Hanna Björk eignaðist tvíbura ein síns liðs

Hanna Björk og tvíburarnir eyddu fjórum vikum á Vökudeild Landspítalans.
Hanna Björk og tvíburarnir eyddu fjórum vikum á Vökudeild Landspítalans. Ljósmynd/Aðsend

Líf Hönnu Bjark­ar Hall­dórs­dótt­ur breytt­ist til muna um mitt ár í fyrra þegar hún eignaðist tví­bura, dreng og stúlku. Hanna Björk, sem er ein­stæð móðir, tók þá mik­il­vægu ákvörðun fyr­ir nokkr­um árum að fara ein síns liðs í gegn­um barneign­ar­ferlið.

Aðspurð seg­ist Hanna Björk hafa gælt við hug­mynd­ina í nokk­ur ár. „Ég hef alltaf verið með þetta á bak við eyrað, það er, ef ég væri enn þá ein­hleyp þegar ég næði 35 ára aldri, þá þyrfti ég að taka ákvörðun um fram­haldið, hvort sem sú ákvörðun væri að sætta mig við barn­leysi eða að tækla þetta verk­efni ein­söm­ul,“ út­skýr­ir Hanna Björk.

Hanna Björk á góðri stundu með vinkonu sinni, Michelle Keeler, …
Hanna Björk á góðri stundu með vin­konu sinni, Michelle Keeler, í Grikklandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú vær­ir ófrísk?

„Ég var al­gjör­lega him­in­lif­andi en hélt ró minni,” út­skýr­ir Hanna Björk. „Ég var búin að hanga mikið á Face­book, lesa reynslu­sög­ur á meðgöngu- og fæðing­arsíðum, til að fræðast bet­ur um fram­haldið og hverju ég ætti von á.

Í upp­hafi meðgöng­unn­ar var ég nokkuð sann­færð um að ég myndi missa fóst­ur, enda búin að lesa marg­ar slík­ar sög­ur. Ég hafði góða til­finn­ingu fyr­ir meðgöng­unni en var líka með skrýtna til­finn­ingu í mag­an­um og auðvitað jókst spenn­an þegar ég fékk að vita að ég gengi með tví­bura.“

Hvernig gekk meðgang­an?

„Meðgang­an gekk eins og í sögu. Ég lét alla vita sem vildu að ég gæti auðveld­lega verið ófrísk næstu 100 árin, mér leið það vel. Það sem truflaði mig á meðgöng­unni var það að ég fann fyr­ir tíðari þvag­lát­um og verk í rif­bein­um þar sem tví­buri B var staðsett­ur. Ég var viss um að ég ætti eft­ir að rif­beins­brotna, bara við það að setj­ast niður.“

Hanna Björk að mata í gegnum sondu.
Hanna Björk að mata í gegn­um sondu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er fæðing­ar­saga þín?

„Ég var alls ekki viðbúin þegar ég missti vatnið, geng­in 32 vik­ur og tvo daga. Mér datt ekki í hug að þau myndu koma þetta snemma. Ég var til að mynda ekki búin að pakka niður í spít­ala­tösk­una,” seg­ir Hanna Björk sem átti skráðan tíma hjá ljós­móður viku eft­ir að hún fæddi tví­bur­ana.

Aðspurð seg­ir Hanna Björk skoðun hafa gengið erfiðlega. „Það leið yfir mig í hvert sinn sem ég lagðist á bakið og það reynd­ist ógern­ing­ur að setja upp æðal­egg, lík­am­inn var kom­inn í baklás. Planið var að stöðva fæðing­una í þeirri von um að gefa mér tvær steraspraut­ur, en orku­bolt­arn­ir mín­ir voru ekki sam­mála og komu í heim­inn með hraði þann 6. júlí síðastliðinn,” út­skýr­ir hún.

Tví­bur­arn­ir, Baltas­ar Bjark­an og Sunn­eva Krist­ín, fædd­ust með 22 mín­útna milli­bili á björtu su­mar­kvöldi í byrj­un júlí­mánaðar.

Krúttlegustu ananasarnir!
Krútt­leg­ustu an­anas­arn­ir! Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig leið þér þegar þú komst heim með tvö börn?

„Ég var mjög þreytt en á sama tíma fannst mér eins og ég gæti allt. Ég þurfti að pumpa mig á þriggja klukku­tíma fresti ásamt því að hugsa um börn­in. Ég var með þau vaf­in í bóm­ull, sér­stak­lega þar til þau urðu full­b­urða.“

Hvernig breytt­ist lífið eft­ir að þú varðst móðir?

„Það breytt­ist allt, ég, heim­ilið, lífið, sól­ar­hring­ur­inn og bara allt hitt. Heim­ili okk­ar lík­ist meira sýn­ing­ar­sal eða birgðageymslu í barna­vöru­versl­un,” seg­ir Hanna Björk og hlær.

„Ég er líka montn­ari og áhyggju­fyllri en ég var áður en ég varð móðir. Ef ég finn að ég er að gera vel þá verð ég glöð og grobb­in.“

Balthasar Bjarkan og Sunneva Kristín.
Balt­has­ar Bjark­an og Sunn­eva Krist­ín. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað kom þér á óvart varðandi móður­hlut­verkið?

„Það kem­ur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hlut­irn­ir breyt­ast hratt. Það sem virkaði í gær geng­ur ekki í dag.“

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir verðandi mæður?

„Það er afar mik­il­vægt að fylgja inn­sæ­inu. Þessi blessuðu börn mæta ekki á svæðið með hand­bók. Mæður vita best og ákveða hvað er best fyr­ir barnið sitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda