Sonur Berglindar og Kristjáns kominn með nafn

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Kristján Sigurðarson urðu foreldrar í desember …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Kristján Sigurðarson urðu foreldrar í desember síðastliðnum. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir og unnusti hennar Kristján Sigurðarson slökkviliðsmaður eignuðust son í desember síðastliðnum. Drengurinn er fyrsta barn parsins og hefur nú fengið nafn.

Berglind og Kristján opinberuðu nafnið í sameiginlegri færslu á Instagram, en drengurinn heitir Þorvaldur Atli Kristjánsson. Með færslunni birtu þau fallega myndaröð frá deginum. 

Gengur í raðir Vals frá París Saint-Germai

Auk þess að spila með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hefur Berglind spilað með franska stórliðinu París Saint-Germai frá árinu 2022. Áður en hún fór í barneignarleyfi fékk hún þó lítið að spreyta sig með liðinu, en í síðustu viku var greint frá því að Berglind væri að ganga í raðir Vals frá franska félaginu. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál