Lárus og Sævar stoltir af syni sínum á fermingardaginn

Feðgarnir Sævar Þór Jónsson, Andri Jón Lárusson Sævarsson og Lárus …
Feðgarnir Sævar Þór Jónsson, Andri Jón Lárusson Sævarsson og Lárus S. Lárusson. Með þeim á myndinni eru guðmæður Andra þær Sigurbjörg Einarsdóttir og Oddný Friðriksdóttir framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Aðend

Andri Jón Lárus­son Sæv­ars­son fermd­ist í Lang­holts­kirkju þann 28. mars. Feður Andra Jóns, þeir Sæv­ar Þór Jóns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, rit­höf­und­ur og eig­andi lög­manns­stof­unn­ar SÆVAR ÞÓR og PARTNERS, og Lár­us S. Lárus­son lögmaður og fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Mennta­sjóðs náms­manna, buðu í skemmti­lega veislu á veit­ingastaðnum Naut­hóli eft­ir at­höfn­ina. 

Son­ur þeirra er á 14. ald­ursári og þeir hafa meðal ann­ars lýst því hvernig það er að vera fóst­ur­for­eldri og veg­ferðinni að ætt­leiða son þeirra bæði í fjöl­miðlaviðtöl­um og í bók sem þeir skrifuðu á sín­um tíma og heit­ir Barnið í garðinum.

„Ferm­ing son­ar okk­ar fór fram í Lang­holts­kirkju og var at­höfn­in hátíðleg og í sann afar fal­leg,“ seg­ir Sæv­ar Þór en það skín af mynd­um frá ferm­ing­ar­veisl­unni hvað þeir feður voru stolt­ir af syni þeirra.

Andri ávarpar gesti í veislunni og Sævar Þór stendur stoltur …
Andri ávarp­ar gesti í veisl­unni og Sæv­ar Þór stend­ur stolt­ur við hlið son­ar síns. Ljós­mynd/​Aðend

Sæv­ar Þór seg­ir að ferm­ing­ar­dag­ur­inn hafi verið mjög skemmti­leg­ur og eft­ir­minni­leg­ur fyr­ir feðgana. „Við keyrðum á göml­um forn­bíl sem ég á í kirkj­una en um er að ræða 1979 ár­gerðin af Mercedes-Benz 280 SE sem ég hef verið að gera upp,“ seg­ir Sæv­ar Þór.

Feðgarnir keyrðu á Mercedes-Benz í kirkjuna en Sævar Þór hefur …
Feðgarn­ir keyrðu á Mercedes-Benz í kirkj­una en Sæv­ar Þór hef­ur verið að gera upp bíl­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hreyfa sig sam­an og dug­leg­ir að veiða

Andri Jón son­ur þeirra þykir efni­leg­ur í fót­bolta en hann spil­ar með knatt­spyrnu­fé­lag­inu Þrótti. Hann er mik­ill áhugamaður um fót­bolta og hafa þeir feðgar ferðast er­lend­is á hina ýmsu leiki til að styrkja áhuga son­ar þeirra.

„Ég og Lár­us höfðum lit­inn áhuga á fót­bolta en sá áhugi hef­ur auk­ist til muna eft­ir að son­ur­inn kom inn í líf okk­ar,“ seg­ir Sæv­ar Þór. „Ég og Lár­us erum virk­ir ásamt syni okk­ar að hreyfa okk­ur mikið og stunda lík­ams­rækt und­ir góðri leiðsögn frá einkaþjálf­ar­an­um Bjarna Heiðari Bjarna­syni hjá Hreyf­ingu. Við æfum mikið og höld­um okk­ur í góðu formi. Við höf­um lagt mikið upp úr heil­brigðu líferni við son okk­ar og þá hvatt hann til að fara í þjálf­un og styrkja sig,“ seg­ir Sæv­ar Þór.

„Við feðgarn­ir för­um sam­an veiði á sumr­in og það er eitt­hvað sem er nýtt áhuga­mál hjá okk­ur sam­an. Veiðiferðirn­ar hafa sam­einað okk­ur mikið. Við bíðum all­ir spennt­ir eft­ir fyrstu veiðiferð sum­ars­ins," seg­ir Sæv­ar Þór.

Andri Jón var ánægður með fermingardaginn.
Andri Jón var ánægður með ferm­ing­ar­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðend
Sigurður Árni Þórðarson prestur, og eiginkona hans Elín Sigrún Jónsdóttir, …
Sig­urður Árni Þórðar­son prest­ur, og eig­in­kona hans Elín Sigrún Jóns­dótt­ir, lögmaður ásamt Sæv­ari Þór, Lár­usi og Andra ferm­ing­ar­dreng. Ljós­mynd/​Aðend
Sævar Karl Ólason og eiginkona hans Erla Þórarinsdóttir með feðgunum …
Sæv­ar Karl Ólason og eig­in­kona hans Erla Þór­ar­ins­dótt­ir með feðgun­um í veisl­unni. Ljós­mynd/​Aðend
Prestur Langholtskirkju séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, feðgarnir og amma og afi …
Prest­ur Lang­holts­kirkju séra Guðbjörg Jó­hann­es­dótt­ir, feðgarn­ir og amma og afi Andra þau Sig­ríður Þyri og Lár­us Guðberg að lok­inni at­höfn í kirkj­unni. Ljós­mynd/​Aðend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda