„Chow Chow hefur alltaf verið draumategundin mín“

Langþráður draumur Olgu Ýrar Georgsdóttur rættist fyrir einu og hálfu …
Langþráður draumur Olgu Ýrar Georgsdóttur rættist fyrir einu og hálfu ári þegar hún eignaðist hundinn Emmu. Samsett mynd

Olga Ýr Georgs­dótt­ir hef­ur haft í mörgu að snú­ast að und­an­förnu, en hún eignaðist hund­inn Emmu, sem er af teg­und­inni Chow Chow, fyr­ir einu og hálfu ári síðan og eignaðist svo sitt fyrsta barn, hann Mart­in, ásamt kær­asta sín­um Ólafi Frí­manni Kristjáns­syni fyr­ir sex mánuðum síðan. 

Olga Ýr starfar sem gagna­sér­fræðing­ur hjá Maven en er í fæðing­ar­or­lofi um þess­ar mund­ir. Hana hafði lengi dreymt um að eign­ast hund af teg­und­inni Chow Chow þegar Emma kom inn í líf henn­ar árið 2022. „Emma er með stór­an karakt­er – hún er ljúf­ust, þrjósk og best, en stund­um mætti halda að hún væri kött­ur í vit­laus­um lík­ama. Hún elsk­ar að vera úti og vill helst heilsa öll­um,“ seg­ir Olga Ýr.

Emma er af tegundinni Chow Chow sem hafði lengi verið …
Emma er af teg­und­inni Chow Chow sem hafði lengi verið drauma­teg­und Olgu.

Hvernig lágu leiðir ykk­ar sam­an?

„Chow Chow hef­ur alltaf verið drauma­teg­und­in mín, svo ég var búin að vera að vakta þau sem eru að rækta Chow Chow til að grípa það þegar það kæmi næst got. Loks kom got og tíma­setn­ing­in hentaði okk­ur vel svo við óskuðum eft­ir að fá einn hvolp.“

„Ég gleymi ekki sím­tal­inu þegar mér var til­kynnt að ég gæti fengið hvolp – tár og hlát­ur, loks­ins var ég að fara fá drauma­hund­inn minn. Síðan tók við löng bið, en við vor­um svo hepp­in með fólkið sem átti hana að þau buðu okk­ur að koma einu sinni í viku að heim­sækja hana þangað til að við mynd­um taka hana heim sem stytti biðina fyr­ir okk­ur.“

Olga var í skýjunum þegar hún komst að því að …
Olga var í skýj­un­um þegar hún komst að því að hún fengi loks­ins drauma­hund­inn.

Hvað var það sem heillaði þig við teg­und­ina?

„Eins og ég hef tekið fram þá er Chow Chow lengi verið mín drauma­hunda­teg­und. Fyrst og fremst var það út­litið sem heillaði mig við teg­und­ina. Svo sér­stök, blanda af ljóni og birni með fjólu­bláa tungu.“

Útlit tegundarinnar heillaði Olgu strax.
Útlit teg­und­ar­inn­ar heillaði Olgu strax.

„Ég hafði aldrei þekkt neinn sem átti Chow Chow en var búin að kynna mér teg­und­ina fram og aft­ur og vissi að einn dag­inn myndi ég eign­ast minn Chow Chow. Þetta er svo skemmti­leg teg­und sem fær líka mikla at­hygli. Það ger­ist nán­ast alltaf að þegar við för­um í göngu­túr þá erum við stoppuð og spurð út í Emmu, teg­und­ina og fáum hrós fyr­ir hvað hún er fal­leg.“

Fjölskyldan fær alltaf mikla athygli þegar þau eru úti að …
Fjöl­skyld­an fær alltaf mikla at­hygli þegar þau eru úti að ganga með Emmu.

Áttir þú gælu­dýr þegar þú varst yngri?

„Ég ólst upp með hundi, blend­ing af Bor­der Collie og Labra­dor, svo ég vissi hvað fylgdi því að eiga hund en þetta er fyrsti hund­ur­inn hjá Óla kær­asta mín­um.“

Emma er fyrsti hundur Ólafs, kærasta Olgu.
Emma er fyrsti hund­ur Ólafs, kær­asta Olgu.

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga hund?

„Það eru svo marg­ir kost­ir við það að eiga hund. Þetta eru litl­ir gleðigjaf­ar sem eru alltaf ánægðir að sjá þig, rífa þig á fæt­ur til þess að fara út í göngu­túr í hvaða veðri sem er – sem er alltaf hress­andi eft­ir á. Þetta er dýr sem elsk­ar þig enda­laust og bæt­ir hvers­dags­leik­ann.“

Olga segir að því fylgi ótal kostir að eiga hund, …
Olga seg­ir að því fylgi ótal kost­ir að eiga hund, enda bæti þeir mik­illi ást og gleði við lífið.

En ókost­irn­ir?

„Maður er meira bund­inn, það get­ur verið erfiðara að fara í frí er­lend­is og þurfa að skilja þau eft­ir. Það flæk­ir stund­um hlut­ina og brýt­ur smá í manni hjartað að þurfa að skilja þau eft­ir. En við höf­um verið svo hepp­in með fólkið í kring­um okk­ur sem hef­ur passað hana fyr­ir okk­ur og er Emma alltaf í svo góðum hönd­um.“

Olga og Ólafur eru heppin að eiga góða að.
Olga og Ólaf­ur eru hepp­in að eiga góða að.

Hver er ykk­ar dag­lega rútína?

„Okk­ar dag­lega rútína er voða ein­föld. Emma kem­ur og býður okk­ur alltaf góðan dag­inn. Síðan er farið út með hana í morg­un­göngu. Ég er í fæðing­ar­or­lofi núna svo Emma er sjald­an ein heima en fyr­ir það var hún ein heima á meðan við fór­um í vinn­una, en stund­um fékk hún líka að koma með mér í vinn­una.“

Emma byrjar daginn alltaf á morgungöngu.
Emma byrj­ar dag­inn alltaf á morg­un­göngu.

„Síðan er farið í kvöld­göngu með hana. Hún er mjög ró­leg og þægi­leg og finnst best að liggja uppi í glugga­kistu og fylgj­ast með fólk­inu labba fram hjá.“

Emma veit fátt betra en að koma sér vel fyrir …
Emma veit fátt betra en að koma sér vel fyr­ir uppi í glugga­kistu og fylgj­ast með fólk­inu sem geng­ur fram hjá hús­inu.

Hafið þið deilt ein­hverri eft­ir­minni­legri lífs­reynslu eða skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Við fór­um með Emmu nokkr­um sinn­um á hunda­sýn­ing­ar fyrsta árið. Aðal ástæðan fyr­ir því er að við horfðum á það sem góða um­hverf­isþjálf­un, að vera í kring­um marga aðra hunda og fólk en gera samt það sem við segj­um henni að gera. Það kom svo skemmti­lega á óvart að Emma hef­ur tvisvar sinn­um unnið fyrsta sæti sem besti hund­ur­inn í sín­um ald­urs­flokki og einu sinni í öðru sæti. Við skilj­um það samt rosa vel þar sem hún er sæt­ust og svo vina­leg en okk­ur fannst það samt sem áður fyndið þar sem við mætt­um á sýn­ing­arn­ar með enga reynslu og enduðum svo að taka gullið heim.“

Emma hefur tvisvar unnið gullverðlaun á hundasýningu.
Emma hef­ur tvisvar unnið gull­verðlaun á hunda­sýn­ingu.

„Hún hef­ur alltaf fengið svo flotta dóma og dóm­ar­arn­ir verið al­veg heillaðir upp úr skón­um yfir henni, eins og svo sem flest­ir sem hitta Emmu. Síðan er líka dá­sam­legt að fylgj­ast með Emmu í kring­um Mart­in son okk­ar. Hún er svo blíð við hann og skemmti­legt hvað Mart­in er far­inn að taka mikið eft­ir henni og finnst rosa gam­an að spá í henni. Ég held að þau eiga eft­ir að verða bestu vin­ir í framtíðinni.“

Olga spáir því að Martin og Emma verði bestu vinir …
Olga spá­ir því að Mart­in og Emma verði bestu vin­ir í framtíðinni.

Er hund­ur­inn með ein­hverj­ar sérþarf­ir eða sér­visku?

„Emma er mjög stór karakt­er og fynd­in. Hún læt­ur alls ekki bjóða sér hvað sem er að borða og er frek­ar „picky“. Síðan ger­ir hún þarf­ir sín­ar á mjög svo vel völd­um stöðum þar sem helst eng­inn sér til henn­ar. Við erum kannski úti í göngu, síðan allt í einu hleyp­ur hún út í móa, helst sem lengst frá okk­ur og finn­ur sér stað til þess að gera þarf­ir sín­ar, svo maður þarf oft að klöngr­ast á eft­ir henni til þess að taka upp eft­ir hana.“

Olga segir Emmu vera með stóran karakter.
Olga seg­ir Emmu vera með stór­an karakt­er.

Hvernig geng­ur að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu?

„Það hef­ur gengið vel hingað til þar sem við höf­um alltaf geta fengið góða pöss­un fyr­ir hana. Maður er að sjálf­sögðu meira bund­inn og þarf oft að und­ir­búa frí­in bet­ur, svo það get­ur verið erfitt að hoppa til með skömm­um fyr­ir­vara. En hingað til höf­um við alltaf fengið pöss­un fyr­ir hana.“

Olga viðurkennir að nú þurfi hún að skipuleggja fríin með …
Olga viður­kenn­ir að nú þurfi hún að skipu­leggja frí­in með meiri fyr­ir­vara, en þeim hef­ur þó alltaf tek­ist að finna pöss­un fyr­ir Emmu.

Ein­hver góð ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda?

„Ég hugsa stund­um þegar ég er þreytt og nenni lítið út í göngu­túr að einn dag­ur hjá okk­ur er eins og vika í þeirra lífi, og upp­á­halds­tím­inn henn­ar Emmu er að fara í göngu­túra svo það er í raun­inni topp­ur­inn á „vik­unni þeirra“. Það er alltaf góð hvatn­ing og góð til­finn­ing eft­ir á að fara í göngu­túr með hana.“

Olga Ýr er með gott og fallegt ráð til annarra …
Olga Ýr er með gott og fal­legt ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda