Hvenær er rétti tíminn til að hætta næturgjöfum?

Ljósmynd/Unsplash/Natalia Blauth

Krist­ín Björg Flygenring, svefn­ráðgjafi og sér­fræðing­ur í barna­hjúkr­un, held­ur úti bæði heimasíðu og In­sta­gram-síðu þar sem hún deil­ir hag­nýt­um ráðum og upp­lýs­ing­um sem snúa að svefni barna.

Á dög­un­um birti hún færslu um næt­ur­gjaf­ir þar sem hún fer yfir nokk­ur atriði sem gott er að hafa í huga þegar ákvörðun er tek­in um hvenær og hvernig eigi að hætta eða fækka næt­ur­gjöf­um. 

Að hætta næt­ur­gjöf­um

„Hvaða börn geta hætt næt­ur­gjöf­um?

  • Börn sem eru hraust
  • Börn sem eru eldri en sex mánaða
  • Börn sem eru meira en 7 kg
  • Börn sem nær­ast jafnt og þétt yfir dag­inn
  • Börn sem borða 2-3 máltíðir

Börn eru snill­ing­ar og vita oft hvað þau vilja. Börn vilja oft­ast ekki hætta næt­ur­gjöf­um. En þú tek­ur ákvörðun fyr­ir þig og þitt barn þegar tím­inn er rétt­ur. Láttu eng­an segja þér að hætta.

Þó að barn hætti að fá næt­ur­gjaf­ir hætt­ir það ekki endi­lega að vakna. Hins veg­ar verður auðveld­ara að svæfa barnið aft­ur og það mun vakna sjaldn­ar, en það tek­ur smá tíma að aðlag­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda