Mamma gerði drauminn um gula veislu að veruleika

Birgitta Líf Magnús­dótt­ir, nemi í 9. bekk í Öldu­sels­skóla, fermd­ist í Guðríðar­kirkju í fyrra. Dag­ur­inn var frá­bær í alla staði en hún þakk­ar helst mömmu sinni, Auði Eir Guðna­dótt­ur, sem skreytti sal­inn í gulu þema. Birgitta valdi þemað en lit­ur­inn hef­ur alltaf verið í upp­á­haldi hjá henni.

„Mér fannst dag­ur­inn ótrú­lega skemmti­leg­ur. Þetta var dag­ur sem ég mun aldrei gleyma. Það var skemmti­legt all­an dag­inn,“ seg­ir Birgitta um ferm­ing­ar­dag­inn sinn í fyrra.

„Ég fór í hár­greiðslu, ég var máluð og hárið á mér greitt. Þaðan fór ég beint í kirkj­una. Svo fór ég í ferm­ing­ar­sal­inn og beið eft­ir gest­un­um.“

Í hvernig föt­um fermd­ist þú?

„Ég var í hvít­um kjól sem var mjög erfitt af því ég er mjög mik­il subba. Ég þurfti að vera í svuntu þegar ég fékk mér að borða fyr­ir kirkj­una,“ seg­ir Birgitta og hlær þegar hún rifjar upp at­vikið. Sem bet­ur fer sullaðist ekki á kjól­inn sem Birgitta keypti í Cos­mo.

Faðir Birgittu stjórnaði spurningaleiknum Kahoot! en móðir hennar sá um …
Faðir Birgittu stjórnaði spurn­inga­leikn­um Kahoot! en móðir henn­ar sá um skreyt­ing­arn­ar. Ljós­mynd/​Krumma­dís

Nammi­bar­inn sló í gegn

„Við vor­um með Kahoot sem pabbi og stjúp­mamma mín gerðu. All­ir voru mjög spennt­ir fyr­ir því. Þau lögðu mikla vinnu í að finna spurn­ing­ar eins og hvaðan amma mín væri ættuð og fleiri spurn­ing­ar sem ég vissi ekki einu sinni svör­in við,” seg­ir Birgitta og út­skýr­ir að hægt sé að hala niður smá­for­rit­inu og spila í sím­an­um. Í ferm­ing­unni voru einnig á borðum mynd­ir af Birgittu síðan hún var lít­il sem og fyr­ir ofan gesta­bók­ina, og ljós­mynda­kassi.

Blöðrur gera mikið.
Blöðrur gera mikið. Ljós­mynd/​Aðsend

Nammi­bar­inn skapaði einnig mjög góða stemn­ingu að sögn Birgittu.

„Ég valdi nokk­ur upp­á­haldsnammi og mamma valdi sum. Begga frænka mín sem er með BH hönn­un kom með hug­mynd­ina að hafa nammi­b­ar og ég var mjög spennt fyr­ir því. Yngri frænd­systkin­um mín­um fannst æðis­legt að hafa nammi­b­ar,“ seg­ir Birgitta.

Nammibarinn var glæsilegur.
Nammi­bar­inn var glæsi­leg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
Konfektið var í stíl við þemað og með myndum af …
Kon­fektið var í stíl við þemað og með mynd­um af Birgittu Líf. Ljós­mynd/​Aðsend
Smáfólkinu fannst nammibarinn sérstaklega skemmtilegur.
Smá­fólk­inu fannst nammi­bar­inn sér­stak­lega skemmti­leg­ur. Ljós­mynd/​Krumma­dís


Fékk allt sem hún óskaði sér

Birgitta er að æfa körfu­bolta með ÍR sem hafði áhrif á drauma­gjöf­ina. „Ég fékk ferð til New York en ég er ekki ennþá búin að fara. Við erum að fara á körfu­bolta­leik en við eig­um eft­ir að finna út hvernig við setj­um hana sam­an,“ seg­ir Birgitta sem ætl­ar í ferðina með föður sín­um. Upp­á­haldsliðið í NBA er ein­mitt New York-liðið New York Knicks.

Hún fékk fleiri skemmti­leg­ar gjaf­ir en seg­ir að hún eigi auðvitað mjög stóra fjöl­skyldu. „Ég fékk sjón­varp og tölvu sem mig er búið að dreyma um síðan ég var tíu ára. Svo fékk ég mikið af pen­ing­um.“

Auður Eir spreyjaði gamlan körfubolta sem Birgitta Líf var hætt …
Auður Eir spreyjaði gaml­an körfu­bolta sem Birgitta Líf var hætt að nota Ljós­mynd/​Krumma­dís

Hvað gerðir þú við ferm­ingar­pen­ing­ana?

„Ég setti meiri­hlut­ann inn á banka­bók. Svo er ég með sérreikn­ing sem ég get tekið af og lagt inn á kortið mitt. Þar get ég líka safnað sjálf.“

Birgitta seg­ir að það sé vissu­lega skrít­in til­finn­ing að vera vera fermd en til­finn­ing­in sé þó góð. Hún var búin að hlakka til lengi. „Þegar ég var lít­il sagði ég alltaf þegar mig langaði í eitt­hvað stórt og ég gat ekki fengið gjöf­ina að mig langaði í hana í ferm­ing­ar­gjöf. Þegar ég var tíu ára sagði ég að mig langaði í hest í ferm­ing­ar­gjöf.“

Súkkulaðigosbrunnurinn sló í gegn.
Súkkulaðigos­brunn­ur­inn sló í gegn. Ljós­mynd/​Aðsend

Gult þema eins og per­sónu­leik­inn

Auður, móðir Birgittu, var að halda sína fyrstu ferm­ing­ar­veislu en hún á þrjú börn. Hún seg­ir að þau, for­eldr­arn­ir, hafi ákveðið að leigja sal þar sem fjöl­skyld­ur þeirra beggja eru fjöl­menn­ar. Þegar Auður hafði lokið sér af með góðri aðstoð leit sal­ur­inn eng­an veg­inn út fyr­ir að vera óper­sónu­leg­ur eins og stund­um vill verða.

„Mér finnst gam­an að skreyta og hafa allt í stíl, finna liti sem passa sam­an,“ seg­ir Auður um list­rænu hæfi­leik­ana. Hún ját­ar þó að hún hefði kosið liti eins og bleik­an og gyllt­an hefði hún fengið að ráða öllu. Það kom ekki til greina að sögn Birgittu.

„Gul­ur hef­ur verið upp­á­halds­lit­ur­inn minn síðan ég var lít­il. Ég er líka svo gul per­sóna. Fólk hef­ur alltaf sagt að ef ég væri lit­ur þá væri ég gul­ur, ég er opin og tala mikið við fólk. Upp­á­halds­blóm­in mín eru sól­blóm og mig langaði að hafa sól­blómaþema,“ seg­ir Birgitta.

Gulur er uppáhaldslitur Birgittu Lífar og var liturinn áberandi á …
Gul­ur er upp­á­halds­lit­ur Birgittu Líf­ar og var lit­ur­inn áber­andi á veislu­borðinu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við urðum að finna liti sem pössuðu sam­an. Það var líka erfitt að finna liti sem pössuðu við sól­blóm­in. Sól­blóm eru oft svo­lítið app­el­sínu­gul. Ég pantaði öll sól­blóm­in á net­inu, á Shein. Ég hefði aldrei fundið svona mikið gult hér heima,“ seg­ir Auður um ágæti þess að panta á net­inu. Hún seg­ir það einnig hafa verið hag­stætt.

Fjölskyldan leigði myndakassa í fermingarveisluna. Hér eru mæðgurnar Birgitta Líf …
Fjöl­skyld­an leigði mynda­kassa í ferm­ing­ar­veisl­una. Hér eru mæðgurn­ar Birgitta Líf og Auður Eir í stuði á einni mynd. Ljós­mynd/​Aðsend

Auður ákvað að for­gangsraða í hvað hún eyddi. „Ég pældi al­veg í því hvernig get­ur maður sparað og haft þetta flott á sama tíma,“ seg­ir Auður. Begga í BH hönn­un er frænka Auðar og hjálpaði hún mikið til við skreyt­ing­arn­ar. Einnig nýttu þær sér þjón­ustu henn­ar. „Við merkt­um gull­litaða kon­fekt­mola með nafni Birgittu og með mynd­um af henni. Mér fannst það skemmti­legra en að merkja serv­ét­t­ur sem fólk þurrk­ar sér með eða tím­ir því eig­in­lega ekki,“ seg­ir Auður.

Hún seg­ir fólk hafi hrósað skreyt­ing­un­um en líka hlegið að því hversu langt hún gekk. „Já mamma missti sig aðeins,“ sagði dótt­ir henn­ar við gesti í ferm­ing­unni. En Birgittu fannst það samt líka skemmti­legt eins og gest­un­um.

Sólblóm eru í uppáhaldi.
Sól­blóm eru í upp­á­haldi. Ljós­mynd/​Aðsend

Fylgdi skreyt­ing­un­um ekki mikið stress?

„Jú það var stress í gangi. Við náðum ekki að blása all­ar blöðrurn­ar upp. Ég pantaði 300 blöðrur eða eitt­hvað. Blöðrur gera ótrú­lega mikið. Við þurft­um að leigja tæki til að blása upp blöðrurn­ar til að vera sneggri.“

Gamlar myndir af Birgittu Líf gerðu borðið við gestabókina skemmtilega.
Gaml­ar mynd­ir af Birgittu Líf gerðu borðið við gesta­bók­ina skemmti­lega. Ljós­mynd/​Krumma­dís
Ljósmyndari fangaði stemninguna í veislunni.
Ljós­mynd­ari fangaði stemn­ing­una í veisl­unni. Ljós­mynd/​Krumma­dís

Notaði gaml­an körfu­bolta í skreyt­ingu

Ferm­ing­ar­borðið kom vel út. Þar var Auður með skraut ásamt veit­ing­um. „Ég spreyjaði körfu­bolt­ann gyllt­an af því að Birgitta er að æfa körfu­bolta. Þetta var bara gam­all körfu­bolti sem hún var hætt að nota. Svo skrifaði ég á hann Birgitta. Mér fannst þetta koma vel út að vinna með körfu­bolt­ann og gul­an. Ég notaði líka Lakers-treyju af því hún er gul.

„Ég var með upp­hækk­un á borðinu. Ég notaði kassa og setti dúk yfir. Ég notaði hvítt, ljóst gegn­sætt efni til að skreyta með. Mér fannst mjög fal­legt þegar mat­ur­inn var hátt uppi þó það hafi verið minna pláss á borðinu,“ seg­ir Auður en í veisl­unni voru meðal ann­ars kök­ur frá Önnu Konditori og gul­ir kleinu­hring­ir.

Ferming Birgittu Lífar Magnúsdóttur 2023
Ferm­ing Birgittu Líf­ar Magnús­dótt­ur 2023

Per­sónu­leg­ar mynd­ir úr veisl­unni

Í stað þess að fara í hefðbundna ferm­ing­ar­mynda­töku mætti ljós­mynd­ari í veisl­una.

„Það heppnaðist mjög vel. Það náðust al­veg ótrú­lega fal­leg­ar mynd­ir sem mér þykir ein­stak­lega vænt um. Þetta eru ekki mynd­ir sem eru upp­stillt­ar. Birgita sagði sjálf að henni hefði fund­ist þetta mjög gam­an og skemmti­legra en að stilla sér upp og reyna að vera venju­leg í mynda­töku. Hún var ekki sátt við þetta fyrst en ég sagði við hana að þetta yrði miklu per­sónu­legra.“ 

Er eitt­hvað sem þú mynd­ir gera öðru­vísi?

„Ég myndi panta meiri mat. Ég var með mikið af kök­um en minna af rétt­um. Ég myndi ör­ugg­lega vera fljót­ari að skreyta en mér fannst þetta al­veg gam­an,“ seg­ir Auður og legg­ur áherslu á að fólk fái sal­inn sóla­hring fyr­ir veisl­una. Það sé ekki gam­an að skreyta í flýti eins og hún veit að fólk hef­ur lent í.

Marsípankaka er ómissandi.
Marsípankaka er ómiss­andi. Ljós­mynd/​Krumma­dís
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda