Væri til í að fórna ferlinum fyrir móðurhlutverkið

Dakota Fanning þráir að verða móðir einn daginn.
Dakota Fanning þráir að verða móðir einn daginn. AFP/Valery HACHE

Barnastjarnan fyrrverandi Dakota Fanning er orðin þrítug og byrjuð að hugsa um foreldrahlutverkið. Hún er ekki enn orðin móðir en þegar að því kemur fær Hollywood að fara í annað sætið. 

„Að vera leikari er stór hluti af því hver ég er. Ég veit í rauninni ekki hver ég er án þess,“ segir Fanning í viðtali við tímaritið Porter. „Að eignast börn er líklega mikilvægara en allt, líka en að vera leikari. Ef einhver segði að ég þyrfti að velja myndi ég velja að eignast börn. Ég er ein af þeim sem hefur þessa þrá.“

Ætlar að nýta tímann vel

Fanning er ekki vön að deila smáatriðum um sitt persónulega líf en gerði það í viðtalinu. 

„Ég veit ekki hvernig mér mun líða þegar að þessu kemur í mínu lífi og hversu mikið ég mun vilja vinna. En af því ég er ekki á þessum stað núna er ég að reyna njóta ævintýra núna,“ segir leikkonan. „Ég er að reyna að fara út fyrir rammann og segja já við hlutum sem mér finnst óþægilegir, að fara til staða í langan tíma sem ég er hrædd við að gera af því ef guð lofar þá verður það einn daginn ekki auðvelt,“ segir Fanning sem vonast til þess að verða móðir einn daginn. 

Dakota Fanning nýtur þess að segja já við hlutum.
Dakota Fanning nýtur þess að segja já við hlutum. AFP/LOIC VENANCE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál