Þríburar Rannveigar og Hallgríms orðnir eins árs

Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir eru orðnir …
Þríburar Hallgríms A. Ingvarssonar og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttir eru orðnir eins árs! Samsett mynd

Þríbur­ar Hall­gríms A. Ingvars­son­ar og Rann­veig­ar Hild­ar Guðmunds­dótt­ir fögnuðu um helg­ina eins árs af­mæli sínu, en börn­in komu í heim­inn á skír­dag í fyrra. Fyr­ir áttu Hall­grím­ur og Rann­veig tvær dæt­ur og eiga því sam­tals fimm börn sem komu í heim­inn á fjög­urra og hálfs árs tíma­bili. 

Þríbur­arn­ir, sem fengu nöfn­in Helena Þóra, Ingvar Andri og Haf­dís Gyða, hafa sann­ar­lega stækkað á síðasta ár­inu og birti Rann­veig fal­lega fjöl­skyldu­mynd úr af­mæli þeirra sem haldið var á af­mæl­is­dag­inn, 6. apríl síðastliðinn. 

Skemmti­legt og lær­dóms­ríkt ár

„Risa­stór áfangi fyr­ir lít­il kríli sem hafa stækkað held­ur bet­ur mikið síðastliðið ár. Fyrsta af­mælið var haldið í dag á af­mæl­is­dag­inn þeirra 6. apríl. Ótrú­lega skemmti­legt og lær­dóms­ríkt ár að baki. Margt sem þau hafa kennt okk­ur á lífið og sem við höf­um lært sem fjöl­burafor­eldr­ar. Alls ekki alltaf auðvelt en þau eru samt svo góð alltaf að það létt­ir tölu­vert á álag­inu.

Þau eru á svo skemmti­leg­um aldri núna og öll með svo sterk­an per­sónu­leika. Mikið sem ég hlakka til kom­andi ára í þess­um rúss­íbana sem fjöl­skyldu­lífið okk­ar er. Til lukku með fyrsta af­mælið elsku ást­irn­ar mín­ar. Mamma og pabbi elska ykk­ur svo mikið,“ skrifaði Rann­veig við mynd­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda