63 ára og vill eignast barn með unga eiginmanninum

Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á Tiktok.
Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á Tiktok. Skjáskot/Instagram

Hjónin Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en 37 ár skilja þau að í aldri þar sem Cheryl er 63 ára á meðan Quran er 26 ára. Að undanförnu hafa þau opnað sig um að vilja eignast barn saman og hafa leyft fylgjendum sínum, sem eru þrjár milljónir talsins, að fylgjast með ferlinu.

Aldursbil í samböndum vekja yfirleitt mikla athygli en fólk virðist þó frekar hneyksla sig á því ef konan er eldri en maðurinn rétt eins og í hjónabandi Cheryl og Quran. Það er þó ekki einungis aldursbilið sem hefur vakið athygli á TikTok heldur einnig draumur hjónanna um að eignast barn. 

Notendur TikTok hafa ólmir viljað komast að því hvernig Cheryl og Quran ætli að eignast barn saman, en samkvæmt The Sun er meðalaldur tíðarhvarfa í Bandaríkjunum 52 ár en Cheryl er 63 ára. 

Reyna aftur með fimmtu staðgöngumóðurinni

Nýverið opnuðu Cheryl og Quran sig og sögðu drauminn vera að geta eignast barn með aðstoð staðgöngumóður, en þau segja ferlið hafa verið langt og hafa staðið yfir í rúm tvö ár núna. Þá séu þau búin að reyna að eignast barn með aðstoð fjögurra staðgöngumæðra og séu nú að reyna með aðstoð þeirrar fimmtu. 

„Og þó svo að ég geti ekki eignast barn þýðir það ekki að við getum ekki eignast barn með aðstoð staðgöngumóður sem við erum að gera, svo ég mun eignast barnið mitt fyrr eða síðar,“ sagði Cheryl í myndbandinu. 

@kingqurannewpage Were still having a baby and everything will happen accordingly we been patient and everything has been going smoothly but this process had been time consuming at the end of the day it will all be worth it to have our love child and start our family @@Queen cheryl 👸 ♬ original sound - King 🤴🏾 Quran
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda