Ragga Hólm og Elma eiga von á barni

Ragnhildur Jónsdóttir og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu …
Ragnhildur Jónsdóttir og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an og plötu­snúður­inn Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga Hólm, og kær­asta henn­ar Elma Val­gerður Svein­björns­dótt­ir eiga von á sínu fyrsta barni sam­an. 

Ragga og Elma til­kynntu gleðifregn­irn­ar í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram þar sem þær sögðu frá aðdrag­anda þung­un­ar­inn­ar á ein­læg­an máta. 

„13 times the charm sagði ein­hver. Það eru 4 ár síðan þetta ferli hófst. Tveim­ur egg­heimt­um, einni aðgerð og þrett­án upp­setn­ing­um seinna tókst þetta loks­ins. Þessi draum­ur var orðinn mjög fjar­stæðukennd­ur og eru þetta óraun­veru­leg­ustu frétt­ir sem við get­um fært, en það er loks­ins komið að okk­ur.

Par­ís tek­ur kom­andi hlut­verki mjög al­var­lega og ætl­ar að passa vel upp á nýja fjöl­skyldumeðlim­inn. Sjá­umst í haust litla kríli,“ skrifuðu þær við skemmti­lega mynd af kis­unni Par­ís og són­ar­mynd. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ragga Holm (@ragga­holm)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda