Afinn myndaði og lét prenta bók

Katla er sveitastelpa eins og sést á myndunum.
Katla er sveitastelpa eins og sést á myndunum. Ljósmynd/Roar Aagestad

Síðastliðið sum­ar fermd­ist Katla Lind Atla­dótt­ir í Stóranúps­kirkju og Roar stjúpafi henn­ar tók að sér að mynda hana á ferm­ing­ar­dag­inn og prenta út fal­lega bók í kjöl­farið. Morg­un­blaðið sett­ist niður með Roar og spjallaði við hann um mynd­irn­ar, bók­ina, ferm­ing­ar­barnið og ljós­mynda­áhug­ann.

Roar Aagestad hef­ur allt frá því hann var ung­ling­ur verið með ástríðu fyr­ir því að taka mynd­ir en hann seg­ir að ljós­mynd­un­in hafi auk­ist veru­lega hjá sér með til­komu sta­f­rænu bylt­ing­ar­inn­ar. „Núna er ég er hætt­ur að vinna en ég er menntaður raf­magnsiðnfræðing­ur og hef því alla mína ævi unnið í tækni­geir­an­um. Ljós­mynd­un­in hef­ur verið svona auka­bú­grein hjá mér en ég hef til dæm­is selt mynd­ir á póst­kort ásamt tals­verðu af lands­lags­mynd­um. Að frum­kvæði dætra minna tók ég þátt í ljós­mynda­sam­keppni Land­vernd­ar árið 2014 „Hjarta lands­ins“ þar sem ég lenti í fyrsta sæti. Verðlaun­in voru að fá að fljúga með Ómari Ragn­ars­syni yfir há­lendi Íslands, það var virki­lega skemmti­legt.“

Roar seg­ir ljós­mynd­un­ina fyrst og fremst vera áhuga­mál sem hann brenni fyr­ir og hann seg­ist mest mynda lands­lag og nátt­úru og að sjálf­sögðu fjöl­skyld­una en einnig hef­ur hann myndað nokk­ur brúðkaup og tvisvar hef­ur ljós­mynd frá hon­um prýtt forsíðu Morg­un­blaðsins, ásamt mynd­birt­ing­um í öðrum fjöl­miðlum.

Roar bjó til ljósmyndabók fyrir stjúpbarnabarn sitt, Kötlu Lind, eftir …
Roar bjó til ljós­mynda­bók fyr­ir stjúp­barna­barn sitt, Kötlu Lind, eft­ir ferm­ing­una henn­ar. Ljós­mynd/​Roar Aagestad

Fékk hest í ferm­ing­ar­gjöf á brúðskaup­saf­mæli for­eldra sinna

Hinn 3. júní síðastliðinn fermd­ist stjúpafa­barn Roars, Katla Lind, í Stóranúps­kirkju í Gnúp­verja­hreppi og hann sá auðvitað um ljós­mynd­un­ina. Katla Lind hef­ur teng­ingu við kirkj­una, þar sem hún býr í Laxár­dal, sem er efsti bær­inn í hreppn­um, og því er þetta sókn­ar­kirkja henn­ar. „Dag­setn­ing­in var val­in vegna þess að for­eldr­ar Kötlu Lind­ar eiga brúðkaup­saf­mæli þenn­an dag, en hún á fjóra bræður og er yngst. Hún var eina ferm­ing­ar­barnið sem fermd­ist þenn­an dag í kirkj­unni svo að þarna var ein­göngu nán­asta fjöl­skylda henn­ar og vin­ir, enda kirkj­an held­ur lít­il. Veisl­an var svo hald­in í Braut­ar­holti, sem er á Skeiðum, en þar var boðið upp á ekta hnallþórukaffi­boð auk súpu.“

Katla Lind, sem er í Flúðaskóla, vildi að mynd­irn­ar end­ur­spegluðu karakt­er henn­ar en hún ku vera mik­il hesta- og sveita­stelpa enda fékk hún hest í ferm­ing­ar­gjöf frá for­eldr­um sín­um. Katla valdi að vera með nátt­úru­legt og af­slappað út­lit í ferm­ing­unni, eins og sést vel á mynd­un­um.

Katla Lind fermdist í Stóranúpskirkju.
Katla Lind fermd­ist í Stóranúps­kirkju. Ljós­mynd/​Roar Aagestad
Draumurinn var að fá hest í fermingargjöf og rættist sá …
Draum­ur­inn var að fá hest í ferm­ing­ar­gjöf og rætt­ist sá draum­ur. Ljós­mynd/​Roar Aagestad

Vildi mynd af dótt­ur sinni að hlaupa út á túni

Roar tók með sér ferðastúd­íó á ferm­ing­ar­dag­inn sem hann setti upp í skóla­stofu en einnig myndaði hann Kötlu úti á túni í sveit­inni. „Það voru auðvitað ein­hverj­ar ósk­ir frá fjöl­skyld­unni um það hvers kon­ar mynd­ir ég ætti að taka. Til dæm­is óskaði faðir henn­ar eft­ir því að ég myndaði hana hlaup­andi út á túni þar sem hún lít­ur um öxl og einnig óskaði hann eft­ir því að hún yrði mynduð sitj­andi á traktor. Auðvitað var hún svo mynduð með hest­in­um sem hún fékk í ferm­ing­ar­gjöf og einnig með vin­um og fjöl­skyldu,“ bæt­ir Roar við.

Katla úti á túni.
Katla úti á túni. Ljós­myndRoar Aagestad
Katla Lind tók sig vel út þegar hún gekk inn …
Katla Lind tók sig vel út þegar hún gekk inn kirkjugólfið. Ljós­mynd/​Roar Aagestad

Hann­ar bók­ina sjálf­ur og pant­ar prent­un á svört­um föstu­degi til að fá af­slátt

Bók­ina vann Roar í gegn­um ljós­mynda­for­ritið Lig­htroom, í svo­kallaðri „Book module“, og þegar bók­in er til­bú­in send­ir hann skjalið á vefsíðuna blurb.com sem prent­ar bók­ina og send­ir hana til Íslands. „Þessi vefsíða er tengd beint við Lig­htroom þannig að marg­ir ljós­mynd­ar­ar nýta sér þenn­an mögu­leika til dæm­is í brúðarmynd­ir og losna þannig við sölu­hlut­ann. „Ég geri þess­ar bæk­ur á haust­in og sendi inn þegar blurb.com er með svört föstu­dagstil­boð og fæ þannig 50% af­slátt af öll­um þeim bók­um sem ég hef unnið yfir árið, en auk þess fæ ég líka bók­ina í PDF-út­gáfu sem kost­ar lítið auka­lega. Verðið sem ég fæ með því að nýta mér til­boðið er svona í kring­um 10.000 krón­ur með send­ing­ar­kostnaði. Þetta set­ur líka á mig tíma­pressu að klára fyr­ir þenn­an tíma.“ Hann bæt­ir við að það sé mjög gott að vinna ljós­mynda­bók­ina í Lig­htroom, þar sem hægt sé að hanna heild­ar­út­litið á mynd­irn­ar og bók­ina.

„Ég gaf Kötlu bók­ina í af­mæl­is­gjöf á ann­an í jól­um og for­eldr­ar henn­ar fengu hana í jóla­gjöf. Eft­ir því sem mér skilst er mynda­bók­in alltaf uppi við og í miklu upp­á­haldi hjá þeim,“ seg­ir Roar og bæt­ir við að hann hafi einnig gefið bræðrum henn­ar svipaðar bæk­ur sem þeir haldi mikið upp á.

Katla Lind er hér ásamt bræðrum sínum á fermingardaginn sinn, …
Katla Lind er hér ásamt bræðrum sín­um á ferm­ing­ar­dag­inn sinn, en hún er langyngst. Ljós­mynd/​Roar Aagestad
Katla Lind fermdist á brúðkaupsafmælisdegi foreldra sinna. Hér er stórfjölskyldan …
Katla Lind fermd­ist á brúðkaup­saf­mæl­is­degi for­eldra sinna. Hér er stór­fjöl­skyld­an sam­an kom­in fyr­ir utan kirkj­una. Ljós­mynd/​Roar Aagestad
Kápa bókarinnar.
Kápa bók­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda