Fékk allt of mikið í fermingargjöf

Jafet Máni Magnússon fermdist 10. apríl 2011.
Jafet Máni Magnússon fermdist 10. apríl 2011. Samsett mynd

Jafet Máni Magnús­ar­son, leik­ari og flugþjónn, fermd­ist borg­ara­lega þann 10. apríl árið 2011. Jafet Máni á góðar minn­ing­ar frá veisl­unni þó svo að það hafi ekki allt farið eft­ir áætl­un.

Jafet Máni seg­ir að hann hafi ekki breyst mikið frá því að hann fermd­ist. „Á þeim tíma fannst mér ótrú­lega gam­an að leika ólíka karakt­era í ólík­um leik­rit­um sem ég og frændi minn sömd­um. Á sama tíma voru marg­ir jafn­aldr­ar mín­ir með há­leit mark­mið í íþrótt­um, þar sem ég var alls ekki sterk­ur. Þetta virðist ekki hafa elst af mér,“ seg­ir Jafet Máni þegar hann lít­ur til baka.

Manstu eft­ir ferm­ing­unni sjálfri eða ferm­ing­ar­fræðslunni?

„Það sem er minn­is­stætt frá þess­um tíma er helst ferm­inga­fræðslan í Kvenna­skól­an­um, fræðslan og verk­efn­in sér­stak­lega, þau höfðuðu til mín. Þá var ég einnig mjög spennt­ur fyr­ir sjálf­um deg­in­um og tók það mjög al­var­lega að vera hápunkt­ur veislu um full­orðinsvígslu, lang­lægst­ur og með bollukinn­ar! Ég man hvað mér fannst þetta stór viðburður og merki­legt að heyra að ég væri form­lega kom­inn í full­orðinna manna tölu.“

Hvernig var veisl­an þín?

„Veisl­an var hald­in í húsi Ein­ars Ben. við Elliðavatn og það var pantaður pinna­mat­ur frá veit­ingastaðnum Höfn­inni.“

Jafet Máni var mjög spenntur fyrir fermingunni sinni.
Jafet Máni var mjög spennt­ur fyr­ir ferm­ing­unni sinni.

Lést þú ljós þitt skína í veisl­unni?

„Ég hélt ræðu í veisl­unni og sam­kvæmt for­eldr­um mín­um þá hafði sú ræða ekki fengið mikla yf­ir­legu held­ur verið sam­in á staðnum með til­heyr­andi braki og brest­um enda að byrja í mút­um. Hrafn­hild­ur Ylfa, syst­ir mín, söng lagið Elska þig eft­ir Manna­korn og pabbi hafði ætlað að spila mynd­band í tölv­unni með ljós­mynda­safni og lagi sem hann hafði tekið upp með mér þegar ég var sex ára en það varð aldrei úr því þar sem að afi minn hafði hellt niður tveim­ur lítr­um af Coca Cola yfir tölv­una, svo það var svona smá­dram­tísk­ur hálf­tími en pabbi söng og spilaði á gít­ar í staðinn!“

Fórst þú í mynda­töku?

„Jájájá, biddu fyr­ir þér. Mynd­irn­ar voru góðar en held­ur upp­stillt­ar og ef þær eru skoðaðar í heild þá er eins og ég hafi haft áhuga á öllu en ég var myndaður með boxhanska, gít­ar, fót­bolta og fleira sem tengd­ist mér ekki á neinn hátt en mynd­irn­ar urðu líf­legri fyr­ir vikið. Ég fann ein­ung­is eina úr mynda­tök­unni sjálfri án þess að fara í gegn­um óflokkaða geymslu. Það var kannski ágætt að ég fann ekki fleiri en á mynd­inni sem ég fann lít ég út fyr­ir að vera móðir mömmu minn­ar. Held að það verði ekki skipu­lagðar frek­ari leit­ir að þess­um mynd­um!

Hvað fékkst þú í ferm­ing­ar­gjöf?

„Alltof mikið. Ég fékk pen­inga­gjaf­ir, iPad, ut­an­lands­ferð og bæk­ur.“

Fermingarmyndirnar eru flestar komnar niður í geymslu. Á þessari mynd …
Ferm­ing­ar­mynd­irn­ar eru flest­ar komn­ar niður í geymslu. Á þess­ari mynd er Jafet Máni með móður sinni, Þóru Ólafs­dótt­ur.

Hvað væri á óskalist­an­um ef þú vær­ir að ferm­ast í dag, árið 2024?

„Ég væri al­veg til í aðra um­ferð á þeim gjöf­um sem ég fékk þá, þær eru al­veg yf­ir­drifn­ar og meira en ég á skilið.“

Hvað finnst þér mik­il­vægt að ferm­ing­ar­börn hafi í huga?

„Ég held að ferm­ing­ar­börn hafi bara ágæt­is dómgreind og hugi að nægu. Ef ég gæti haft áhrif á ein­hvern þá væri það að sýna sér og öðru fólki kær­leika. Öðru er alltaf hægt að redda og laga eft­ir á.“

Ljós­mynd/​Dóra Dúna
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda