Kötturinn Teddi elskar ferðalög, útilegur og fjallgöngur

Langþráður draumur Eyrúnar Reynisdóttur rættist fyrir þremur árum þegar kötturinn …
Langþráður draumur Eyrúnar Reynisdóttur rættist fyrir þremur árum þegar kötturinn Teddi kom inn í líf hennar. Samsett mynd

Eyrún Reyn­is­dótt­ir er fædd og upp­al­in á Skag­an­um þar sem hún er bú­sett ásamt kær­asta sín­um Jós­ef Hall­dóri Þor­geirs­syni og kett­in­um þeirra hon­um Tedda. Eyrún veit fátt skemmti­legra en að ferðast og hef­ur Teddi notið góðs af því, en hann hef­ur ferðast um allt land og farið í úti­leg­ur, fjall­göng­ur, hjóla­t­úra, gist á hót­el­um og farið í ótal sum­ar­bú­staðaferðir.

Eyrún starfar sem fram­kvæmda­stjóri Fim­leika­fé­lags ÍA ásamt því að sinna hinum ýmsu verk­efn­um fyr­ir Íþrótta­banda­lag Akra­ness og þjálfa skemmti­lega hóp­tíma á Skag­an­um.

Eyrún, Jósef og Teddi hafa verið dugleg að ferðast um …
Eyrún, Jós­ef og Teddi hafa verið dug­leg að ferðast um allt land.

„Teddi er rútínukall“

Fyr­ir þrem­ur árum síðan rætt­ist langþráður draum­ur Eyrún­ar um að eign­ast kött af teg­und­inni Ragdoll, en hún hafði lengi haft augastað á teg­und­inni og voru það him­in­bláu aug­un og silkimjúki feld­ur­inn sem heilluðu hana upp úr skón­um. 

„Teddi er rútínu­karl, elsk­ar at­hygli og er full­kom­lega uppáþrengj­andi og í raun bara lang best­ur. Hon­um þykir fátt skemmti­legra en að fá að vera með í öllu sem maður ger­ir, hvort sem það er að fara út í göng­ur, hjóla, bíltúr, ferðalög eða bara horfa á mann í sturtu,“ seg­ir Eyrún.

Eyrún og Teddi eiga fallegt samband og njóta þess að …
Eyrún og Teddi eiga fal­legt sam­band og njóta þess að eyða tíma sam­an.

Hvernig lágu leiðir ykk­ar sam­an?

„Við lögðum inn „ætt­leiðing­ar­um­sókn“ til Gæf­u­rækt­un­ar þann 16. nóv­em­ber 2021 og voru þá ansi marg­ir á biðlista svo við bjugg­umst í raun ekki við að fá kisu næsta árið eða svo. Ég varð því al­deil­is hissa þegar ég vaknaði einn morg­un í janú­ar 2022 við skila­boð frá rækt­and­an­um, henni elsku Dýr­leif, um að við ætt­um kisu sem væri til­bú­in til af­hend­ing­ar í fe­brú­ar. Við feng­um hann Tedda svo til okk­ar á Valentínus­ar­dag­inn sjálf­an, þann 14. fe­brú­ar 2022.“

Þegar Eyrún og Jósef lögðu inn umsókn voru margir á …
Þegar Eyrún og Jós­ef lögðu inn um­sókn voru marg­ir á biðlista eft­ir kett­ling af teg­und­inni.

Hvað var það sem heillaði þig við teg­und­ina?

„Mig var lengi búið að langa að fá mér kött af þess­ari teg­und en þeir eru bara svo rosa­lega fal­leg­ir með þessi him­in­bláu augu og með svo mjúk­an og fal­leg­an feld. Ragdoll kett­ir eiga að vera þannig að þegar haldið er á þeim slaka þeir svo full­kom­lega á að þeir minna helst á tuskudúkku, en af því draga þeir nafn sitt Ragdoll. Ein­hvern veg­inn hélt ég því að við mynd­um fá kött sem væri hægt að tusk­ast með eins og dúkku sem reynd­ist vera stór mis­skiln­ing­ur, en hann Teddi okk­ar er alls ekki til í neitt svo­leiðis grín.“

Það er ekki erfitt að heillast af fegurð Ragdoll-tegundarinnar sem …
Það er ekki erfitt að heill­ast af feg­urð Ragdoll-teg­und­ar­inn­ar sem er með him­in­blá augu og fal­leg­an feld.

„Ragdoll kett­ir eru sagðir mjög leik­glaðir og fljót­ir að læra sem reynd­ist vera staðan með hann Tedda okk­ar, en við kennd­um hon­um til dæm­is strax að setj­ast og gefa „high-five“. Hann sæk­ir dótið sem er kastað og kem­ur svo með það aft­ur eins og hund­ur, að vísu bara þegar hon­um hent­ar. Það er auðvelt að kenna Ragdoll kött­um ýms­ar kúnst­ir. Þeir eru hlýj­ir og vin­gjarn­leg­ir að eðlis­fari og vilja vera með þér öll­um stund­um. Þeir þurfa mikla at­hygli og njóta þess að liggja hjá eig­and­an­um.“

Eyrún og Jósef hafa kennt Tedda ýmsar kúnstir.
Eyrún og Jós­ef hafa kennt Tedda ýms­ar kúnst­ir.

Áttir þú gælu­dýr þegar þú varst yngri?

„Ég held að ég hafi allt í allt komið með sjö ketti heim til for­eldra minna á mín­um æsku­ár­um. Bæði ein­hverja sem bara al­veg óvart „eltu mig heim“ en þrjá ketti fékk ég þó gef­ins eða keypti. Alla fékk ég mér þó í leyf­is­leysi, for­eldr­um mín­um til mik­ill­ar gleði og ham­ingju. Ég átti líka þrjár sæt­ar kan­ín­ur á tíma­bili sem var kannski ekki besta hug­mynd­in í bland við að eiga á þeim tíma veiðióðan kött.“

Eyrún hefur alltaf verið mikil kattarmanneskja.
Eyrún hef­ur alltaf verið mik­il katt­ar­mann­eskja.

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga kött?

„Ég myndi segja að kost­ur­inn við það að eiga kött sé fyrst og fremst að það taki alltaf ein­hver á móti þér þegar þú kem­ur heim. Það er líka best í heimi að eiga svona mjúk­an vin sem elsk­ar að kúra með manni. Það er mjög gef­andi að eiga hann Tedda og hann hef­ur bara haft góð áhrif á líf okk­ar síðan við feng­um hann.“

Eyrún segir Tedda hafa haft afar góð áhrif á líf …
Eyrún seg­ir Tedda hafa haft afar góð áhrif á líf fjöl­skyld­unn­ar.

En ókost­irn­ir?

„Það eru fáir ókost­ir sem fylgja því að eiga kött að mínu mati en eini al­vöru ókost­ur­inn við það að eiga kött, eins og önn­ur gælu­dýr, er að geta ekki tekið hann með sér hvert sem maður vill. Við ferðumst mikið og reyn­um að taka hann með okk­ur allt sem við get­um hérna inn­an­lands en það er alltaf erfitt að skilja hann eft­ir þegar við för­um er­lend­is.“

Það er alltaf jafn erfitt að skilja gæludýrin sín eftir …
Það er alltaf jafn erfitt að skilja gælu­dýr­in sín eft­ir heima þegar haldið er í ferðalag er­lend­is.

Hver er ykk­ar dag­lega rútína?

„Eins og ég sagði áður þá er minn allra besti frek­ar vanafast­ur og mik­ill rútínu­karl. Hann byrj­ar yf­ir­leitt á að fara snemma út á morgn­anna, eða um klukk­an fimm eða sex, og kem­ur svo aft­ur inn sirka klukku­tíma seinna í aðeins meira kúr. Við för­um svo venju­lega sam­an frammúr og byrj­um á að fá blaut­mat, en minn sleik­ir bara sós­una – að sjálf­sögðu.

Á þeim dög­um sem ég vinn ekki heima skutla ég hon­um svo í pöss­un til for­eldra minna en þar get­ur hann verið mikið úti í ör­uggu hverfi að leika við besta vin sinn sem býr í næsta húsi, hann Mola. Teddi er svo sótt­ur og við för­um í smá bíltúr áður en við för­um heim, en hann elsk­ar fátt meira en góðan ís-rúnt – ég fæ ís, hann fær rúnt.“

Teddi elskar að fara í bíltúr.
Teddi elsk­ar að fara í bíltúr.

„Svo er í raun eng­in dag­skrá, við för­um stund­um út að labba og hann kem­ur að sjálf­sögðu með, enda aldrei langt und­an blessaður. Við leik­um líka mikið og svo slær hann aldrei hönd á móti góðu kúri. Dag­ur­inn end­ar svo yf­ir­leitt þannig að hann fer aðeins út áður en við för­um í hátt­inn og svo skríður hann upp í þegar hann er klár. Við för­um oft­ast að sofa á sama tíma, hann stund­um aðeins á und­an en það verður alltaf að „kasta og sækja“ eina teygju fyr­ir hátta­tíma, það er al­gjör skylda.“

Að sögn Eyrúnar er Teddi mikill rútínukall.
Að sögn Eyrún­ar er Teddi mik­ill rútínukall.

Hafið þið deilt ein­hverj­um eft­ir­minni­leg­um lífs­reynsl­um eða skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Bara hvar á ég að byrja. Við höf­um al­veg frá því við feng­um Tedda verið rosa­lega dug­leg að taka hann með okk­ur allt svo hann er van­ur því að ferðast og koma á nýja staði. Hann er því ró­leg­ur og líður vel þegar hann ferðast. Við höf­um ferðast sam­an út um allt land – farið Vest­f­irði, Snæ­fells­nes, Suður­land og norður til Ak­ur­eyr­ar, á Mý­vatn og til Húsa­vík­ur.“

Fjölskyldan hefur ferðast saman um allt land.
Fjöl­skyld­an hef­ur ferðast sam­an um allt land.

„Við höf­um farið í úti­legu sam­an og vor­um lík­lega vin­sæl­ust á svæðinu þá helgi, gist á sveita­hót­el­inu Hót­el Hrauns­nef, á gisti­heim­il­um og farið í ótal marg­ar bú­staðaferðir. Við erum mjög sjald­an með hann í bandi og treyst­um hon­um 100% þegar við för­um á nýja staði. Ef hann fer eitt­hvað út t.d. þegar við erum uppi í sum­ar­bú­stað þá er hann aldrei langt und­an og kem­ur reglu­lega til okk­ar og læt­ur vita af sér. Svo er hann líka með GPS-ól svo við get­um fylgst vel með hon­um.“

Teddi var vinsæll í útilegunni.
Teddi var vin­sæll í úti­leg­unni.

„Ferðalagið sem stend­ur þó upp úr er lík­lega ferðin sem við fór­um í fyrra­sum­ar norður á Strand­ir. Við gist­um í þrjár næt­ur á Drangs­nesi, fór­um á ætta­mót og keyrðum um firðina, inn að Djúpu­vík og alla leið að Kross­nes­laug þar sem einka­son­ur­inn fékk að sjálfögðu að koma með, tveir full­orðnir og einn kött­ur takk – það var frítt fyr­ir ketti!

Á sumr­in för­um við oft út að hjóla og við höf­um einnig tekið hann með okk­ur í nokkr­ar fjall­göng­ur, þá geng­ur hann annað hvort sjálf­ur eða er í sér­stök­um bak­poka og nýt­ur þess að láta aðra sjá um allt labbið á meðan hann slak­ar á og skoðar.“

Á sumrin fær Teddi að fara með í fjallgöngur og …
Á sumr­in fær Teddi að fara með í fjall­göng­ur og hjól­reiðat­úra.

Er kött­ur­inn með ein­hverj­ar sérþarf­ir eða sévisk­ur?

„Teddi leik­ur sér í raun bara með því að fara í elt­inga­leiki með okk­ur og svo elsk­ar hann að leika sér með hár­t­eygj­ur, hann kem­ur gjarn­an heim með hár­t­eygj­ur og staka sokka sem hann von­andi finn­ur úti en ekki heima hjá öðru fólki. Hann drekk­ur bara ferskt vatn úr kran­an­um eða úr vask­in­um og það er mik­il­vægt að það sé ekki of kalt eða of heitt, ekki séns að fá hann til að drekka öðru­vísi.“

Teddi sættir sig ekki við neitt nema ferskt vatn beint …
Teddi sætt­ir sig ekki við neitt nema ferskt vatn beint úr kran­an­um.

„Hann vill verja öll­um stund­um með mér og Jós­efi, við erum svo sann­ar­lega hans fólk. Það er al­veg strang­lega bannað að loka hurðum á heim­il­inu, en við get­um t.d. gleymt því að fara í sturtu með lokaða hurð, hann vill helst fylgj­ast með okk­ur 24/​7.

Hann borðar ekk­ert nema þurrmat nema það sé blaut­mat­ur frá Whiskas, þá sleik­ir hann sós­una og skil­ur kjötið eft­ir. Heima hjá for­eldr­um mín­um má eng­inn klappa hon­um nema hann fái verðlaun eða nammi í staðinn. Fyr­ir hátta­tíma stend­ur hann svo alltaf við rúmið þangað til ég hef tekið teygj­una úr hár­inu á mér og kastað henni svo hann geti sótt.“

Teddi vill verja öllum stundum með fjölskyldu sinni.
Teddi vill verja öll­um stund­um með fjöl­skyldu sinni.

Hvernig geng­ur að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu?

„Það hef­ur gengið mjög vel að fara í ferðalög, en eins og ég hef komið inn á þá ferðumst við mikið og ef við get­um ekki tekið hann með þá hafa for­eldr­ar mín­ir verið dug­leg­ir að passa hann fyr­ir okk­ur. Hon­um líður rosa­lega vel hjá þeim. Við höf­um einu sinni farið er­lend­is með stór­fjöl­skyld­unni en þá var rækt­and­inn, hún Dýr­leif, svo ynd­is­leg að passa hann fyr­ir okk­ur í þessa viku sem við vor­um í burtu.“

Teddi alsæll í hjólreiðatúr.
Teddi al­sæll í hjól­reiðatúr.

Ertu með ein­hver góð ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda?

„Það er mik­il­vægt að gefa sér tíma til að veita þeim þá at­hygli sem þau þurfa. Elska þau skil­yrðis­laust, alltaf og taka þeim eins og þau eru.“

Fjölskyldan á ferðalagi og Teddi auðvitað með.
Fjöl­skyld­an á ferðalagi og Teddi auðvitað með.

„Ef vilj­inn er að eiga kött sem er til í að fara í ferðalög eins og hann Teddi þá er er mik­il­vægt að byrja strax að venja gælu­dýrið á það. Einnig mæli ég mik­il með að fjár­festa í GPS-ól – við erum með frá Tracti­ve, svo maður þurfi ekki að hafa áhyggj­ur af loðnu vin­um sín­um í ferðalög­um.“

Eyrún mælir með því að fólk venji kettina sína strax …
Eyrún mæl­ir með því að fólk venji kett­ina sína strax á að fara í ferðalög.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda