Fimm barnvænustu hundategundirnar

Hvaða hundategund hentar þinni fjölskyldu?
Hvaða hundategund hentar þinni fjölskyldu? Ljósmynd/Pexels/Cottonbro Studios

Rann­sókn­ir hafa end­ur­tekið sýnt fram á þau já­kvæðu áhrif sem hund­ar hafa á fólk enda jafn­an titlaðir sem „besti vin­ur manns­ins.“ Það er hins veg­ar mik­il­vægt að velta hinum ýmsu atriðum fyr­ir sér áður en ákvörðun er tek­in um að bæta nýj­um fjöl­skyldumeðlim á heim­ilið. 

Eitt af því sem fjöl­skyld­an þarf að skoða í sam­ein­ingu er hvort hún sé í stakk búin að hugsa um hund næstu 10-15 árin, ala hann upp, veita hon­um ást, hlýju, hreyf­ingu, mat, dýra­læknaþjón­ustu og allt það sem hann þarf til þess að lifa góðu og ham­ingju­sömu lífi. 

Næsta skref er að velja rétta hund­inn fyr­ir fjöl­skyld­una. Þá er mik­il­vægt að kynna sér teg­und­irn­ar vel og máta þær við lífs­stíl fjöl­skyld­unn­ar, stærð heim­il­is­ins, hversu virk fjöl­skyld­an er og hversu mikið þarf að hugsa um feld­inn eða aðra hluti.

Á dög­un­um birt­ist grein á vef Par­ents þar sem sér­fræðing­ar tóku sam­an þær fimm hunda­teg­und­ir sem þykja hve barn- og fjöl­skyldu­vænst­ar. 

Gold­en Retriever

Hunda­teg­und­in Gold­en Retriever þykir sér­lega fjöl­skyldu­væn og hent­ar vel fyr­ir aktív­ar fjöl­skyld­ur sem eru til­bún­ar að vera með stór­an hund á heim­il­inu. Þegar þeir eru full­vaxn­ir geta Gold­en Retriever orðið 27 til 36 kíló að þyngd og fara tölu­vert úr hár­um. Þeir lifa að meðaltali í 10 til 12 ár.

Teg­und­in þarf 60 til 90 mín­út­ur af hreyf­ingu á dag og elska líka að synda og leika við börn. „Gold­en Retriever­ar elska vatn. Fyr­ir fjöl­skyld­ur sem eru með greiðan aðgang að stöðuvatni, á, sjó eða sund­laug, þá mun þessi teg­und vera full­kom­in fyr­ir börn­in þín,“ seg­ir Paola Cu­evas, at­ferl­ifræðing­ur hjá Dog­ster.com.

Golden Retriever eru vinsælir fjölskylduhundar, enda þykja þeir bæði ljúfir …
Gold­en Retriever eru vin­sæl­ir fjöl­skyldu­hund­ar, enda þykja þeir bæði ljúf­ir og klár­ir. Ljós­mynd/​Unsplash/​Olga And­reyanova

Labra­dor Retriever

Þessi teg­und er, rétt eins og Gold­en Retriever, hluti af Retriever-fjöl­skyld­unni. Þeir hafa svipaðan líf­tíma og fara líka úr hár­um, en þeir eru aðeins minni í stærð en Gold­en Retriever­arn­ir. Þeir koma einnig í nokkr­um litatón­um – rjómalituðum, svört­um, súkkulaðibrún­um og gul­um tón­um.

Labra­dor Retriever eru virk­ir hund­ar sem elska að leika sér úti. „Labra­dor­ar voru upp­haf­lega ræktaðir sem vatna­veiðihund­ar, en þeir eru ótrú­lega góðir að synda og elska vatnið,“ seg­ir Cu­evas.

Labrador Retriever eru aðeins minni en Golden Retriever og elska …
Labra­dor Retriever eru aðeins minni en Gold­en Retriever og elska að leika sér úti, og þá sér­stak­lega í vatni. Ljós­mynd/​Unsplash/​Rachel Al­ex­is

Írsk­ur Setter

Írsk­ur Setter var upp­haf­lega ræktaður sem fugla­veiðihund­ur. Hann fer hóf­lega mikið úr hár­um og þarf um tveggja klukku­stunda hreyf­ingu á dag. Teg­und­in þykir frá­bær fyr­ir fjöl­skyld­ur enda afar fé­lags­lynd og ljúf. 

„Írski Setter­ar eru mjög vina­leg­ir og fé­lags­lynd­ir sem ger­ir þá til­valda fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur,“ seg­ir Cu­evas. Hund­ar af þess­ari teg­und lifa að meðaltali í 12 til 15 ár og eru þekkt­ir fyr­ir silkimjúk­an og fal­leg­an feld í rauðum tón. 

Írski Setterinn er vinaleg og ljúf tegund sem kann vel …
Írski Setter­inn er vina­leg og ljúf teg­und sem kann vel við sig inn­an um fjöl­skyld­ur. Ljós­mynd/​Unsplash/​Radek Grzy­bowski

Kónga­púðla

Kónga­púðla er stærsta gerðin af púðlu sem verður allt frá 20 til 32 kíló. Púðluhund­ar fara ekki úr hár­um og eru þekkt­ir fyr­ir að vera sér­stak­lega gáfaðir og með skemmti­lega per­sónu­leika. 

Kónga­púðlan er frá­bær fyr­ir virk­ar fjöl­skyld­ur, en þar sem púðlan fer ekki úr hár­um þarf að hugsa vel um feld­inn á þeim og fara reglu­lega með hana í snyrt­ingu eða klipp­ingu. Púðluhund­ar koma í nokkr­um mis­mun­andi litatón­um, en þeir al­geng­ustu eru svart­ir, hvít­ir, apríkósulitaðir, rauðir, silf­ur­litaðir, brún­ir og grá­ir. Kónga­púðlan lif­ir að meðaltali í 12 til 15 ár.

Púðluhundar þykja sérstaklega gáfaðir og skemmtilegir karakterar, en þeir fara …
Púðluhund­ar þykja sér­stak­lega gáfaðir og skemmti­leg­ir karakt­er­ar, en þeir fara ekk­ert úr hár­um. Ljós­mynd/​Pex­els/​Skyler Ew­ing

Pomer­ani­an

Pomer­ani­an hund­ar verða 1,8 til 3,5 kíló að þyngd. Þeir eru fjör­ug­ir, virk­ir og fé­lags­lynd­ir með sann­kallað „bangsa“ and­lit sem ger­ir hana að upp­á­haldi hjá krökk­um. Þeir eru til­vald­ir fyr­ir smærri heim­ili eða minna virk­ar fjöl­skyld­ur. 

Pomer­ani­an fara lítið úr hár­um en það þarf að huga vel að feld­in­um á þeim og fara reglu­lega með þá í snyrt­ingu til að koma í veg fyr­ir flækj­ur. Þeir koma í nokkr­um litatón­um, allt frá svört­um og rauðum yfir í brún­an. Þeir eru þó þekkt­ast­ir fyr­ir app­el­sínu­gula lit­inn. 

Pomeranian eru fjörugir og virkir þrátt fyrir að vera litlir.
Pomer­ani­an eru fjör­ug­ir og virk­ir þrátt fyr­ir að vera litl­ir. Ljós­mynd/​Unsplash/​Fred Moon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda