Hundarnir alveg óvart í stíl við heimilið

Tanja Maren Kristinsdóttir er mikill fagurkeri, en hún á tvo …
Tanja Maren Kristinsdóttir er mikill fagurkeri, en hún á tvo hunda sem eru akkúrat í stíl við litapallettuna á heimili þeirra. Samsett mynd

Tanja Mar­en Krist­ins­dótt­ir er 27 ára móðir og fyr­ir­tækja­eig­andi sem á tvo hunda af teg­und­inni Pomer­ani­an, Tal­íu sem er fjög­urra ára og Dimmey sem er tveggja ára. 

Tanja er mik­ill fag­ur­keri og rek­ur versl­un­ina Myrk Store sem sel­ur hönn­un­ar­vör­ur fyr­ir heim­ilið. Sjálf á hún afar fal­legt heim­ili og seg­ir hund­ana óvænt hafa verið í stíl við heim­ilið. „Það var frek­ar mik­il til­vilj­un að hund­arn­ir passi svona vel inn á heim­ilið, en þær eru akkúrat í litap­all­ett­unni á heim­il­inu okk­ar. Tal­ía er í stíl við par­ketið og Dimmey í stíl við inn­rétt­ing­arn­ar þó það hafi ekki verið ætl­un­in,“ seg­ir hún. 

Talía er í stíl við parketið sem er ljóst á …
Tal­ía er í stíl við par­ketið sem er ljóst á meðan Dimmey er í stíl við inn­rétt­ing­arn­ar á heim­il­inu sem eru svart­ar.

Hvernig lágu leiðir ykk­ar sam­an?

„Mig hafði dreymt um það í mörg ár að eign­ast Pomer­ani­an-hund. Þegar ég fór svo að kynna mér rækt­end­ur þess­ar­ar teg­und­ar á Íslandi komst ég í kynni við ynd­is­legu Agnesi hjá Norður­dals rækt­un á Eg­ils­stöðum.

Ég fór svo í flug til Eg­ilsstaða og sótti Tal­íu, leigði bíl og keyrði með hana heim frá Eg­ils­stöðum. Tveim­ur árum seinna feng­um við svo hana Dimmey okk­ar. Þær eru mér svo kær­ar og ein­stak­lega góðar sam­an.“

Tönju hafði lengi dreymt um að eignast hund af þessari …
Tönju hafði lengi dreymt um að eign­ast hund af þess­ari teg­und.

Hvað var það sem heillaði þig við teg­und­ina?

„Fyrst og fremst var það hversu auðvelt var að þjálfa þær. Ég fór með þær báðar í hunda­skóla hjá Hunda­aka­demí­unni og þær stóðu sig ein­stak­lega vel. Þær eru ró­leg­ar, ljúf­ar og góðar. Svo er fal­legt að sjá hvað þeim sem­ur vel við son minn. Þær fara lítið úr hár­um og eru með svo góða skap­gerð. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“

Tanja lýsir Dimmey og Talíu sem rólegum, ljúfum og góðum …
Tanja lýs­ir Dimmey og Tal­íu sem ró­leg­um, ljúf­um og góðum hund­um.

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga hunda?

„Hund­ar gefa manni svo mikla ást. Maður fær enda­lausa gleði frá þeim og þeir hjálpa manni að líða vel á góðum jafnt sem erfiðum tím­um. Lífið væri frek­ar tóm­legt án þeirra og ég er svo þakk­lát fyr­ir það að son­ur minn fái að al­ast upp með þeim.“

Tanja getur ekki ímyndað sér lífið án hundanna sem veita …
Tanja get­ur ekki ímyndað sér lífið án hund­anna sem veita henni mikla ást og gleði.

En ókost­irn­ir?

„Ókost­irn­ir við að eiga hund er að vita að þær verði ekki alltaf hjá manni. Svo finnst mér að lög um dýra­hald á Íslandi mættu vera frjáls­legri – ég myndi vilja taka hund­ana með mér til út­landa án þess að þær þurfi að fara í ein­angr­un við heim­komu. Í öðrum lönd­um má fara með hund­ana sína með sér í versl­an­ir, sam­göng­ur, hót­el, veit­ingastaði og fleira.“

Hér er Talía innan um fallega húsmuni.
Hér er Tal­ía inn­an um fal­lega hús­muni.

Hafið þið deilt ein­hverj­um eft­ir­minni­leg­um lífs­reynsl­um eða skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Við eig­um svo marg­ar góðar minn­ing­ar. Minn­ing sem stend­ur allra mest upp úr er hversu vel þær tóku syni mín­um eft­ir að hann fædd­ist. Við höld­um einnig mikið upp á göngu­túra og fjall­göng­ur með þeim.“

Hundarnir tóku vel á móti syni Tönju sem kom í …
Hund­arn­ir tóku vel á móti syni Tönju sem kom í heim­inn 2021.

Hvernig geng­ur að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu?

„Það hef­ur verið auðvelt þar sem þær eru svo ein­stak­lega ljúf­ar og góðar. Ég myndi helst vilja taka þær með mér þegar við för­um er­lend­is og von­ast til að upp­lifa það með þeim einn dag­inn.“

Tanja vonar að hún geti tekið Dimmey og Talíu með …
Tanja von­ar að hún geti tekið Dimmey og Tal­íu með sér í frí er­lend­is einn dag­inn.

Ein­hver góð ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda?

„Mér finnst skipta miklu máli að ala hund­ana sína vel upp, fara með þá í hunda­skóla, kenna þeim það sem má og má ekki. Ég er ekki hlynnt því að skamma hunda, frek­ar að hrósa þeim fyr­ir góða hegðun, það hef­ur skilað svo góðum ár­angri í upp­eld­inu á Tal­íu og Dimmey.“ 

Tanja mælir með því að hundaeigendur skrái sig á hundanámskeið …
Tanja mæl­ir með því að hunda­eig­end­ur skrái sig á hunda­nám­skeið með hund­ana sína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda