar ferm­ing­ar­veisl­ur hjá þeim systr­um næstu níu árin.“ 

Elín ásamt sambýlismanni sínum Finnboga Hauki og sonum, Mikael Loga …
Elín ásamt sambýlismanni sínum Finnboga Hauki og sonum, Mikael Loga og Óliver Birgi. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál